Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

11.02.2009 14:40

Að þekkja ekki leiðina

    Sólin kemur enn upp á morgnana, Blanda brýst í klakaböndum til sjávar, Hörður Torfa veit ekki hvað bankastjórar seðlabankans heita og er enn reiður. Það er allt við það sama í náttúrunni og meira að segja Malla mús sem ég hélt að Höskuldur köttur hefði étið í fyrra er enn að berjast fyrir tilveru sinni líkt og svo margir aðrir.
 

    Karlarnir halda áfram að kúga konurnar, jafnvel í ríkara mæli sem sést best hvernig farið er með veslings Jónu Fanneyju fyrrverandi bæjarstjóra sem skilin er út undan í bæjarstjórn. Það er allt við það sama, þannig að fullyrðingin að allt gangi sinn vana gang á enn fullan rétt á sér. Kannski er ég að fara fram úr mér með þessari fullyrðingu. Miðað við stöðu Jónu Fanneyjar í bæjarstjórninni þá er konan í okkar samfélagi sett á þann stall sem Guðni Ágústsson orðaði svo haglega á sínum tíma: "Staða konunnar er bak við eldavélina". Við erum líkast til komnir á þann stað í tilverunni þegar allt lék í lyndi. Mæðurnar heima til að sinna börnum og eiginmanni. Vandamálin ekki svo flókin að menn komust af með að tóra án hjálpar herskara af sérfræðingum á öllum sviðum. Menn eyddu ekki meira en þeir öfluðu og Morgunblaðið, Tíminn, Alþýðublaðið og Þjóðviljinn voru helstu hornsteinar lýðræðisins.

    Töluvert var fjallað um hinn ljóta leik, einelti í þættinum"samfélaginu í nærmynd" á rás 1 í útvarpinu í gær og kom þar margt merkilegt fram. Líkast til hef ég sperrt eyrun eftir þessari umræðu vegna þess hve vinur minn (Davíð er vinur minn orti Hallbjörn á sínum tíma) Davíð er eineltur af fyrrum eineltum mönnum. Ég tel ekki Jónu Fanneyju með því hún er bara skilin útundan sem er ekki fallegt í sjálfu sér. Það var fjallað um rafrænt einelti, ekki einelti með pottum og pönnum. Strákar voru sagðir vitlausari en stelpur í eineltinu því þeir eru ennþá í hinu hefðbundna einelti. Stelpur eru klókari því þær hafa betra vald á málinu og hvernig best er að nota það á andstyggilegan hátt. Reyndar kom það fram að krakkarnir eru ekki slæm í eðli sínu heldur er þetta vegna þess að þau vita ekki hvað þau eru að gjöra. Að síðustu kom fram að líkast til hafa krakkarnir sem einelti beita eða verða fyrir einelti þetta frá foreldrum sínum sem ekki þekkja sín siðferðilegu mörk, bæði heima fyrir og í bloggheimum. Að minnsta kosti vonuðu sérfræðingar þeir sem um þessi mál fjölluðu að krakkarnir læsu ekki það sem foreldrarnir skrifuðu á blogginu um þessi mál því orðbragðið og efnistök voru slík að það væri börnunum ekki hollt. Það þarf ekki alltaf langt að leita til að finna svörin.

    Má til með að segja eina litla sögu úr samfélaginu. Um kl 6 að laugardagsmorgni hringir dyrabjalla á Hælinu og starfsmaður svarar í dyrasíma. " Er þetta á hótelinu?", er spurt" Nei þetta er á sjúkrahúsinu". "Nú! en getur þú nokkuð sagt okkur hvar við við eigum að fara til að komast til Akureyrar? Við erum hérna fjórir strákar sem þurfum að komast þangað en þessi leið er svo andskoti illa merkt". " Viljið þið ekki koma aðeins inn fyrir, á klósett eða svoleiðis". Nei, nei við erum góðir en við finnum ekki leiðina til Akureyrar." "Þið keyrið bara sömu leið til baka og beygið til hægri og farið svo yfir brúnna og haldið sem leið liggur eftir þjóðveginum, þá ættuð þið að komast." Takk fyrir sögðu piltar og óku til baka en beygðu eins og fyrir var lagt strax til hægri og inn á Flúðabakkann . Litlu síðar sást til þeirra koma Flúðabakkann til baka og yfir brúna. Ekki fylgir sögunni hvernig ferðin hafi gengið en engar fréttir hafa borist um neitt óeðlilegt á leiðnni Blönduós Akureyri síðustu sólarhringa Guði sé lof (reyndar var keyrt á staurinn í hringtorginu um helgina). Það er allt eins á þessu landi. Það vita allir hvert á að fara en þekkja bara ekki leiðina.

