Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

16.05.2008 22:23

Í minningu Blönduósings

    Lífið hefur sinn gang hvað sem hver segir en fram hjá því verður aldrei litið að hver er sinnar gæfu smiður fram að sínum skapadægrum.    Í dag hefði Hilmar Kristjánsson orðið sextugur en örlögin höguðu því til að hans hlutverk fyrir sitt samfélag  rann á enda fyrsta dag þessa árs en gæfu smiður var hann. Í mínum huga situr minning um mann sem vildi sínu samfélagi vel, og því er vel til valið að setja hér inn mynd af tengdadætrum hans sem sáu Hvöt leggja Völsung 4:3. Hann valdi ekki tengdadæturnar en hann átti drengina sem hlut áttu að máli . Ég veit að þetta er góður dagur, dagur sem stafróf lífsins leikur lausum hala. Hilmar á góða arfleið, átti góða tilveru og skilur eftir sig minningar um svo margt sem er mikilvægt.  Þetta er bara svona og mig langar einfaldlega að segja eitthvað fallegt á þessum degi. Guð blessi minningu Hilmars Kristjánssonar

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 62
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 78
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 68637
Samtals gestir: 12467
Tölur uppfærðar: 17.5.2024 07:19:11