Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

06.08.2008 10:39

Valdalaus með 50.000 gesti

    Nú hefur sá dagur runnið upp að ég varð valdalaus maður, maður án mannaforráða. Þessi örlagaríki dagur var 4. ágúst en þá varð yngsta barnið mitt hún Ásta Berglind fullveðja, sjálfráða og þarf ekki að spyrja pabba sinn um eitt eða neitt. Núna ræð ég engu lengur en ég rétt ræð því ef ég bý ekki um rúmið að minnsta kosti þrisvar í viku. Reyndar þegar ég renndi augunum yfir Morgunblaðið mitt í morgun þá hresstist ég ögn þegar ég las stjörnuspána mína en þar stóð "Venus hefur blessað þig með góðum smekk. Ef þú passar þig ekki, getur fólk flokkað þig sem snobbara! Næmi þitt fyrir fagurfræði laðar að ást, vini, peninga og völd." Er þetta ekki " akkúrat" það sem allir vilja : ást vini, peninga og völd. Það er gott að sækja sér slíka næringu í Moggann. Þegar mest á reynir þá finnur maður þessa líka frábæru huggun í blaðinu sínu sem bjargað getur fyrir manni deginum.

    Mig langar á þessum meinausa Gluggalausa miðvikudegi og leggja fyrir þá sem þessa síðu heimsækja þrjár myndagátur. Verðlaunin eru ekki af verri endanum því sá sem getur svarað þessum þremur gátum getur átt von á því að geta haldið áfram að heimsækja þessa síðu ef Guð lofar og svo er einnig í boði gönguferð fyrir fjóra vítt og breitt um bæinn með hvíldaraðstöðu úti í Hrútey.

    Fyrsta gátan er einföld í sjálfu sér og er svona. Hvað heitir þessi bær sem myndin er af?


    Önnur gátan er ekki síður einföld: Hvað heitir þessi maður sem ríður þessum örvélfáki um Húnabrautina?



    Þriðja og síðasta gátan gæti verið snúin og mjög líklegt að margir muni flaska á henni en spurt er. Hvað heitir maðurinn sem er að ræða við Kristján málara í blíðunni fyrir innan á, fyrir verslunnarmannahelgi?
 

    Nú fer að líða að því að 50.000. gesturinn komi í heimsókn á síðuna mína. Ef ég satt skal segja þá hefur það komið mér töluvert á óvart hvað margir leggja leið sína inn á síðuna daglega. Í raun eru þessi skrif mín svolítil sálarhjálp mér sjálfum til handa. Ég hef oft gripið til þess ráðs þegar aðstæður í lífinu hafa verið nokkuð snúnar, að skrifa mig eins langt frá þeim og kostur er og er ég ekki í nokkrum vafa að það hefur hjálpað. 
    Eins og fyrr greinir þá kom það mér þægilega á óvart hve margir koma í heimsókn og orðið mér töluverð hvatning að senda endrum og eins eitthvað nýtt inn á síðuna. Þegar talað er um gest þá er átt við IP tölu tölvunar sem er einskonar kennitala hennar. Það koma sem sagt um 90 tölvur í heimsókn að meðaltali hvern einasta dag ársins. Þegar ég fór að gera mér grein fyrir þessu rann upp fyrir mér að mikil ábyrgð fylgir þeim orðum sem send eru út í loftið og öllum aðgengileg. Ég vona að ég hafi ekki valdið neinum teljandi óþægindum með skrifum mínum. Það var að minnsta kosti ekki meiningin nema þá í örfáum undantekningartilfellum sem ég er svo gersamlega búinn að gleyma og mun ekki erfa við sjálfan mig.

    Ég hef ennfremur sett þá kvöð á mig að reyna að bögla saman vísu í vikulegu pistlunum og skemmir ekki að fá Rúnar með í lið við þá yðju því hann hefur af því töluvert gaman.

Ég skrifa það eins og ég segi,
á meinlausum miðvikudegi.
Það er liður í því að lifa,
að láta sig dreyma og skrifa.

Svo mörg voru þau orð.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 74
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 78
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 68649
Samtals gestir: 12472
Tölur uppfærðar: 17.5.2024 08:55:13