Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

20.05.2009 15:47

Af dúmmkrafti og hugarfari

    Dúmmkraftur er merkilegt fyrirbrigði. Þetta er svona tæki sem gerir nánast hverjum sem er mögulegt að hefja á loft hlut sem er margfallt þyngri en hann sjálfur, t.d. bíl. Sumir kjósa að nota orðið tjakkur yfir sama hlut en það skiftir ekki máli í þessu samhengi. Jákvætt hugarfar er einnig merkilegur eiginleiki. Hann gerir manni kleyft að hefja á loft nánast hvað sem er og komast hvert sem er. 
    Þekkt er sagan um manninn sem sem varð fyrir því óláni að það sprakk hjólbarði á bifreið hans skammt frá sveitabæ nokkrum. Svo illa vildi til að dúmmkrafturinn hafði gleymst heima svo hin óheppni bílstjóri hugsaði með sjálfum sér. "Ég fer bara og fæ lánaðan dúmmkraftin hjá bóndanum á bænum" og lagði af stað til bæjar. Þegar okkar maður var um það bil hálfnaður hugsaði hann með sér. "Það skyldi þó aldrei fara svo að bóndinn lánaði mér ekki dúmmkraftinn þegar ég kem? Jú, auðvitað hlýtur hann að gera það" og heldur áfram leið sinni. Þegar hann á 500 metra ófarna til bæjarins skýtur niður í huga hans óþægilegri hugsun. "Það er nú bara ekkert víst að bóndinn vilji lána mér dúmmkraftinn þeir eru víst svo andskoti nánasarlegir þessir bændur. En ég trúi samt ekki öðru en hann láni mér nú dúmmkraftinn þrátt fyrir allt; annað getur bara ekki verið" og hélt áfram síðasta spölinn. Þegar hann stendur loks á hlaðinu á bænum, taka á móti honum heimilishundurinn og nokkur forvitin börn. Ökumaðurinn spyr börnin um bóndann á bænum og innan stundar stendur gæfulegur bóndi frammi fyrir hinum ólánsama bílstjóra. Á þessari stundu var hann orðinn svo sannfærður um að bóndinn myndi ekki lána honum dúmmkraftinn að hann sagði um leið og þeir hittust á hlaðinu. "Þú getur átt þinn andskotans dúmmkraft sjáfur" og strunsaði til baka sömu leið og hann kom. Já! dúmmkraftur og hugarfar eru merkileg fyrirbrigði.

    "Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg" spurði Jónas Hallgrímsson í ljóðinu Ísland á sínum tíma. Ég hygg að flestir myndu svara þessari spurningu neitandi í dag. Um ástæðuna þarf ekki að fjölyrða og margir eru þeir sem dæma og draga ályktanir um ástæður og eru skoðanir skiptar. Þegar fram líða stundir og við horfum á hlutina úr fjarlægð er ég ekki frá því að önnur mynd muni blasa við. Mér datt þetta í hug þegar ég las fréttina á mbl.is í gær um það hve gott gæti verið að ganga afturábak, fjarlægjast hlutinn án þess að missa af honum sjónir. "Hugsunin verður skýrari ef gengið er aftur á bak. Þetta er niðurstaða rannsóknar hollenskra vísindamanna. 
    "Þurfi maður að takast á við alvarlegt eða erfitt verkefni getur það skerpt heilastarfsemina að ganga aftur á bak," segir vísindamaðurinn Severine Koch í bandaríska ritinu Psychological Science." Svo mörg voru þau orð.

    Það er eins og heimurinn hafi ekkert að gera þegar maður sér Erlend Magnússon í heimspekilegri ró fyrir utan heimili sitt á Brislóðinni. En fyrir þá sem ekki þekkja til á er Brimslóðin fyrir neðan Aðalgötuna og hefur að geyma húsin við hafið.


    Í gær rakst ég á þennan ágæta mann og heimurinn beið á meðan við spjölluðum saman. Hann var búinn að taka tvö hross í fóstur fyrir Helga nokkurn Jónsson sem sumir kalla Helga Ho Ho og tengist líklega eitthvað hestamennsku hans. Þetta voru brúnblesóttur, glaseygður hestur og líkast til rauð meri. "Helgi lánaði mér hrossin til að halda niðri grasinu og svo þegar hrossaskíturinn þornar þá myl ég úr honum" sagði Erlendur áður en ég náði að spyrja hann nákvæmlega að því sem hann svaraði. " Helgi ætlar taka hrossin í dag og lána mér þau aftur seinna í sumar" bætti hann við. Allt í einu fór heimurinn í gang að ný. Farsíminn hringdi og allt í einu var ég farinn að tala við mann í Reykjavík. Ég labbaði aftur á bak suður Brimslóðina og tók síðan stefnuna á Aðalgötu 8 með nefið á undan.

    Ja hérna hér, kemur nú ekki hann Rúnar með nýjasta Gluggann. Skyldi hann vera þykkur eða rýr þ.e.a. s. Glugginn. Veðrið var gott og allt lék í lyndi þegar hann kom.

    Þegar við vorum að setja okkur í stellingar þá birtist í dyrunum Björn bóndi á Kurfi. Hann var í sjöunda himni, því hann var nýkominn heim úr velheppnaðri bændaferð. Við spurðum hann náttúrulega í framhaldi af þessu hvort einhverjir heimamenn hefðu verið með honum í för og svarið var stutt og laggott. "Nei".

    Legsnyrtirinn okkar ástsæli Hávarður Sigurjóns kemur með þarfar ábendingar til þeirra sem annast minnigamörk í kirkjugarðinum.

    Jónas Travel Group rær á dáðadjúp í vísu vikunnar sem að þessu sinni er eftir Rúnar á Skagaströnd.

    Annars er mikið um að vera í Glugganum og þar af leiðandi í héraðinu þó Glugginn sé ekki sé þykkur. Hér gildir sem fyrr og annarsstaðar að ekki fara alltaf sam magn og gæði.

    Og síðast en ekki síst þá eru kartöflugarðarnir tilbúnir og við Rúnar hvetjum alla sem útsæði valda að koma með stunguskóflurnar sínar í Selvíkina og gera garðinn frægan og uppskera eins og þeir sá.

    Það verður spennandi að sjá garðálfana hennar Hrafnhildar í blómabúðinni. Skyldu þeir líkjast álfinum út úr hól henni Jóhönnu forsætis.

    Því verður ekki logið að hér hefur verið þvílík ös og örtröð að annað eins hefur ekki sést í langan tíma. Hér hafa komið landsþekktir hagyrðingar sem nákvæmlega ekkert gagn var af og má þar nefna Gísla á Mosfelli og Sigurjón frá Fossum en við Rúnar börðum þetta saman í lokin næstum þrotnir kröftum.

Margt er það sem miður fer
því mikið er að gera.
Andlaus er nú andans her
og ónýt skáldapera.

Ps

Engar gamlar myndir í dag vegna anna.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 50
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 78
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 68625
Samtals gestir: 12464
Tölur uppfærðar: 17.5.2024 06:03:21