Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

25.02.2009 15:11

Af hækjum og fimmgangi barna

    Sprengidagur var í gær og bar nafn með rentu því margar pólitískar spregjur féllu og sníkjudýradagurinn er í dag. Sníkjudýradaginn kenni ég við litlu sníkjudýrinn sem rölta uppábúinn milli fyrirtækja og syngja fyrir sælgæti. Það er nú afar misjafnt hvað börnin leggja á sig til að vinna fyrir sælgætinu og mættu sumir að ósekju leggja sig örlítið meira fram. Það er ekki öllum gefið að halda lagi en þá gætu þau til dæmis farið með ljóð eftir okkur Rúnar eða einhver önnur stórskáld. Þetta er ekki svo galin hugmynd þegar ég heyri sjálfan mig segja hana í huganum. Sníkjdýradagurinn er að sjálfsögðu kallaður öskudagur.

    Þó svo að litlu dýrin sem syngja fyrir sælgæti hafi umvafið okkur hér í Aðalgötunni með söng, brá fyrir fleiri söngfuglum. Sigurjón frá Fossum nýkominn úr söngfrægðarför af Suðurlandi var aldeilis í skýjunum. Hann hitti meðal annars Hreppamenn og komust margir úr Bólhlíðingakórnum á baksíðu Moggans fyrir bragðið fyrir það eitt að verða á vegi Hreppamannsins Sigga í Syðra (Sigurður Sigmundsson frá Syðra-Langholti)

Sigurjón hafði yfir vísu sem hann orti eftir að hafa kynnst þessu mönnum sem þekkjast vel hversu vel þeir eru aðlagaðir vætu og þúfnagöngulagi.

Hreppamenn ég hefi talið,
hressa þó að lægðir gangi.
Orðspor þeirra er svo galið,
ofarlega á Suðurlandi.

    Söngfuglinn Maggi á Hnjúki kom hér með allar búsafurðir síðastliðns árs og fór hann ótrúlega hratt yfir miðað við allt það magn sem hann var með. Þessir dagar í lífi mínu markast örlítið af því að bændur þurfa að standa í skilum við skattstjórann á virðisaukaskattinn nú um mánaðarmótin.

    Ég vil heldur fá eitt blóm og hlýleg orð meðan ég lifi heldur en helling af blómum þegar ég dey. Þessi fallegu orð ásamt fleirum fékk ég frá Birgittu á Löngumýri í dag og fylgja þau hér: Gæfan gerir þig fallegan, erfiðleikar styrkja þig, sorgin gerir þig mannlegan og að mistakast gerir þig auðmjúkan. Árangur veldur því að þú geislar og vinirnir fá þig til að þrauka.

    Eftir að hafa lesið þessi hlýlegu orð þá hef ég horfið frá því að skrifa sjálfur minningagreinina um sjálfan mig því lengi vel hef ég gengið með það í huganum að ég sé best til þess fallinn. Svona til að tryggja það að allt komi nú fram sem máli skiptir.

    Kemur ekki söngfuglinn og harmonikkuleikarinn Rúnar Agnarsson með Gluggann í hendi syngjandi Volare ó, ó. Contare og svo frv. http://www.huni.is/files/3/20090225222344156.pdf

    Fimmgangur og tölt barna og unglinga, mót í reiðhöllinni? Við Rúnar höfum orðið varir við tölt barna um bæinn, syngjandi í von um sætan mola í munn. Reyndar eiga börnin ekki að tölta um bæinn heldur í reiðhöllinni í Arnargerði en það er bara miklu einfaldara og þægilegra á allan hátt að fóðra blessuð börnin á einum og sama staðnum.

    Hækkjur- hækjur- hækjur oft er þörf en nú er nauðsyn. Við Rúnar lásum ekki mikið lengra en þetta í auglýsingunni frá Hælinu því okkur varð svo mikið um. Við erum svo vitlaust þenkjandi að við lásum þetta með hugafari hins breyska manns. Við erum ekki með neinar hækjur frá hælinu en við rákumst á dögunum á svipaða auglýsingu frá konu frá Akureyri og mun það mál vera í rannsókn og alls óvíst hver málalok verða. Og svo það sé á hreinu þá er hún Magga mín er sko engin hækja þó hún vinni þarna fyrir hádegi. Hún er mín stoð og stytta og ég skila henni ekki baráttulaust.

    Bændur athugið og það vel. Áburðurinn frá Kaupélagi Skagfirðnga er vaxtalaus. Við Rúnar erum nú bara eins og við erum og viljum meina að áburður eigi að skila sem mestri ávöxtun.

Lífið það er bras og brölt,
"bags" á vegi förnum.
Fimmgangur og fallegt tölt,
fer svo vel hjá börnum.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 41
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 67
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 64854
Samtals gestir: 11521
Tölur uppfærðar: 4.5.2024 06:58:54