Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

23.07.2008 14:02

Með smá hjálp frá vini

    Nú er runninn upp miðvikudagur sem ber með sér engan Glugga. Þetta minnir svona á sjónvarpslausu dagana í "den" þegar menn urðu að finna sér eitthvað annað gera en horfa á sjónvarp. Ég man ekki hvort það var eitthvað erfitt því ef í harðbakkann sló þá gat maður bara talað við sína nánustu.

    Nú er lokið eftirminnilegri helgarferð til Húsavíkur þar sem ég sá Hvöt tapa fyrir Völsungi í knattspyrnu og Hjalta vinna hjarta Húsvískrar eðalstúlku. Það ætti hverjum manni að vera það ljóst að seinna dæmið er greipt inn í mitt hjarta og mun verma það um ókomna tíð og ræði ég það ekki nánar hér.


 
    



Hitt er annað mál að um Hvöt og Völsung er hægt að ræða af hæfilegu gáleysi og niðurstaðan í því máli öllu saman er við það að hverfa úr huga mér. Mig langar aðeins að ræða þennan leik út frá mínum sjónarhóli. Hvernig það er að vera einn á móti öllum í þingeysku lofti. Eftir að við hjón Margrét og ég ásamt nokkrum öðrum höfðu lokið kvöldverði á Sölku var haldið á knattspyrnuleik. 
    Í upphafi er rétt að geta þess að Ásta Berglind ók móður sinni heim eftir kvöldverð því í mörg horn er að líta hjá tengdamóður fyrir brúðkaup. Ásta sat inni í bíl enda kalsamt veður en hún fékk ákúrur fyrir að þeyta horn bifreiðar okkar þegar að Hvöt skoraði. Þar sem ég og myndavélin erum nánast eitt ákvað ég að taka bara myndir á leiknum og fékk að skrölta um hliðarlínu átölulaust og tók nokkra myndir.


 
    
Þegar fyrri hálfleik var lokið var mér næstum lokið líka því ég fann ekki fyrir neinum stuðningi við mína menn í Hvöt þannig að ég fór með myndavélina upp í bíl og breytti mér í stuðningsmann Hvatar og færði mig upp á áhorfendasvæðið. Á örskotsstundu breyttist virðulegur eiginmaður, heimilisfaðir, afi og tengdafaðir í bandvitlausan stuðningsmann Hvatar. Lengi vel hrópaði ég hátt og hvatti mína menn hvað mest ég mátti og er ég ekki frá því að ég hafi átt drjúgan þátt í eina marki Hvatar. 
    Það er sérstök tilfinning að rísa svona einn upp gegn fjöldanum og halda á lofti sinni sannfæringu með tilfinningaþunga. Maður fær á sig alls konar glósur og þarf að þola margt misjafnt frá umhverfinu. Við þessu er alls ekkert að segja því val mitt var að standa með minni sannfæringu sem gekk þvert gegn sannfæringu fjöldans. Þegar seinni hálfleikur var hálfnaður, staðan 1:2 og allt gat gerst birtist mér óvæntur stuðningsmaður. " Afi erum við ekki þessir hvítu?" sagði einbeitt rödd lítils drengs sem togaði létt í vindjakkann minn. Jú Baldur minn svaraði ég um hæl. Hér var kominn sonarsonur minn sex ára og var af honum mikill fengur því hann hrópaði með afa sínum og hafa þennan unga svein sér við hlið við harðdrægar aðstæður var stórkostlegt. Bæði var það að þegar þessi ungi maður var kominn mér við hlið þá hættu glósurnar. Það mega húsvíkingar eiga að þeir hafa aðgát í nærveru sálar. Svo einnig það að finna fyrir einlægum stuðningi frá kjarkmiklu góðmenni. Þegar Hvöt fékk á sig klaufalegt mark undir lok leiksins og við sáum að ekkert nema tap blasti við urðum við daprir en gengum hnarreistir hlið við hlið út af leikvangi að leik loknum. Á leiðinni út af vellinum heyrði ég kallað " það var gaman að heyra rödd frá Blönduósi á vellinum" Þarna var þá kominn " gamall" Blönduósingur búsettur á Húsavík hún Anna Kristrún Sigmarsdóttir. Urðu með okkur fagnaðarfundir og héldum við síðan hvort sína leið út í húsvíska súldina, ég með árnaðaróskir í farteskinu og Anna með þá reynslu að hafa séð og heyrt léttgeggjaðan Blönduósing á Húsavík. 
    Allt sem hér að framan er ritað gefur lífinu gildi og finna fyrir stuðningi frá litlum dreng er mikils virði.

Ef hittir þú heitan Húsvíking
á Húsavíkurvelli.
Og bandbrjálaðan Blönduósing,
er bara von á hvelli.

En allt er gott sem endar vel.
Ekki er því að leyna.
Á hendur þínar allt mitt fel,
æ, þið vitið hvað ég meina.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 35
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 78
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 68610
Samtals gestir: 12460
Tölur uppfærðar: 17.5.2024 04:52:26