Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

28.05.2008 14:22

Af gasgrilli og mosatætara

    Við hjónin ákváðum á dögunum að festa kaup á gasgrilli svona til að matreiða á og eins til að fegra nýja pallinn okkar. Þetta er déskoti flott grill með þremur brennurum og ég veit ekki hvað og hvað. Við komum með gillið til okkar heima í kassa ósamsett og fengum þær upplýsingar að það væri ekki svo mikill vandi að setja það saman. 
    Þegar sumarið kom yfir sæinn var ákveðið að setja herlegheitin saman og kassinn opnaður. Það fyrsta sem ég tók upp úr kassanum var leiðarvísir hvernig setja ætti grillið saman. Þar sem ég sat þarna við lestur, birtist þá ekki minn gamli vin og vélstjóri Helgi Árnason. Eftir viðeigandi móttökur þá sagði Margrét si svona: "Þú ert einmitt rétti maðurinn sem okkur vantar! Útlærður vélstjóri og gasgrilleigandi." " Blessaður hentu þessum leiðbeiningarpésa maður eins og skot, það getur hver maður sett þetta saman með lokuð augun án hans." sagði minn kæri vin ,Helgi. Ég ákvað nú að geyma leiðbeiningarnar eitthvað fram eftir degi ef ske kynni að grípa þyrfti til hans. Var nú hafist handa og skrúfað hér og þar og grillið fór að taka á sig mynd. Eitthvað var samt bogið við samsetninguna þannig að fætur undir grillið voru ekki alveg að passa við grillið sjálft. Var nú allt skrúfað í sundur aftur og það leiðrétt sem við töldum þurfa. Meðan á þessu stóð hafði frú Margrét verið send til að kaupa gaskút því stutt var að okkar áliti í að hægt væri að kynda grillið. Var nú aftur hafist handa og allt skrúfað saman og fyrri misgáningur leiðréttur. Þegar við stóðum fyrir framan grillið með hendur á mjöðm, birtist þá ekki Margrét með kútinn og segir si svona. " Ekki getur grillið átt að vera svona og taldi til ýmis rök sem við Helgi gátum engan veginn mótmælt. 
    Nú var sest niður og málið yfirfarið. Var nú ákveðið en með særðu stolti, að líta aðeins í leiðbeiningapésann og sjá hvort hann hefði upp á einhverjar lausnir að bjóða. Eftir smá yfirlegu þá komumst við að því að með því að víxla öllum fótum undir grillinu þá yrði lokaáfanga náð. Vandinn var nú ekki meiri en þetta. Sem sé við skrúfuðum allt saman í sundur aftur og settum grillið saman að ný með hliðsjón af leiðbeiningabæklingnum. Í stuttu máli þá þurfa tveir sæmilega gerðir menn á sextugsaldri að setja sama grillið þrisvar sinnum saman svo árangur verði viðunandi. Þetta tekur dágóða stund og létta þarf lund og ekki skemmir að veðrið sé gott meðan á samsetningu stendur. Þessar loka leiðbeiningar er ekki að finna í leiðbeiningabæklingi.

    Kemur ekki blessaður Glugginn og Rúnar inn úr brakandi blíðunni til þess eins að segja mér frá því sem í vændum er.

    Það þarf varla nokkrum blöðum að fletta til þess að sjá að sumarið er í mikilli nálægð. Skólarnir eru að ljúka starfi sínu og garðplönturnar eru komnar fram í dagsljósið ( komnar í sölumeðferð). Söngnemar syngja sitt síðasta á þessu skólaári og Árni Bald ætlar að bjóða þeim sem eiga Blöndu, í veislu í veiðihótelinu Hólahvarfi og sjómenn og aðrir ætla að halda sjómannadaginn hátíðlegan.

    Ekki má gleyma þeim árvissa vorboða þegar Heimilisiðnaðarsafnið og Hafíssetrið hefja sumarstarfið sitt. Ég hef það fyrir víst að Ísbjörninn sé kominn aftur norður og muni setja svip sinn á Hafíssetrið.

    Mosatætarinn hans Kára er kominn á kreik. Hafið eitt hugfast þegar þið geysist með hann yfir túnflötina ykkar að binda vel fyrir buxnaskálmarnar því það eru einhverjar bannsettar flær í jörðinni sem eiga það til að tryllast og bíta mann í legg og kálfa þegar hróflað er við búsvæðum þeirra. Hef persónulega og sára reynslu.

    Domusgengið er hætt í bili a.m.k. að reyna að selja ofan af mér en ekki er allt sem sýnist. Í staðinn er Vatnsendi til sölu að mér sýnist en eins og ég sagði þá er ekki allt sem sýnist.

    Ég rak augun í frétt á Húnahorninu um daginn þar sem stóð " Sjaldséðir fuglar á Blönduósi" Ég fór fyrst alveg í mínus því ég hélt að ég hefði verið tekinn í fréttaritarabólinu. Svo las ég áfram og mér létti mikið því þessir fuglar sem sáust voru bara tildrur sem koma við í Blönduósnum hvert einasta vor á leið sinni til varpstöðva á Grænlandi og víðar á norðurslóðum. Þannig að hin raunverulega frétt í þessu er sú að þeir sem bjuggu til þessa frétt eru hinu sjaldséðu fuglar við ós Blöndu.

Það setur svip sinn á braginn
að sumar er komið í bæinn.
Hvað er ég að rugla,
ég sá  stórskrýtna fugla,
á sveimi við ósinn um daginn.

    Mosatætarinn hans Kára var okkur félögunum hugleikinn þennan fagra og sólbjarta miðvikudag . Það segir í sjálfu sér ekkert um Kára og tætarann en heilmikið um hugmyndaauðgi okkar Rúnars. Þetta varð til eftir hópvinnu um þemaverkefnið Kári og mosatætarinn.

Ætli næg? ekki að notast við Kára
núna við mosann í vor.
Ég fæ strengi og stuð uppí nára,
sem gengur ört á mitt þor.

    Og svo þessi:

Ég fæ strengi í fætur og nára
og flærnar mig hreint vilja klára.
Þessi tætara fjandi
er í ágætis standi.
En ætli dug? ekki að notast við Kára.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 39
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 78
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 68614
Samtals gestir: 12460
Tölur uppfærðar: 17.5.2024 05:22:42