Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

27.08.2008 14:08

Kominn aftur með harðsperrur í afturfótum

    Þá er aftur kominn sá tími að Glugginn er farinn að berast alþýðunni einu sinni í viku. Reyndar er Glugginn búinn að koma einu sinni út eftir sumarfrí en þá vildi bara þannig til að ég var í kærkomnu sumarfríi. 
    Þetta er svolítið spennandi að byrja að nýju að kíkja inní sýslusálina með aðstoð Rúnars. Hvað skyldi Glugginn í dag bera með sér? Hvernig skyldi Rúnar koma undan sumarfríi? Kannski er hann uppfullur af hugmyndum sem hann þarf að koma á framfæri. Kannski er hann galtómur og fjarrænn með gersamlega nýja sýn á veröldina. Hvað veit ég því ég hef varla svo heitið getur hitt hann í þó nokkurn tíma. 
    Hvað mig varðar þá er ég nokkuð líkur sjálfum mér þó svo ég hafi fengið andstyggilega strengi í aftanverða lærvöðva eftir kartöfluupptöku um helgina. Talandi um lærvöðva þá heyrði ég ansans hreint frábæra íþróttalýsingu frá Sigurbirni nokkrum frá Ólympíuleikunum en þar sagði hann eitthvað á þá leið að spretthlaupari hafi verið dæmdur úr leik því hann hefði komið of snemma með afturfæturna yfir einhverja línu. Sem sagt ég hef verið með harðsperrur í afturfótunum.

    Birtist ekki hann Rúnar í dyrunum með Gluggan í hendi. Reyndar hvarf hann jafnharðan á brott en lofaði að koma fljótt aftur og hér er hann kominn í annað sinn.

    Hvað segir nú Glugginn í dag? Menningarfulltrúinn ætlar að tala við okkur á þriðjudaginn en þá er ég bara kominn til Reykjavíkur. Kannski ég sendi Rúnar og láti hann kanna hvort þessi skrif okkar hafi eitthvað menningarlegt gildi.

    Domus gengið er með eignir til sölu þannig að eitthvað líf er á fasteignamarkaðnum.

    Björn á Hólabaki situr uppi með gradda eins og venjulega og mikið er auglýst eftir starfsfólki. Íslandspóstur, Potturinn og pannan sem og Stígandi vantar fólk til starfa.

    Framsóknarmenn ætla að halda héraðshátíð þar sem aðgangseyrir er misjafn allt eftir því hversu mikið af framsóknarmennsku menn ætla að innbyrða. Framsóknarmaður sem áhuga hefur á upptöku evrunar þarf að borga fullt gjald en stílhreinn dreifbýlis framsóknarmaður með göngulag Guðna kemst inn á hátíð á hálfvirði. Að minnsta kosti látum við Rúnar þetta um hug okkar fara en það getur vel verið að gjaldskráin sé eitthvað öðruvísi uppbyggð. Já og maður þarf að drífa sig í klippingu því Bryndís er að fara í frí.

    Rúnar sagði mér þegar hann kom með Gluggann í síðustu viku þá hafi hann komið að tómum kofanum og verið sagt að ég væri horfinn í frí suður á land. Eðlilega fannst Rúnari þetta mikið ábyrgðaleysi af mér að vera ekki viðstaddur þegar fyrsti Gluggi eftir sumarfrí kæmi út.

Honum varð að orði og var mikið niðri fyrir:

Jón er farinn þessi fjandi,
ferlegt er hans lag
Sigurðsson á Suðurlandi,
sefur vært í dag.

Það er nefnilega það.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 211
Gestir í gær: 52
Samtals flettingar: 69065
Samtals gestir: 12563
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 17:18:33