Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

11.09.2008 11:51

Hamingjudagurinn 11. september

    Í dag er 11. september um allt land. Þennan dag muna flestir sem eru komnir til nokkurs þroska sem daginn sem hryðjuverkaárásirnar voru gerðar á tvíburaturnana í Nýju Jórvík. Í stuttu máli þá tengja flestir þennan dag við voðaverk. Þennan dag fyrir 32 árum gekk ég að eiga Margréti Einarsdóttur í gömlu kirkjunni fyrir innan á. Veður var bjart og fallegt og Húnaflóinn sem og við Margrét skörtuðum okkar fegursta. Þennan sama dag, einnig í sömu kirkju fyrir jafnmörgum árum gekk Ólafur Þorsteinsson að eiga Bergþóru Hlíf Sigurðardóttur. Dagurinn hjá Óla og Hlíf var sem sagt jafn fallegur og dagurinn hjá okkur Möggu. 
    Þó nokkuð mörgum árum seinna þennan sama dag, nánar tiltekið árið 1993 gekk hann svili minn hann Guðmundur Ragnar Sigurðsson Kemp að eiga hana Gróu Maríu Einarsdóttur í nýju kirkjunni. Dagurinn þeirra fyrir fimmtán árum var ekki síður fallegur en 11. september 1976.

    Vert er geta þess að þennan dag fyrir 60 árum var í heiminn borinn Skarphéðinn Húnfjörð Einarsson skólastjóri tónlistarskólans. Skarphéðinn er mikill gæfumaður og það er gæfa fyrir héraðið að eiga hann að, það vita allir sem til þekkja.

    Því er þetta hér rifjað upp að dagurinn í dag er góður dagur og við hann tengdar margar góðar minningar. Ég held að ég geti sagt með töluverðri vissu að allir þeir sem hér eru nefndir og tengjast okkar bæjarfélagi hafi reynt að feta lífsins veg í sátt við sitt samfélag. Við látum ekki skugga voðaverka úti í heimi skyggja á mikilvægi þessa dags í lífi okkar. Húrra fyrir okkur.


    Mig hefur lengi langað til að sýna traustum lesendum þessarar síðu mynd sem mér áskotnaðist af afmælisbarni dagsins Hjartanlega til hamingju með sextíu farsæl ár Skarphéðinn H. Einarsson

Í fögnuði fellum við tárin,
hve fast þú heldur í hárin.
Þú er tónlistar tröll
svo við tröllum það öll.
"Til lukku með sextíu árin".

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 243
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 35
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 64655
Samtals gestir: 11477
Tölur uppfærðar: 1.5.2024 22:17:43