Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

02.07.2008 11:05

Hégómi, gallar og Jónmundur

    Að skrifa eða skrifa ekki, er sama og að segja eða segja ekki neitt . Ég velti oft vöngum yfir því hvort sé betra. Eftir langa yfirlegu hef ég komist að því að á þessu er enginn munur. Ef ég þegi þá segir það ákveðna sögu um mig allt eftir því hver hlut á að máli. Ef ég segi, þá vita allir sem það heyra hvað við er átt nema menn kjósi að misskilja það. 
    Þessa heimasíðu heimsækja dag
hvern um 90 einstaklingar að meðaltali og fyrir þær heimsóknir þakka ég. Á bak við skrifin sem birtast á síðu þessari er þó nokkur vinna og myndirnar úr samfélaginu eru ekki síður tímafrekar. Ekki met ég gerðir mínar út frá magni heimsókna en það skemmir ekki að einhverjir hafi af þessu örlítið gaman. Ég er ekkert öðruvísi en flestir menn svolítið hégómlegur, en því er ekki að leyna að ég hef töluverðan metnað og þó nokkra gleði í brjósti til þess að túlka samfélag mitt frá degi til dags og reyni að fremsta megni að draga fram í dagsljósið, broslegu og jákvæðu hliðarnar á tilveru okkar. Í lífi sérhvers manns eru plúsar og mínusar og ef allt fer eins og gott bókhald gerir ráð fyrir þá á niðurstaðan að vera í kringum núllið. Þessi viðleitni er svona eins og örsmá spor í fjörusandinn sem við vitum að nýjar öldur má burtu svo aðrir fái svæði til að skrá hugrenningar sínar. En á þessari síðu fæ ég að spora fjöruna eins og vit mitt leyfir og í því er fólgið frelsi, ábyrgð og ánægja. 
    En segjum eitthvað! Ég rakst á þessa færslu eftir Berghildi Árnadóttur frá Ísafirði um daginn þegar ég gúgglaði orðið Jónmundur í Kambakoti:

"... Ég semsagt fór í sumarfrí í júlí og tók krús um landið í leit að sjálfri mér og nýju lífi, var búin að keyra allt landið þvert og endilangt þegar ég að lokum er að keyra á fullu farti í gegnum Skagafjörðinn á sólríkum sunnudagsmorgni, vill svo heppilega til að vinstra afturhjólið á bílnum svoleiðis hvell springur!! kabúmm!! og ég held áfram að keyra og stoppa ekki fyrr en ég sé eldglæringar standa afturúr bílnum... var að hlusta á Whitney Houston af mikilli innlifun og tók ekki eftir neinu.
    Jæja, ég sit þarna í vegkantinum og er að baksa við að ná felgunni undan, já dekkið var horfið, bara felgan eftir eða allavega hluti af felgunni var eftir, eiginlega bara boltarnir... jæja ég var að skrúfa þá af þegar ég sé í fjarska koma aðvífandi Massey Ferguson árg 1990 með spoiler, mismunadrifi, ABS bremsum og spánýjar öxulhosur! ég fékk tár í augun þegar ég sá manninn sem steig út... Hann kinnti sig, sagðist heita Jónmundur og kæmi frá Kambakoti!
Ég kikknaði í hnjánum, hann er á sjötugsaldri en virkilega spengilegur miðað við aldur  smá gallaður samt með eiginlega ekkert hár en góð sál samt sem áður... hann hélt á mér upp í Fergusoninn og keyrði heim að bæ og gaf mér að drekka...
    Við fundum strax að við eigum að vera saman að eilífu, tja.. hans eilífð er nú að verða búinn þannig að jæja! 
    Svo á hann fullt af pening og alveg 100 rollur, tvær beljur og einn hest, fjós og hlöðu...og alveg hreint fínasta hús, ég hef fundið mig, ég hef fundið ástina og nýtt líf á Kambakoti :o)
    Ég hef ákveðið að flytja til Jónmundar að Kambakoti í september, ég á eftir að lifa í vellystingum þegar hann fellur frá og það verður ekki langt þangað til ;o) Allt fyrir ástina gott fólk!!" (innskot mitt: Vertu ekki of viss Berghildur)

    Þá er búið að taka ákvörðun um hvar ísbjörninn frá Hrauni eigi að vera til sýnis. Að sjálfsögðu í Hafíssetrinu, hvar annarsstaðar. Skagfirðingar heimtuðu strax Þverárfjallsbjörninn og hefðu aldrei gefið hann eftir. Nú þegar menn felldu annað dýr á Skagatá þá geta þeir sýnt víðsýni og benda með stolti á nágrana sína í vestri og segja. Auðvitað eiga Blönduósingar að fá björninn því þeir eru að berjast við að koma upp sérhæfðu safni um hafís og hvítabirni. Afbragsmenn Skagfirðingar og standa með nágrönnum sínum í vestri.

    Kemur nú ekki Rúnar og það fyrir hádegi í þessu líka fína veðri með sextán síðna Gluggann sinn. Kennir þar margra grasa líkt og venjulega og allt með, til þess að gera, kyrrum kjörum að okkur sýnist.

    Það er kominn sumarbragur á Gluggann og það sjáum við best í því að allir eru að fara að loka vegna sumarleyfa.

    Það á að fara að bjóða út jarðvegsskipti vegna nýbyggingar sundlaugar. Við Rúnar gleðjumst í hjarta okkar og íhugum sterklega að fjárfesta í endingargóðum sundfötum því það kostar mann 270 kr að leigja sundskýlu hjá Mumma á Bakkanum þannig að maður þarf ekki nema að mæta 10 sinnum í sund þá er maður búinn að borga upp skýluna.

    Maður er búinn að heyra svo mikið um vöruúrvalið eða vöruskortinn í Samkaupum að undanförnu að þreytandi er orðið. Því gladdi það mig ósegjanlega að sjá auglýst í Glugganum að enn er hægt að fá 6 kjúklingabita, franskar og 2 l af kók fyrir aðeins 999 kr. Það var einmitt þetta sem mig vantaði.

    Mikið assskoti getur maður verið fljótur á sér þegar maður bregður augum á síðu og sér orðið Hvatargallar. Hvernig á maður eiginlega að útskýra mál sitt á prenti svo vel sé, til að koma til skila muninum á göllum og göllum. Við erum ekki í nokkrum vafa um það að það er þó nokkur galli í leik meistaraflokksliðs Hvatar í knattspyrnu því þeir tapa nú hverjum leik á fætur öðrum. En við gerum okkur grein fyrir því að það að vera í góðum galla í nöprum vindi getur verið mikið þarfaþing.

    Svo er þetta spurningarmerki sem er farið að yrkja í Gluggann. En við Rúnar ortum eftirfarindi vísu gersamlega ógallaðir og í þvílíku sumarskapi sem glöggir lesendur að sjálfsögðu sjá:

Við erum svo léttir og ljúfir í skapi
af lífsgleði einni við tröllum með tröllum.
Um gengna helgi var gnístan og krapi
svo gallaðir "pældum" í (H)hvatargöllum.



Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 71
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 78
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 68646
Samtals gestir: 12469
Tölur uppfærðar: 17.5.2024 08:09:06