Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

30.04.2008 22:21

Örlítið spældur

    "Í gær var stjórn Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi afhent ný sjúkrabifreið til afnota og var það Einar Óli Fossdal sjúkraflutningabílstjóri sem afhenti hana fyrir hönd Sjúkrabílasjóðs Rauða kross Íslands. Bifreiðin er af gerðinni Mercedes Benz árgerð 2007 og hefur ekki verið keyrð mikið. Bifreiðin er öll mjög rúmgóð og er mjög vel tækjum búin." Þetta er frétt sem ég fékk ekkert að vita um og étin upp af Húnahorninu. Þar af leiðandi kemur hún ekki í Moggann á morgun eða hinn af mínum völdum en ef satt skal segja þá finnst mér súrt í broti að fá ekki upplýsingar inn á mitt borð þegar atburðir sem þessir gerast á mínu svæði. Svona fréttir eru jákvæðar og eiga fullt erindi hvar sem er
og ekki síst í því ljósi að uppá síðkastið hafa bara borist eða verið túlkaðar neikvæðar fréttir frá Héraðshælinu. Það sem heldur geðheilsu minni í lagi þrátt fyrir þetta og sjálfsmark Ríse er það að lífið heldur áfram og ráða þar mestu  kostir okkar og gallar. Einnig þakka ég  þér fuglar himins sem leggja það á sig að koma norður á Blönduós ár hvert og telja okkur trú um að hér sé von að finna. Með ykkur fylgist ég því þið hafið engann blaðafulltrúa nema vorið sem kemur ár hvert með misjöfnu viðmóti.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 91
Gestir í dag: 64
Flettingar í gær: 100
Gestir í gær: 64
Samtals flettingar: 65079
Samtals gestir: 11655
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 16:32:15