Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

21.05.2008 14:34

Húsdýragarðurinn Blönduós

    Eyjólfur kom velríðandi heim úr vinnunni eigi alls fyrir löngu til hennar Siggu sinnar á Brimslóðina. Án þess að vita það, þá sýndist mér tilgangurinn með þessari ferð sá einn, að koma bara heim. Maður hefur séð ríðandi menn um allan bæ í tíma og ótíma einungis í þeim tilgangi að skemmta sjálfum sér og skrattanum og uppskera oft á tíðum hornaugu samborgarana. Stundum eru þessir útumbæríðandi menn með nokkra hunda með í för og fækkar ekki hornaugum við það. 
    Hann Eyjólfur fékk mig til að fara að hugsa örlítið og er það eitt og sér mikið afrek. Er tími hins eina og sanna hestafls runnið upp á tímum hás orkuverðs. Er ekki hægt að virkja hina vörpulegu hestamenn sem hafa á sér hornaugun þannig að við færum að gefa þeim gaum. Þeir temja hross fyrir okkur hin sem lítið til þekkjum og við förum að gera eins og Eyjólfur, ríða að heiman og heim. Við förum að helluleggja vegi í staðinn fyrir malbikið og komum okkur upp hestvögnum. Allt grasið sem til fellur í samfélaginu gæti nú loksins orðið að gagni í stað þess að vera bara fóður fyrir gæsir og sláttuvélar. Þar sem ég er nú tryggingabransanum þá gætu menn lækkað töluvert hjá sér iðgjöldin því ekki er mér kunnugt um að skyldutrygging sé á reiðskjótum né kerrum við þá tengda. Þessi hugmynd er ekki svo galin því við gætum gert bæinn okkar að einum allsherjar húsdýragarði í staðinn fyrir að afmarka hann suðvestan við Héraðshælið. 
    Rúnar og félagar í Kjalfelli gætu sérhæft sig í járningum og skeifnasmíði og mætt þar með tapi sem þeir verða fyrir þegar dekkjaskipti leggjast af. Eitt er það fyrirtæki sem hugsanlega fengi fleiri verkefni en það er heilsugæslan því óneitanlega geta menn dottið af baki og fengið skrokkskjóður. Og síðast en ekki síst þá gæti hestasteinninn við Samkaup loksins komið að gagni. Fyrst Eyjólfur er farinn að hressast, þá er full ástæða til að aðrir geri það líka.

    Maður verður að geta þess sem vel er gert. Við erum ekkert sérlega dugleg við að uppörva og hvetja hvort annað en snögg til þegar einhverjum verður á. Þess vegna hrósa ég Húnahornsmönnum fyrir að leggja okkur til tvær glænýjar spaugsögur.

    Ég var í klippingu í gær hjá henni Bryndísi sem er í sjálfu sér ekkert merkilegt. Það sem er merkilegt er að mér gefst aldrei tími til að lesa neitt af hinu mikla framboði af tímaritum sem Bryndís hefur yfir að ráða. Það eina sem ég sé í þessum tímaritum er að þau eru til þess að gera ný. Fyrst að enginn tími gefst til að líta í tímaritin hjá Bryndísi væri þá ekki upplagt að hún færði Héraðshælinu elstu blöðin sín að gjöf til að poppa svolítið upp hinar ýmsu biðstofur Hælisins. Talandi um Bryndísi þá sé ég í Glugganum sem nú dettur inn úr dyrunum ásamt Rúnari að hún er á förum til fjarlægra landa og ætlar að nema þar ítölsku hártískuna. Spennandi tímar framundan hjá toppstykkjum Húnvetninga.

    Svo er ein svona smá "pæling" varðandi auglýsingu frá HSB þar sem auglýst er eftir starfsfólki sem og skólafólki til starfa. Var svona að velta því fyrir mér hvort skólafólk breytist ekki í starfsfólk þegar það hefur verið ráðið til starfa hjá HSB.

    Domus gengið gerir allt hvað það getur til að reyna að selja ofan af mér á Aðalgötunni og veifar kyrrðinni óspart. Ég segi það satt að ef íbúðin sem þeir Stefán og Jón Sigurðsson hundur búa í verður seld þá kem ég til með að sakna þeirra "feðga".

    Hrafnhildur Pálma er búin að halda á Bæjarblóminu í eitt ár með sóma og bara til hamingju með það.

    Vökukonur þakka fyrir sig og ég þakka fyrir mig svo mörg voru þau orð.

    "Hafíssetrið, ískalt og fræðandi" er ekki svo galið slagorð en nú fer að líða að opnun safnsins og málþingi því tengdu.

    Rakst á þetta áðan á mbl.is : "Það voru tónleikar í Saskatoon sem stóðu upp úr. Það er svona Blönduós þeirra Kanadamanna. Það var mesta rokkið þar." Þessi tilvitnun er höfð eftir Mugison tónlistarmanni sem var á tónleikaför um Kanada. Hérna koma nokkrar upplýsinar um Blönduós Kanadamanna: Saskatoon er borg í miðsuðurhluta Saskatchewanfylki í Kanada við samnefnda á. Hún var stofnuð árið 1883 sem höfuðstaður bindindisnýlendu. Nafnið er dregið af nafni úr creeindíánamáli, Mis-sask-guah-too-min, sem þýðir rauð, æt ber, sem vaxa í nágrenninu. Fjöldi íbúa um 200.000

    Við Rúnar höfum dregið saman það sem okkur finnst rista hvað dýpst í sýslusálinni þessa Gluggavikuna :

Héraðshælið horfir eftir starfskröftum til starfa.
Um hafísinn í sjónum haldinn verður fundur.
Á baklóð Aðalgötu átta, sjá má vaxa arfa
Og einhvern dag þá fer hann burtu, Nonni hundur.

    Svo ein huggunar vísa til Berglindar vegna yfirgengilegs gæsagangs í bænum.

Það er svo margt sem mennirnir sýta,
á margþættri lífsins leið.
Því gæsirnar gráu í sífellu skíta,
svo ótt að það jaðrar við neyð.

Rúnar hafði víst lofað Löggu að yrkja um hana og þar sem hann er maður orða sinna þá fylgir þessi vísa hér með:

Nú skal samið lítið ljóð
um Lögg-u í vínbúðinni.
Hún er bara gæða blóð
og brún á forhúðinni.*

*Forhúð: Húðin sem snýr að manni og ekki fötum hulin.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 62
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 78
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 68637
Samtals gestir: 12467
Tölur uppfærðar: 17.5.2024 07:19:11