Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

17.06.2008 20:23

Alþýðunni takmörk sett (Fúll fréttaritari)



    Í leit að ísbirni við erfiðar aðstæður daginn fyrir þjóðhátíð er ekki einfalt mál. Hér má sjá bæinn Víkur sem er nyrsti og líklega austasti bær í A-Hún. Ef litið er nokkurn veginn beint yfir íbúðarhúsið (í miðri mynd) í Víkum þá má sjá glytta í vitann á Hrauni og þar var lifandi björn þegar þessi mynd var tekin.


    Þegar komið var niður brekkuna hjá Víkum þá blasti þetta við. Skagfirðingasveit var mætt til að fylgja eftir skipunum valdhafa í stóra ísbjarnarmálinu. Það get ég sagt með sanni að ég átti skemmtileg samkipti við það ágæta björgunarsveitarfólk sem skipaði áhöfn þessa bíls. Þau gerðu allt sem þau gátu til að liðka fyrir gamla fréttaritaranum frá Blönduósi og fannst líkt og mér ósanngjarnt að ég fengi ekki líkt og aðrir blaðamenn aðgang að Hrauni. 
Þegar mér var ljóst að nærveru minnar var ekki óskað varð ég að nota ónotað svæði á minniskorti myndavélarinnar á leiðinni heim.



    Hér má sjá mann sem fékk svipaðar móttökur og ég og hann ákvað að nota minniskortið sitt til að taka mynd af bænum Víkum. Maður hefði svo sem getað gert eitthvað úr þessari ferð fyrst maður er álitinn slík bjarnarfæla en því var ekki til að heilsa því vinir mínir í Víkum voru allir á Akureyri þennan dag. Fór ég við svo búið hundsvekktur heim í hávaðaroki, lítilsvirtur en þó ekki öllum lokið.
    Bara svona til að storka örlögunum og athuga hvort skaparinn hefði ætlað mér að fjúka í þéttingsvindi fram af Króksbjargi eftir árangurslausa tilraun til að ná mynd af hvítabirni tók ég þessa mynd rétt við Krókssel þar sem styst fram af bjarginu



    Þarna fljúga fuglar frjálsir yfir kolmórauða tjörnina vestan við Króksel alls óafvitandi um flugbannið við Hraun. Auðvitað sjá það allir að hérna skrifar hundfúll og sársvekktur fréttaritari á heimleið sem hefur verið hafnað af þeim sem hann hafði trú á. Bévíti!
En til að enda þetta á hvítu nótunum, jákvætt og sáttur, þá var tjaldsvæðið á Blönduósi alhvítt yfir að líta áður en ég náði heim í síðbúinn kvöldverð og við það að hrista af mér höfnunartilfinninguna. Það má víða sjá hvítu bregða fyrir og skjóta án þess að deyða það.




Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 73
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 246
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 64731
Samtals gestir: 11495
Tölur uppfærðar: 2.5.2024 15:02:37