Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

16.07.2008 14:27

Í skýjunum

    


    Framundan í mínu lífi eru hamingjudagar. Hann Hjalti litli ætlar á laugardaginn að játast frammi fyrir Guði í Húsavíkurkirkju, heitkonu sinni Láru Sóleyju Jóhannsdóttur. Ég get notað flest nöfnin á Vökulögunum til að tjá tilfinningar mínar þessi dægrin. " Mér líður svo vel og lífið er fínt. Hlustum á lífið því allt sem ég ann er þrátt fyrir allt búið að fara nokkrum sinnum yfir Holtavörðuheiðina . Hvert fór sú þrá spyrja vinnandi menn á leið sinni inn í draumalandið. Lífið er yndislegt sagði skáldið forðum og því eru höfundar Vökulaga nokkuð sammála og ég þeim. Já ! Núna liggur mín leið brátt til Húsavíkur og þar skal haldið brúðkaup. Þetta gerist vart betra.Húnavakan var fín og á þeirri hátíð sveif góður andi yfir lýðnum. Dr. Gunni bloggar örlítið um frammistöðu Mercedes Club og segir að nýju þráðlausu græjurnar þeirra hafi svínvirkað og hljómsveitin "sándað" nákvæmlega eins og á nýju plötunni þeirra og segist hann bíða spenntur eftir fimmtu plötunni.

    Ef satt skal segja þá er hugur minn þessa dagana þó nokkuð upptekin af því sem framan er ritað þannig að andinn er nokkuð beislaður. Þetta leiðir til þess að maður verður svolítið sjálhverfur og töluverðar líkur á því að tryggir lesendur minnar síðu hafi ekki nennu í það að lesa bara, ég um mig frá mér til mín.

Ég sagður er sjálfum mér líkur,
og sáttur er ég sem slíkur.
Enda liggur mín leið,
björt bæði og greið
í brúðkaup til Húsavíkur.

    Með miklum rólyndisbrag og æðruleysissvip kom Rúnar inn um dyrnar með síðasta Glugga fyrir sumarfrí.

    Auglýst er eftir leikskólakennara við leikskóla Húnavatnshrepps.

    "Hefur þú skroppið fyrir Skagann nýlega" spyrja vertar í Skagaseli? Reyndar ætlaði ég fyrir Skagann nýlega en var stöðvaður af lögreglunni vegna þess að mun hættulegri húsdýr en hænur og aliendur voru á vappi fyrir utan dyr Skagabænda. Við Rúnar spyrjum í blásakleysi. Er þetta ráðlegt með skírskotun til sögu undangengina daga?

    Héddi og Óli skella hurðinni á eftir sér í Gretti og skunda í sumrfrí en knattspyrnudeildin hefur þó vit á því að minna á hágæða pappírinn harðfiskinn og lakkrísinn áður en dyr falla að stöfum.

    Spurningamerkið á vísu vikunnar og verður hún vafalítið lesin í Skagaseli einhvern daginn.

    En nú er komið að því að vísnahlé verði um stund en Rúnar vildi endilega koma þessari vísu að svona sem góðu veganesti inn í sumarið og það get ég sagt með sanni sem sólin á himinum skín að við lögðum sál okkar í hana:

Í fríið núna bull vort fer
sem við félagarnir sjóðum.
Um stundarsakir endir er
á orðagjálfri í ljóðum

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 57
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 78
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 68632
Samtals gestir: 12466
Tölur uppfærðar: 17.5.2024 06:31:50