Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

11.07.2008 10:57

Þarna náðir þú góðri mynd

    " Þarna náðir þú góðri mynd " sagði hinn lagnalipri pípari Guðmann Steingrímsson sem betur er þekktur sem " Gúddmann " meðal pólskra samverkamanna. Ef grannt er skoðað þá víkur hinn lagnalipri ekki svo langt frá sannleikanum því myndin er bara bísna góð þó ég segi sjálfur frá. En þessi mynd var tekin um það bil sem hann var að sleppa úr kjallarnaum frá Sölufélags-Sigga sem nú leggur lokahönd á innréttingar í kjallarnum á Aðalgötu 11.




    
    "Gúddmann" var líka afar ánægður með það að hönnuðurinn Atli Arason annar kirkjueigendanna mætti með tæki sín og tól og hóf slátt á kirkjulóðinni. Það var orðið samdóma álit bæjarbúa að kominn væri næg slægja á kirkjujörðina og líkast til myndi það duga í viðhaldsfóður fyrir tvö til þrjú lömb. 
    Það var ekki nóg með það að Guðmann væri kátur með ástand mála því Atli sem einhver gálaus maður álpaði út sér að væri eins og "maðurinn með ljáinn" (átti að sjálfsögðu við sláttuorfið, ætlaði að vera fyndinn) )var einnig afar ánægður með að geta nú hafið slátt. Það er því ljóst að allir leggjast á eitt með það að gera bæinn fallegan fyrir helgina sem nú gengur í garð. Svona er Aðalgatan í dag.











Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 35
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 78
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 68610
Samtals gestir: 12460
Tölur uppfærðar: 17.5.2024 04:52:26