    Guð auðnutitlingana er stórt orð jafnvel stærra en Hákot en vel meint af mínum góða vin Hafþóri Erni en músarindill mundi hæfa mér betur því mér finnast mýs fallegar í fjaska en skelfilegar í návígi.

    Einar Óli, þessi á sjúkrabílnum (ofvirki sjúkraflutningamaðurinn sem greint er frá í kaflanum "engine workshop") gerði mér hverft við rétt upp úr eitt þegar ég var að mæta til vinnu. Haldiði ekki að hann hafi komið með öll björgunatæki sýslunnar í Aðalgötuna til mín. Ég segi nú bara eins og Skrámur: "Er þetta nú ekki tú mödds" Reyndar fylgdi þessari bílalest töluverð mengun og hefur stuðullinn líklega farið yfir heilsuverndarmörk og því gott til þess að vita að sjúkrabíll var með í för.

http://www.huni.is/files/3/20090210200210510.pdf . Dettur nú ekki hann Rúnar inn úr harðindunum með fjölbragða Glugga í hönd. Fjölbragða! hvá menn en það er einmitt fjölbragðahátíð á Pottinum á föstudaginn og sagt frá því á forsíðu Gluggans. Við Rúnar söknuðum þess að ekki hafi verið auglýst fjölbragðaglíma en reyndar hefur það oft gerst eftir góðar hátíðir að menn efni til fjölbragðaglímu gersamlega óbeðnir.

    Fimm aura brandararnir eru úr sögunni. Goodheart hlátur er hlátur sem byggir á því að hægt er að hlægja að öllu sem ekki er fyndið en það kostar 1.000 kr. Við Rúnar höfum ekki enn fengið krónu fyrir skrif okkar en ef menn (konur eru líka menn) mæta vel á hláturnámskeiðið þá er aldrei að vita nema við Rúnar förum að auðgast í harðærinu.

    Okkur Rúnari finnst það áhugavert að auglýstur sé áhugaverður fundur þar sem konur koma saman til að spjalla. Okkur Rúnari finnst það líka áhugavert og erum þakklátir fyrir að mega ekki mæta á spjallfund kvenna, í þessu tilfelli sjálfstæðiskvenna.

    Samfylkinginn ætlar að halda aðalfund sinn fyrir árin 2007 og 2008 og má sjá í þessu vott af hagsýni, óþarfi að vera með of marga aðalfundi eða fundi yfirleitt, þjappa þessu saman. Það er hagsýni sem þjóðin þarf á að halda. Við veltum svolítið vöngum yfir því hvers vegna félagar væru hvattir til að fjölmenna. Væri ekki eðlilegra að hvetja menn til að mæta og dæma svo eftirá hvort fjölmenni hafi verið á fundinum.

    Viltu fisk frá Eyjum? Við Rúnar viljum fisk en þarf að flytja hann alla leið frá Eyjum. Getur ekki Ívar Snorri nú eða bara Skagstrendingar útvegað okkur fisk, það er um mun styttri veg að fara. Obb! Obb! Obb! gleymdum því að Siggi og félagar í Flytjanda hafa af þessu tekjur og þær skila sér inn í samfélagið. Það er rétt að hugsa áður en maður talar.

    Við Rúnar skiljum ekkert í því hversvegna Rúnar á Skagaströnd er að hnýta í frænda sinn í Seðlabankanum í vísu vikunnar því "Davíð er besta skinn" eins og frændi hans Hallbjörn Hjartarson söng á sínum tíma.

    Nú er bara að setja þetta í ljóðrænt samhengi með mildilegu orðbragði hins miskunsama manns sem er tilbúinn að fyrirgefa þeim sem vita hvað þeir gjöra eða gjöra ekki.

Yfir voru ættarlandi,
allt er nú stórri steik.
Áður landsins forni fjandi,
fellur undir barnaleik.

Menn kjósa að komast til valda
og klöngrast yfir heiðina.
Og vita hvert eiga að halda,
en þekkja ekki leiðina.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 44
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 67
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 64857
Samtals gestir: 11521
Tölur uppfærðar: 4.5.2024 07:37:39