Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

28.08.2008 10:59

Gert upp við annað sætið

    Það er engum blöðum um það að fletta, að hampa silfurverðlaunum er mikið afrek. Þetta fengum við að sjá þegar að handboltalandsliðið kom til landsins eftir frækna ferð til Kína. Fagnaðarlátunum ætlaði seint að linna og þjóðarstoltið kraumaði í æðarkerfi þjóðarinnar. Annað sætið er mikils virði, á því hefur fengist staðfesting. 
    Ástæða þess að ég leiði að þessu hugann er sú að ég hef staðið í þessum sporum í tvígang. Í fyrsta sinn sem mér hlotnaðist annað sætið var ég himinsæll en ári seinna þegar það urðu ölög mín í annað sinn að lenda í öðru sæti þá var ég ekki eins kátur. Það var ekki fyrr en fögnuður þjóðarinnar yfir öðru sætinu var mikill að ég sættist við það að lenda tvisvar í öðru sæti. Þetta annað sæti sem mér hlotnaðist í tvígang er annað sætið í dægurlagakeppni kvenfélags Sauðárkróks. Reyndar hef ég verið í fyrsta sæti í þessari keppni en þá sem textahöfundur í lagi Þórðar Hauks Ásgeirssonar en það er samkvæmt skilgreiningu Guðna Ágústssonar, hópur. 
    
Ekki minnist ég þess að þegar ég kom heim með silfurverðlaunin sem unnin voru í alþjóðlegri keppni á grund utan minnar heimasveitar að blásið væri í herlúðra og fánar dregnir að húni. Raunar fór ég ekki að hugsa um þetta fyrr heldur en ég sá fólk fjölmenna og fagna á Arnarhóli í gær. Það hefði kannski verið rétt að bæjarstjórn hefði skipulagt móttökur og afhent blóm þegar ég kom heim með silfurverðlaunin af Króknum . Vissulega hafði ég borið hróður míns ágæta bæjar víða og lög mín spiluð endum og eins í Kántrýútvarpinu, menningarútvarpinu við Flóann (oftast eftir að ég hafði hringt inn og sagt að mamma væri heimsókn og langaði að heyra lagið hans Nonna síns í útvarpinu).
    
En niðurstaðan í þessari vangaveltu er einfaldlega sú að annað sætið er frábært. Um það er ég sannfærður núna og neita ég því ekki að fagnaðarlætin hér heima hefðu mátt vera örlítið meiri á sínum tíma en þetta var víst lenskan í þá daga og ekkert við því að segja. Núna eru tímarnir breyttir og er það vel. Til hamingju Ísland.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 211
Gestir í gær: 52
Samtals flettingar: 69065
Samtals gestir: 12563
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 17:18:33