Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

27.05.2009 14:36

Fjörulallar og þyngdarlögmálið

    Eitt af því sem mér er sagt endrum og eins er það að ég sé ekki gallalaus. Það eru ekki margir sem segja þetta við mig augliti til auglitis. Það eru helst mínir nánustu sem láta svona orð sér um munn fara og það sem bjargar því að það fjúki ekki í mig er að ég er geðgóður og umburðalyndur maður.

    Eitt er nokkuð oft sagt en það er að ég sé nokkuð þver og eigi erfitt með að taka sönsum, þó svo, takið eftir, að annara mati, vaði ég villu og svíma. Ef satt skal segja þá lít ég á þennan eiginleika sem kost því þó svo manni verði einhvern tíma á að hafa ekki algjörlega rétt fyrir sér er mikilvægt að hafa skoðun, trú á henni og fylgja henni eftir, því hvað er ein vitlaus ákvörðun innan um margar góðar. Það eru allt of margir sem snúast í marga hringi og vita ekkert hvert eigi að stefna og horfa með vonaraugum til nýjustu skoðanakannanna í von um lausn.

    Ég lenti í kröppum dansi í umræðunni um mitt eigið ágæti eigi alls fyrir löngu. Það er þannig að ég álpaðist fyrir einhverja tilviljun inn á samskiptasíðuna Facebook og þar kynnist maður ýmsu fólki. Til dæmis hafa nokkur gömul skólasystin úr Laugarnesskóla grafið mig upp nú eða ég þau, allt eftir því hvort var á undan.

    Málið var það að ég varpaði einhverju fram svona í hálfkæringi og sköpuðust um það líflegar umræður. Kemur þá ekki allt í einu gömul (jafngömul mér) skólasystir inn í umræðuna og rifjar upp sögu þar sem ég í barnaskóla gerði heiðarlega tilraun til að afneita þyngdarlaögmálinu. Sagði hún að ég hefði gengið svo langt að leggja til vaskafat og fyllt það vatni og sagt svo fólki bara að bíða því þegar jörðin færi að hallast þá myndi vatnið að sjálfsögðu renna úr vaskafatinu. Eins og ykkur má kunnugt vera þá fór vatnið ekki úr vaskafatinu og það þurfti þó nokkuð til hjá okkar ástsæla kennara Jóni Frey Þórarinssyni að sannfæra lítin dreng af Laugarnesveginum um að við myndum haldast kyrr á jörðinni þrátt fyrir töluverðan snúning. Ég er ennþá svolítið efins um þetta lögmál þ.e.a.s. þyngdaraflið því margir fara út af sporinu endum og eins og líka er það að sumir fara á svo mikið flug að erfitt getur verið að hemja þá á jörðinni. Mér kemur stundum í hug limmra eftir Hermann heitinn Jóhannesson þar sem hann fjallaði um þingmenn og þyngdarlögmálið:

Að hreykja sér hátt, það er siður
sem hér má sjá oft, því er miður.
Það er glæsilegt oft
er menn gnæfa við loft,
en það er verst ef þeir ná ekki niður.

    Þrátt fyrir þessa niðurstöðu í málinu þá sýndi ég þarna staðfestu og var tilbúinn að leggja ýmislegt í sölurnar fyrir málstaðinn. Eða eins og einhver ágætur maður sagði "yfir litlu varstu trúr yfir mikið skal ég setja þig" Einhverjir eru sjálfsagt tilbúnir að ræða um hversu mikið ég var settur yfir en nóg um það.

Má þó til með að segja eina litla sögu frá þeim tíma þegar ég var yfir byggingarnefndina settur. Þetta var á þeim tíma þegar verið var að byggja hreinsistöð fyrir fráveituna. Hreinsistöðin stóð við götu sem hét ekki neitt og því var erfitt að samþykkja byggingu við götu sem ekki var til svo ég lagði til að götuslóðinn sem hreinstöðin stendur við yrði kallaður Fjörulallastígur og það bókað þannig og sú bókun fór fyrir bæjarstjórn og brjóstið á henni líka. Okkur í bygginganefnd fannst nafnið hreint út sagt kjörið, eftir að ég var búinn að segja henni frá fjörulöllum og hegðun þeirra við sauðfé á fengitíma (sjá þjóðsögur Jóns Árnasonar) . Fólk sem labbaði Fjörullallastíg gæti lesið um förulalla og fengi um leið skemmtilega ónotalegan skrímslahroll í sálina og kroppinn. Í stuttu máli þá er enginn Fjörulallastígur til á Blönduósi en ég hef heyrt að þeir á Bíldudal ætli að hefja fjörulalla til vegs og virðingar ásamt fleiri þekktum skrímslum úr þjóðarsögunni. Þannig er þetta nú bara.

