Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

08.04.2009 14:59

Í peysufötum undir hrjúfu yfirborði

    Ég held að við íslendingar séum vorsins börn í hjartanu. Að minnsta kosti er ég það og ég byrja alltaf að hlakka til vorsins um leið og síðasta haustlaufið fellur til jarðar. Veturinn líður og veður misjöfn eins og gengur og einhvern veginn lætur maður það sig litlu skipta nema maður þurfi að ferðast milli landshluta eða veit af einhverjum nákomnum á ferðinni. Vetrasólstöðum fagnað þegar sólin fer að hækka á ný. Vorjafndægrum fagnað þegar dagur og nótt eru jafn löng. Maður finnur sér allt sem er í boði til að færa vorið nær í tíma.  Svo kemur vorið sem búið er að bíða svo lengi eftir. Þá koma fram á sviðið ýmis tilbrigði í veðrinu sem skella á sálartetrinu sem bæði gleðja og hryggja. Ef eitthvað hik kemur  á vorið fer maður að agnúast út í það og hefur uppi ýmis orð sem hæfa hverju sinni. Svona líður vorið; ekki svona með reglulegri stigvaxandi hitastigshækkun heldur í rikkjum og skrikkjum allt eftir því hvort hæð eða lægð er yfir hennar hátign Betu og Pusa í bretaveldi. En vorið kemur en maður er bara ekki alveg viss hvaða dag það byrjar og hvaða dag sumarið tekur við. Og svo er eitt sem ekki bregst en það er að maður gleymir alltaf Húnaflóaþokunni allan veturinn þangað til hún birtist allt í einu bara si svona.
    Í dag eru nákvæmlega liðin 3 ár síðan mitt litla hjarta fór á yfirsnúning. Samkvæmt áræðanlegum heimildum þá fór hjartslátturinn í 240 slög á mínútu og engin teikn um að hann færi að hægja á sér. Eðli málsins samkvæmt var ég tekinn úr umferð og fékk að kynnast áhrifum rafmagnsins til annara nota en ál- og ljós framleiðslu. Í stuttu máli fékk ég stuð og er það mesta stuð sem ég hef lent í á allri minni margslungnu ævi. Enn man ég höggið, skerandi ópið, og brunalyktina af sviðnuðum bringuhárum og fólkið sem var í kringum mig á þessu augnabliki. Líkast til hefur þetta stuð lífs míns verið stuð lífs míns því án þess væri ég ekki að velta vöngum yfir þessu. Þetta stuð hefur dugað í þrjú ár. Takk fyrir það.



    Þær eru oft sniðugar tilviljanirnar. Svona blasti minn ágæti vinur Jón Bjarnason þingmaður við mér þegar ég tók póstinn upp af flísalögðu forstofugólfinu, heima um daginn. "Kallin með hattinn borgar ekki skattinn því hann á ekki aur" datt mér í hug en varð svo eina auknabliksstund hugsað til alvörunnar því þessi kall ætlar ásamt félögum sínum að leggja á skatt komist hann til valda. Glöggir samfélagsrýnar sem þekkja pólitíska litrófið ofan í kjölinn segja að Jón Bjarnason sé sósíaldemókratískur framsóknar kommi en þetta sel ég ekki dýrara en ég keypti.
 
    Ekki gengur að vera bara með kosningamyndir af vinstri grænum, maður verður að gæta "hlutleysis" og læt því fylgja með eina mynd af þeim félögum Erlendi G. Eysteinssyni og Ófeigi Gestssyni syngja sjálfstæðismönnum baráttuanda í brjóst fyrir all nokkrum árum. Þessi söngur dugði vel í þrjá þingmenn.
    Einn ágætur félagi minn sagði á dögunum eftir að ég datt inn á félagslegu samskiptasíðuna Facebook. "Ég vissi það alltaf að þú værir í peysufötum undir þínu hrjúfa yfirborði." Af því tilfelli þá er tilvalið að birta hér mynd af minni ágætu vinkonu,  konu sem vinnur í sama húsi og ég, Helgu Jónínu Andrésdóttur.


    Myndin heitir "fjallkonan handtekin" og sýnir Helgu Jónínu í fylgd Kristjáns Þorbjörssonar og ? á góðum þjóðhátíðardegi sem haldinn var hátíðlegur í Fagrahvammi fyrir margt löngu.
Svo svona í blálokin áður en sá sem eflir með mér andann í ríkinu kemur með Gluggann er rétt að birta mynd af knattspyrnuliði Hvatar þegar það var að mestu skipað heimamönnum og gerði jafnframt  garðinn frægann. Ég læt ykkur eftir að koma með nöfn á þessa kappa.

