Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

14.05.2008 14:57

Allt í steik

    Tímasetning á afmælishátíðardagskrá kvenfélagsins Vöku er nokkuð sérstök eða frá kl 11 til klukkan 15 á sunnudaginn kemur. Kannski er þetta tímanna tákn og skilaboð um það að dagar sunnudagasteikurinnar með sósu, grænun baunum og rabbabarasultu séu á enda runnir. Þegar ég segi þetta og skrifa þá verður mér allt í einu hugsað til hinna gömlu og góðu daga þegar áhyggjur heimsins voru víðsfjarri og mamma alltaf heima þegar á þurfti að halda. Þá var þetta líf allt miklu einfaldara. Pabbi vann úti en mamma heima og farið í sunnudagsbíltúra nú eða bara í Austurbæjarbíó og fylgst með þeim Roy Rogers og Trigger nú eða bara Tarsan apabróður. Það er náttúrulega vita vonlaust að vera að velta sér upp úr fortíðinni því staðreyndir samtímans blasa við og ég veit að þegar ég dett í svona gír þá þykknar alltaf í sumum og umræða hefst sem aldrei fæst niðurstaða í. En samt sem áður. Til hamingju Vökukonur með áttatíu árin ykkar og öll ykkar góðu verk í gegn um tíðina og takk fyrir að standa vörð um súrmatinn á þorranum.

    Jón Bjarnason þingmaður mætir með sveit vaskra manna ( enn og aftur, konur eru líka menn) í félagsheimilið í kvöld og ætlar að ræða hið nýja frumvarp ríkisstjórnarinnar um innflutning á hráu kjöti. Það er ljóst að málefni þetta varðar okkur sem á þessu svæði búum, mikið og mikilvægt að varlega sé stigið til jarðar. Nokkuð er ég viss um að þetta mál eins og svo mörg önnur eigi sér tvær ef ekki fleiri hliðar og skilst mér að þessi ákvörðun ríkisstjórnar tengist eitthvað útflutningi á fiski til Evrópu og þar með hagsmunum sjávarútvegsins. En það er mikilvægt kynna þessi mál vel og taka ákvarðanir af yfirveguðu og vel athuguðu máli.

    Ég var rétt í þessu að fá úrslitin í getraunakeppni Árbakkabræðra en þessi keppni hefur staðið yfir í allan vetur. Árbakkabræður er hópur karla sem kemur saman einu sinni í viku, nánar tiltekið eftir vinnu á föstudögum á Árbakkanum og setur saman getraunaseðil hvar spáð er í leiki í ensku knattspyrnunni. Reyndar gerum við fleira en setja saman getraunaseðil því við höfum vit á öllum sköpuðum og ósköpuðum hlutum og komum því að sjálfsögðu á framfæri hver við annan. Það get ég sagt með sanni að margur vitleysingurinn hefði fengið að heyra það hefði hann bara haft vit á því að vera á staðnum. Reyndar erum við til þess að gera vandaðir menn og hraunum yfirleitt ekki yfir fólk nema það sé til staðar en á því eru undantekningar eins hjá öllum breiskum. En fyrst ég var að segja frá þessu á annað borð er rétt að upplýsa það að ég var efstur í keppninni og það ofarlega að þó Mummi á Bakkanum hefði fengið 12 í forgjöf og verið einn í keppninni á allt sumar hefði hann ekki haft árangur sem erfiði. Svona er nú lífið hjá Líddsaranum (Leeds).

    "Komið brátt að kveldi er" segir Anna Árnadóttir í svolítið " blúsaðri vísu vikunnar. "Vorið er komið og grundirnar gróa" er það ekki málið mín kæra Anna. Smalinn kemur í haust og fer þá að hóa og þangað til er nægur tími sem við skulum reyna að nýta vel.

    Það er allt að gerast þessa dagana. Hvöt að byrja í boltanum í 2. deild og á heimaleik þann 16. maí og Selvíkurgarðarnir verða tilbúnir fjórum dögum eftir sigur á Völsungi frá Húsavík, að minnsta kosti set ég 1 á þennan leik. Nú gildir að vera "sprækir eins og lækir" eins og skáldið sagði.

    Við Rúnar létum hugan reika um komandi daga og breytta tíma og gleðjumst að sjálfsögðu líkt og aðrir bæjarbúar með Vökukonum á áttatíu ára afmælinu en einhverra hluta vegna þvældist steikin alltaf fyrir hugskotsjónum okkar en það segir meira um okkur en mörg orð.

Létt verður spjallað með töfrandi tungum,
tekin dagurinn, snemma að vonum.
Húsfyllir verður af öldnum sem ungum,
á afmælihátíð hjá Vökukonum.

Á meðan dagskráin fín framhjá rennur
og Freyjusúkklaði um kverkarnar líður.
Sunnudagssteikin í ofninum brennur
og sultan í kælinum ósnotin bíður.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 62
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 78
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 68637
Samtals gestir: 12467
Tölur uppfærðar: 17.5.2024 07:19:11