Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

07.05.2008 15:10

Af mykjuslikju og veikindum Rúnars

Sumardagurinn frysti

Menn elta sífelt ólar
við öfl sem landið hrista:
Enginn sá til sólar
á sumardaginn frysta.

Í veðri alveg óðu
átti að halda daginn.
Fánar stífir stóðu
á stöngum víða um bæinn.

Skrúðgöngurnar skröltu
skjálfandi um stræti,
í halarófu röltu
og reyndu að sýna kæti.

Mjóir menn og feitir
marga hlutu gusu.
Léku lúðrasveitir
lög sem úti frusu.

(Þórarinn Eldjárn - Granmeti og átvextir

    Við getum alltaf rætt um veðrið sama hvað gerist í samfélaginu. Það er gott að eiga misjafnt veður að á tímum sem menn eru ekki sammála um hvort við erum að fara til fjandans eður ei. 
    Eitt er það sem kemur skemmtilega á óvart núna á þessum síðustu og verstu tímum er að afkoma bankanna er betri fyrstu mánuði þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Og það sem kemur líka skemmtilega á óvart er að hluti af þessum afkomubata byggist á gengisfalli krónunar, krónu sem margir segja vera undirrót allra okkar vandræða í efnahagsmálum. Í spjalli við einn af bankastjórum landsins í hádegisfrétunum í dag sagði hann rétt si svona " Við tókum stöðu gegn Íslensku krónunni og tilgangur sá að hagnast á veikingu hennar. Ég er nú svo barnalega einfaldur að ég held alltaf með íslensku liði ef það leikur við erlent en slík hugsun mun greinilega vera á undanhaldi. 

    Reyndar kemur gengisfall krónunar sér illa fyrir þann sem skuldar en það er nú allt annar handleggur eins og kaupfélagsstjórinn ( í Óðali feðranna) sagði á sínum tíma við gjaldþrota bóndann í stóra kreppumálinu kringum 1930.

    Það er ekki bara gott að geta hallað sér að veðurumræðu þegar maður er gersamlega kominn í hring í efnahagsumræðunni. Jónmundur sem ég segi alltaf, í Kambakoti, kemur manni sífellt á óvart. Á dögunum var ég að horfa á fréttir í sjónvarpinu og var verið að fjalla um áhugaverðar grásleppurannsóknir sem eru stundaðar á Skagaströnd. Birtist þá ekki á skjánum hinn ótrúlegi og ódrepandi Jónmundur Ólafsson og virtist hann fremstur meðal jafningja í þessum rannsóknum. Mér varð ósjálfrátt að orði "Nú er ég svo aldeilis, aldeilis hissa" og þá rann upp fyrir mér að þetta orðatiltæki er frá Jónmundi sjálfum komið og sagan á bak við það er falin á Árbakka við Skagaströnd og kann Jakob Guðmundsson manna best að segja þá sögu.

    Þá er Glugginn kominn en enginn Rúnar! Það var sjálfur Glugga Óli sem kom með aulgýsingar og tíðindi vikunnar. Hvar er Rúnar? Spyr ég að eðlilegum ástæðum. "Hann er með flensu og kvef og hefur ekki verið vinnufær í viku". Það var nefninlega það. Rúnar er líka kominn með forsetaveikina ( sjá pistil áður ritaðan) sem barst austan úr Skagafirði. Sama veikin sem réðist á mig og ég enn ekki orðinn almennilega góður af. Mér verður nú bara hugsað til Friðriks danaprins og Mary krónprinsessu hvort þau muni sleppa við forsetaveikina. Þau sluppu að minnsta kosti þegar þau giftu sig því Ólafur Ragnar kom ekki í brúðkaupið þeirra og gat þar af leiðandi engan smitað í Danaveldi.

    Domus gengið er á sínum stað og gaman að sjá að á þeim er engan að bilbug að finna þrátt fyrir meintar frosthörkur á fasteignamarkaði.

    Athyglisverð auglýsing frá Holtsmúla ehf þar sem rifjuð eru upp gömul vísindi og ný um ávinnslu á túnum. Fyrirtækið selur ávinnsluherfi og kosta þau ekki meira en 2-3 tonn af áburði og spara samkvæmt breskum rannsóknum allt að 30% af tilbúnum áburði. Valdimar á Kúlu kann ráðin.

    Þegar bændur eru búnir að greiða fyrir áburðinn og ávinnsluherfið gæti hugsast þegar þeir eru á hraðferð á Blönduósi að þeir ættu fyrir og gætu gripið með sér sex kjúklingabita og tvo lítra af kók fyrir litlar 999 kr í Samkaupum. Hver veit?

    Hér fylgja á eftir tvær vísur sem eru einungis gerðar í þeim tilgangi að gera Rúnari lífið bærlegra í forsetaveikindum sínum. Ég tek ekki stöðu með veikingu Rúnars ég tek stöðu með styrkingu hans.  Fyrsta vísan er um ástandið eins og það er hjá honum en seinni vísan er um hvaða gagn hann getur haft af Glugga vikunnar og stytt honum stundir í veikindunum.

Í rúminu Rúnar liggur,
rækals karlinn að tarna.
Hóstapillur hann tiggur,
held ég til heilsuvarna.

Látlaust hann les um mykjuslikju
og lífrænar lausnir á öllum vanda.
En slikja myndast ef fljótandi mykju
er mokað á tún til beggja handa.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 62
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 78
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 68637
Samtals gestir: 12467
Tölur uppfærðar: 17.5.2024 07:19:11