Kristinn Guðmundsson í Staðarskála sendi upplýsingar um þessa mynd:    Þeir sem eru á myndinni eru í aftari röð frá vinstri: Garðar Jónsson þjálfari og leikmaður, Ásgeir Valgeirs, Hrafn Valgeirs, Stefán Logi Haraldsson, Kristinn Guðmundsson, Baldur Reynis, Guðmundur Sveinsson og Ásmundur Vilhelmsson. Neðri röð frá vinstri; Sigurður Davíðsson, Hörður Sigurðsson, Valgeir Baldursson, Hermann Arason,Haraldur Jónsson (frá Borgarnesi), Auðunn Sigurðsson og Hermann Baldursson. 
 
Þrútið er loft og þungur sjór þegar Rúnar kom inn með Gluggann í hægri hendi með þumalinn á páskatónleikunum og hina fingurna á frambjóðendum sjálfstæðisflokksins. http://www.huni.is/files/3/20090408103245475.pdf
    Í kjölfar Rúnars kom lífskúnstnerinn Jónas Skaftason  og hafði yfir gamla kviðlinga sem ekki verða hér færðir til bókar en Rúnari varð á orði:

Af gömlum bæði og góðum sið
við göngum oss til bóta.
Um Jónas síðan yrkjum við
eina vísu ljóta.
    
    Jónas varð eins og þrútið loftið sem fylgdi Rúnari inn úr dyrunum eftir að hafa hlýtt á þetta og fannst lítið fara fyrir lýðræðinu þegar við vorum ekki tilbúnir að birta gömul ljóð eftir Jónas.
    Páskatónleikar! Rúnar mun að eigin sögn leika andskotann í þessu verki og bíð ég spenntur eftir því að sjá hann veifa halanum og sletta úr klaufunum og setja hornin í menn.
    Domusgengið hefur bjargfasta trú á því að verðbólgan sé á niðurleið og úr fari að rætast í fasteignaviðskiptum. Það vonum við svo sannarlega svo Magnús geti farið að snúa sér að einhverju öðru en yrkja um konur á Blönduósi og Bessastöðum.
    Messur og tónleikar eru fyrirferðarmiklir í Glugga vikunnar enda eru að koma páskar .
    Rúnar á Skagaströnd yrkir um að bjartsýn hugsun eigi að losa um málbeinið á konum sýslunnar eftir tveggja vikna þagnarákall Magnúsar Ólafs til þeirra.
    "Hvað er þetta! Ætlar þú ekki á fundinn í kvöld" sagði Jónas Skafta við mig þegar hann sá Gluggann. "Það fær ekki nokkur skapaður hlutur hreyft mig frá skjánum í kvöld" sagði ég " því ég ætla að horfa á leik Liverpool og Tjélsí" Fundurinn sem Jónas átti við var fundur með sjálfstæðismönnum við opnun kosningaskrifstofu miðvikudaginn eftir viku. Ég benti honum á þetta. 
    Núna í þessum töluðu orðum kemur klósettepappírsalinn Vignir Björnsson frá Hvöt með blóm í fötu og hyggst hann selja þetta viðskiptavinum vínbúðarinnar sem og viðskiptavinum TM þessi gulu fötublóm. 
    Við ræddum lítillega um þær vörur sem Hvöt hefur til sölu og kom þar m.a. fram að klósettpappírinn væri misjafn að gæðum. Vignir sagði að hann hefði ekki getað hugsað sér að bregða gæðaminni pappaírnum að sínum úrgangs-enda og því varð Rúnari þetta að orði:

Vignir segir margt við mig
Sem ekki er illa meint
Með gömlum Gluggum getur sig
Gaurinn sjaldan skeint.

Það skal tekið fram að Hvöt hefur hætt sölu á klósettpappír sem Vignir getur ekki notað.
    
    Nú er komið að hinni angurværu og ljóðrænu úttekt á atburðum vikunnar. Með öðrum orðum smyrjum við sálarlími á hlutina svo þeir megi betur festast í sinni.

Um Jesú er ætlun að syngja
og eflaust gera menn meira.
Eggjum og öðru svo kyngja
og aðrir fara út að keyra.





Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 7
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 67
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 64820
Samtals gestir: 11513
Tölur uppfærðar: 4.5.2024 01:46:30