Á æskuárunum mínum var í mér þó nokkur kraftur,
því allt sem fór upp, ég taldi að kæmi ekki niður aftur.
En á þessum síðustu og verstu dögum er allt önnur öldin.
Einnota, margsaga fræðingar hafa hér handsamað völdin
og höndla með krafta sem aðeins þolast á kvöldin.

Ég hugsa oft um það ef væri í mér ennþá æskunnar kraftur,
að einhenda draslinu öllu upp í loft svo kæmi það ekki aftur.
Þá væri á þessum síðustu og bestu dögum, allt önnur öldin.
Afburða stjórnsýsla, ástúð og kærleikur væru við völdin,
aldnir, ungir og allt þar á milli, áhyggjulaus færu kát út á kvöldin.

Núna ein gömul og góð frá 1985


    Einar Ingvi Þorláksson, Hannes Guðlaugsson, Jón Espolín Kristjánsson, Halldór Rúnar Vilbergsson, Svavar Jónsson og Þórir Jóhannsson

    Kemur nú ekki blessaður drengurinn hann Rúnar inn úr hálfkýjuðum hversdeginum með tíðindi vikunnar þrykkt í meðalþykkan Gluggann. http://www.huni.is/files/3/20090526191957114.pdf

    Það er allt að gerast! Heimilisiðnaðarsafnið, Hafíssetrið með ísbirnuna frá Hrauni hefja sumarstarfsemina núna um helgina. Við Rúnar auglýsum enn og aftur eftir brú á ós Blöndu til að tengja saman söfnin og höfðum til heitisins á sýningunni á Heimilisiðnaðarsafninu "Hring eftir hring".

    Við Rúnar setjum stórt spurningamerki við vísu vikunnar. Ekki fyrir bragfræði, heldur innihaldið. Svo er það góður siður að setja stafina sína undir yrkingar hverju nafni sem þær nefnast. Nafnið Hlustandi finnst okkur ekki vera rétt undirskrift heldur væri Gapandi gúli meira við hæfi

    Ægir frá Móbergi? spurði ég Rúnar og rak upp stór augu! Er hann ekki frá Stekkjardal spurði ég áfram? Las áfram og í ákafanum missti ég af orðinu stóðhestur og undraðist það að Ægir yrðir hafður í hólfi í Stóradal sem er nú næsti bær við Stekkjardal og tekinn af honum tollur. Þetta er oft hættan þegar sögur fara af stað að þær geta byggst upp af því að maður gleymdi einu orði en oftar er það nú vegna þess að bætt er inn orði sem aldrei var.

    Við Rúnar erum kátir því opna á aftur kaffihúsið Við árbakkann á föstudaginn og tilboð verður á öli fram til kl 23. Tveir fyrir einn þannig við Rúnar getum mætt og verður það öðrum okkar að kostnaðarlausu. Alltaf að græða.

    Við Rúnar höfum nú alltaf haft það fyrir sið að setja ekki nein horn í þá sem minna mega sín í samfélaginu en við vitum að heimilismenn á sambýlinu hefðu ekki orðað auglýsinguna frá Félagsþjónustunni með eftirfarandi hætti: "Starfið felur í sér að aðstoða fólk með fötlun við athafnir daglegs lífs". Þeir hefðu einfaldlega sagt: Starfið felur í sér að aðstoða fatlað fólk við dagleg störf". Þannig er nú það.

    Og svona að lokum þá skiljum við ekkert í Hjalta meindýraeyði í Huldugilinu á Akureyri. Við höfum viku eftir viku fært rök fyrir því að það eru ekki allir sem vilja fluglaust sumar. Hjalti minn! Mundu eftir blómunum, maríuerlunum, silungunum og öllum þeim sem gagn hafa og gaman af þessum vængjuðu skordýrum.

    Þá er bara amenið á eftir efninu eftir:

Eyðing á flugum, þýðir að þær munu deyja
Þessi pistill er búinn, ekkert meira að segja
Rúnar svo fer
Sit einn eftir hér
Svona er stríðið sem við þurfum að heigja.  

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 50
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 78
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 68625
Samtals gestir: 12464
Tölur uppfærðar: 17.5.2024 06:03:21