Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

13.05.2009 15:04

betri er beygluð baga en engin

    Frægð okkar Blönduósinga hefur aukist til mikilla muna. Við höfum eignast ráðherra sem fer fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum í landinu. Það eru ekki svo mörg ár síðan Jón Bjarnason þá þingmaður vinstri grænna flutti með dívaninn sinn inn í einu blokkina í bænum. Þá hafði nýverið verið farin kynnisferð um bæinn með eldri borgara á Hofsósi þar sem fram kom hjá leiðsögumanni að í blokkininni byggju aðeins farandverkamenn og aðrir þeir sem minna mættu sín í samfélaginu. Það kom svo á daginn að í blokkinni bjuggu m.a. þingmaður, læknir og tæknifræðingur og fleiri íbúar sem áttu vel til hnífs og skeiðar. Menn höfðu af þessu nokkuð gaman að Jón skyldi teljast til þeirra sem minna mega sín í samfélaginu . Vegur Jóns Bjarnasonar hefur vaxið til mikilla muna frá því hann bjó þeirra á meðal því nú eigum við með Jóni Bjarnasyni Ráðherrabústað á Skúlabrautinni. Nú er hann kominn í forystusveit lýðveldisins Íslands og í augsýn eru ærin verkefni. Vonandi hefur veran í blokkinni gefið honum þá innsýn í heim hins stritandi og skuldum setta íbúa í blokkinni Ísland að til farsældar leiði. Í það minnsta þá óska ég honum og samstarfsfólki hans í framvarðarsveitinni farsældar í störfum. Ég bið góðan Guð að færa honum vit og kjark til að takst á við hin gríðarlegu verkefni sem við blasa því tvö af fjöreggjum þjóðarinnar eru í hans höndum.


RÁÐHERRABÚSTAÐURINN Á BLÖNDUÓSI

    

    Það er svona frekar rólegt í Aðalgötunni þessa dagana fyrir utan grjótflutningana og æðibunuganginn í vindinum. Ég rétt sé nafna mínum bregða fyrir og Fúsa gamla hund hef ég ekki séð. Talandi um Fúsa á Aðalgötu 2 þá hefur engin hreyfing orðið á gömlu innréttingunum sem hvílt hafa við sauðausturgafl heimili hans undanfarin misseri. Meira að segja hinn magnaði vindur sem leikið hefur við hvurn sinn fingur síðustu daga lætur spýtnahauginn í friði.

    Skógarþrösturinn sem er eini gesturinn á hótelinu hefst við í öruggu skjóli á bak við gerfihnattardiskinn og lætur sér fátt um vindinn finnast. (þessi fullyrðing átti eftir að breytast)

    Það er annars alveg stórmerkilegt að svona lítil dýr eins og þrestir og kríur skuli ekki hreinlega fjúka á norðurpólinn í þessu mikla vindi. Horfa á þessar litlu og léttu verur lyfta sér upp í vindinn og fara allar sinna ferða nánast eins og ekkert sé er aðdáunarvert. 
    Þetta skrifaði ég fyrir hádegi en núna í hádeginu fauk hreiður þrastarhjónanna og er mikil sorg hjá mér og þröstunum. En ég veit hvernig þeir vinna sem hafa óbilandi trú á lífið og tilveruna. Þeir byrja upp á nýtt og og horfa ekki um öxl, beygðir en ekki brotnir.

    Ég samdi lítið lag í gær um sumarið, sólina og sporin sem maður á vonandi eftir að marka næstu misserin. Ég man hljómana vel, G, C, D í grunnin og svo minnir mig að að ég hafi eitthvað hrært inn í viðlagið D molli. Ég raulaði þetta í að minnsta kosti klukkutíma og taldi mig vera kominn með lagið á harða diskinn í höfði mínu. Svo fór ég að leita að litla upptökutækinu mínu til að festa laglínuna á traustari stað. Rann þá ekki upp fyrir mér að tækið var í bílnum hjá konunni og þau bæði víðs fjarri. Ef satt skal segja þá fauk svolítið í mig, rólyndismanninn yfir eigin glópsku að ég hreinlega steingleymdi laginu. Í gær varð til lag og í gær glataðist lag. Ég huggaði mig við það að fyrst ég myndi það ekki eftir klukkutíma þrotlausa æfingu þá væri það nú ekki merkilegt. Ég hugsaði mikið um þetta og taldi að það myndi nú rifjast upp meðan ég grillaði pylsurnar úti á palli meðan ég horfði á Evróvision. En andsk.. vindurinn blés svo á grillið að það ætlaði aldrei að hitna og það tók óratíma að grilla og missti ég af mörgum lögum í Evróvisjóninni fyrir bragðið. Vindurinn fauk svo í mig að það varð til þess að lagið góða hreinlega fauk endanlega sinn veg en engu að síður náði ég að sporðrenna síðustu pylsunni með Jóhönnu Guðrúnu fyrir augum og lagið hennar í eyrum og mér hurfu öll leiðindi. Í gær var dagur til að skapa og líka til að tapa. Ég áttaði mig á því fyrir rest að tapið var mér sjálfum að kenna og nú hef ég ákveðið að láta vindinn og geðvonskuna sem vind um eyru þjóta og reyna aftur.

Núna kemur örlítill skammtur af gamla tímanum


Þarna má þekkja m.a. barnabarn Jóns Ísbergs, Dódó, Bobby, Hjalta ofl. undir stjórn Jóhanns Gunnars Halldórssonar heitins.



Björgvin kennari með reyklausa bekkinn sinn. Þarna m.a sjá Þórdísi, Gutta og marga fleiri


Í þessum skrifuðum orðum fýkur Rúnar inn úr dyrunum á Aðalgötu 8 með næfurþunnan Glugga í hönd. Hnúar hans eru hvítir af átökum við að halda Glugganum svo hann fjúki ekki út í veður og vind.

    Það gladdi okkur Rúnar heilmikið að sjá að það er auglýst eftir fólki til starfa. Það vantar starfsmann í Íslandspóst, Hafíssetrið og Húnavallaskóla. En það greinilegt að Hjalti meindýraeyðir les ekki pistlana okkar því hann er enn á því að allir vilji eiga flugulaust sumar. Við minnum enn og aftur á flugurnar og blómin og ekki má gleyma blessaðri Maríuerlunni sem þykja flugur hreinasta lostæti.

    Við Rúnar héldum í fyrstu að vísa vikunnar væri eftir Stebba Ólafs og að stafavíxl hafi verið við höfundarskráningu. Það stendur G.V. en við héldum að það ætti að vera VG sem að sjálfsögðu stendur fyrir vinstri græna. Og það sem fékk okkur Rúnar til að halda þetta voru lokaorðin í vísunni en þar segir "blessuð Ísafoldin" en eins og flestir vita heitir eiginkona, Stebba Erla Ísafold. Eftir að hafa rökstutt þetta svona vel eru við nokkuð vissir um að Stefán VG hafi ort vísuna.

    Eins og alltaf þá þarf að koma hlutunum í ljóðrænt velsæmishorf og það hefur oftar en ekki reynst okkur Rúnari erfitt en við gefumst aldrei upp og segjum eins og einhver sagði  "Betri er beygluð baga en engin"

Af gömlum bæði og góðum sið
gerum flest til bóta.
Veðurgnýinn látum við
sem vind um eyru þjóta.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 26
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 78
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 68601
Samtals gestir: 12456
Tölur uppfærðar: 17.5.2024 04:07:05