Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

09.07.2008 11:41

Í dag lyftist brúnin á bænum

    Margt býr í þokunni segir einhversstaðar. Við höfum þann einstæða hæfileika að gera gott úr öllum sköpuðum hlutum. Þegar maður veit af því að þvílík blíða hangir yfir manni í nokkur hundrað metra hæð þá segja menn bara " margt býr í þokunni." Þessi leiðinda rakapakki sem hangir yfir alla daga má geyma hvað sem er mér og mínum að meinalausu, en bara einhversstaðar annarsstaðar. Reyndar virðist þessi rakahaugur hanga yfir fleirum en okkur og ef satt skal segja þá veitir það mér örlitla huggun því þá þarf ég ekki að öfunda neinn, þá veit ég að við búum flest við svipað veðurborð. "Öfundin er nærandi og uppbyggjandi" og handviss er ég um að hún býr í þokunni eins og svo margt annað.
   En að allt öðru, en þó ekki. Núna fer Húnavakan að bresta á og þá fer maður ósjálfrátt að hugsa um veðrið, hvernig mun það verða. Mun hann blása og rigna um helgina? Hangir hann þurr eða verður einmuna blíða? Ef það verður þoka þá kemur Húnavakan til með að búa með öllu hinu í þokunni. Þó svo við íslendingar höfum þann einstaka hæfileika að gera gott úr flestu þá höfum við líka þann einstaka hæfileika að una okkur aldrei hvíldar í fríinu því aldrei má falla verk úr hendi. Þetta er arfur kynslóðanna, arfur hins fátæka manns sem þurfti hér áður fyrr meir á öllu sínu að halda til að komast af. Þegar maður er búinn að koma sér upp þessari líka fínu aðstöðu til að slaka á og hafa það "næs" þá þarf að mála þessa aðstöðu, snyrta og snurfusa þannig að þegar dagur er að kveldi kominn þá leggst maður örþreyttur til svefns og hefur ekki einu sinni haft tíma til að öfunda einn eða neinn út af einhverju, því til þess gafst einfaldlega ekki tími. 
    En gaman hafði ég samt af því í gær þegar ég var að mála skotið þar sem pallurinn minn nýji er. Þeir sem muna eftir hjónunum Sólrúnu og Sigvalda, þá er það að frétta af þeim að þau hafa komið afkvæmum sínum á legg að ég best veit. Eitt barna þeirra hann Sigtryggur (kallaður Siddi) sat í sólstólnum mínum
 






meðan ég málaði og lét fara vel um sig. Gaf mér auga öðru hvoru og Sólrún skrækti örlítið fyrst í stað en hætti því fljótlega þegar hún sá að þetta var bara ég. Þetta taldi ég hyggilegt hjá þessari skógarþrastarfjölskyldu því meðan hann Siddi litli sat þarna þá var nokkuð öruggt að Höskuldur köttur komst hvergi nærri. Ég veit ekki nákvæmlega hvar hinir fjölskyldumeðlimirnir eru þau Sigrún, Sigurlaug, Sighvatur og Sigurjón. Þau gætu verið í garðinum hjá Hauk Ásgeirs nú eða hjá henni Bebe, hver veit.

    Núna veit ég hver er munurinn á Hvatargöllum og Hvatargöllum. Þetta skýrðist endanlega í gær þegar Hvatarmenn í Hvatargöllum lögðu skjálftastrákana í Hveragerði að velli í knattspyrnuleik. Nokkrum dögum áður höfðu Hvatarpiltar sigrað Hattarmenn á Egilsstöðum. Sex stig í tveimur leikjum og það á útivelli er gallalaust.

    Birtist ekki Rúnar inn úr blátærum þokulausum miðvikudeginum svona líka léttur í lund með næstsíðasta Glugga sumarsins.

    Þegar við rennum augum yfir þenna glóðheita Glugga rekum við fyrst augun í öldunginn Sölufélag A-Hún. Við ætluðum að byrja á vísu í tilefni þessara tímamóta sem byrjaði eitthvað svona: "Í hundrað ár hafa fallið tár yfir dánum lömbum", en hættum snarlega því við vorum ekki klárir á því hvernig Siggi í Sölufélaginu tæki þessu.

    Það verður opið í Vínbúðinni en lokað hjá VÍS og svo ætla menn að hlaupa heil ósköp á Húnavöku.

    Kjötsúpuferð Neista á bjarndýraslóðir, upplýsingar veitir Angela. Er þetta nú ekki fullmikill " riskí bissness". Þegar kjötsúpuilminn leggur um bjarnarslóðir þá rennur bangsi strax á lyktina. Það sem gæti orðið félögum Neista til bjargar frá birni er að súpan verði góð og vellyktandi og félagarnir verr lyktandi en súpan.

    En endum þetta á ljúfum nótum og skemmtum okkur vel á Húnavökunni. Göngum hægt um gleðinnar dyr og bægjum allri þoku frá hvort heldur hún er huglæg eða norðlæg.

Í dag lyftist brúnin á bænum
Í blátærum norðan blænum
Því þokan er flúin
Var orðin lúin
Ég sá það á lognkyrrum sænum.

Þegar sólin skín yfir sænum
og sútin hverfur með blænum.
Senn er Húnavaka,
sýnast fuglarnir kvaka.
Nú brosa menn breitt í bænum.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 26
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 78
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 68601
Samtals gestir: 12456
Tölur uppfærðar: 17.5.2024 04:07:05