Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

04.07.2008 11:31

Til hamingju Blönduós með 20 árin



Blönduós bærinn við ósinn




    Til hamingju Blönduós með 20 ára bæjarafmælið. Ég man það eins og það hefði gerst í gær þegar þessi tímamót urðu í samfélaginu okkar. Jóhanna Sigurðardóttir var þá ráðherra sveitastjórnamála og kom í heimsókn til að fagna þessum atburði með okkur. Bæjarstjórnarfundur var haldinn í Félagsheimilinu og komu margir bæjarbúar til að fylgjast með. 
    Ég man að það var fallegt veður og ég man að við fórum með Jóhönnu ráðherra út í Hrútey og ég man að einhver bæjarfulltrúa þurfti að ýta undir ráðherrann svo hann mætti ná hæsta tindi Hrúteyjar því stiginn góði var ekki kominn. 
    Ég man að Gestur heitinn Þóra söng við fánastöngina sem stendur fyrir framan stjórnsýsluhúsið og var gjöf frá nágrana sveitarfélögunum. Já ég man þetta eins og þetta allt hefði gerst í gær. 
    Sú tilfinning sem er tengd þessum viðburði er fyrst og fremst gleði. Það var eftirvænting í loftinu og maður hafði á tilfinningunni að við værum að verða stór. 
    Ég man að það var veisla á Hótelinu um kvöldið þar sem margir fluttu ræður og ég man að við Hilmar heitinn þökkuðu almættinu fyrir það að Hörður Ingimarsson þekktur sveitastjórnarmaður úr Skagafirði flutti stutta ræðu sem hann átti ekki vana til. 
    Já við eigum afmæli í dag og enn er mörg verk að vinna og bak við þokuna sem umlykur okkur í dag bíður sólin og blíðan í eftirvæntingu til að umvefja okkur á afmælisdaginn.

PS. Það var fáni dreginn að húni á flaggstönginni sem Blönduós fékk að gjöf frá nágrönnum sínum 4. júlí 1988. Þann 4. júlí 2008 kl 13:05 var enginn fáni við hún á þessari sömu stöng. Kannski verður flaggað seinna í dag í tilefni tímamótanna?

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 39
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 78
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 68614
Samtals gestir: 12460
Tölur uppfærðar: 17.5.2024 05:22:42