Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

03.06.2009 14:55

Meira vítamín í Kobba og Addý komin á flot


   
     Sumarið er komið í gamla bæinn og þar með Aðalgötuna. Ívar Snorri er búinn að koma Addý sinni á flot og fékk Sibba á Skagaströnd til liðs við sig. Hafíssetrið var opnað í í gær og er Hraunsbirna komin á safn við hæfi. Þá er sérstök ánægja að segja frá því að hótelið er komið á fullt undir styrkri stjórn Bryndísar Sig. Þar fer kona sem er beinablíð og sko alls engin bjáa. Það er smá tilbreyting í því að sjá fólk frá fjarlægum löndum rölta um Aðalgötuna í bland við Stefán og Nonna hund.
     Þó svo lífið komist á annað og skemmtilegra plan hér við Aðalgötuna þá vegnar ekki vel hjá hótel þrastarhjónum. Fyrst fauk hreiðrið þeirra sem þau höfðu gert undir gervihnattardisknum og síðan hreiðrið sem þau voru búinn að gera í þakrennu á vesturhlið hótelsins. Það er eins og hótelið hafi skipt um hlutverk. Það er hætt að vera fuglabjarg en hefur breyst í skjól fyrir ferðalanga.
     Mannshöndin er merkilegt fyrirbrigði. Stundum iðar hún af lífi, skapar og fegrar. Svo getur hún tekið upp á því að gera ekki neitt þótt verkefnin hreinlega æpi eftir kröftum hennar. Þetta geta menn séð við austurenda Aðalgötunnar. Seint í vetur og fram á vor fóru skapandi mannshendur um Aðalgötu 2. En núna þegar sumar gengur í garð er þessi sami endi götunnar farinn að líkjast okkar ástkæra Draugagili. Spýtnabrak og bílhræ eru farin að byrgja mönnum sýn út yfir Blöndu. Þó svo ég sé pínu pirraður yfir þessu þá veit ég að nafni minn Jón Sigurðsson hundur setur þetta ekkert fyrir sig því ég veit að hann fúlsar ekki við því að míga utan í þetta allt saman á ferð sinni um Aðalgötuna.
 
    Ég sagði fyrir skömmu frá fyrirbrigði sem ég kallaði dúmmkraft og er á góðri íslensku, tjakkur. Ein ágæt kona sem reyndar býr á Brekkunni og þekkir vel til tjakka, snittvéla og rörtanga benti mér á að "dúmmkraftur" væri bara tóm vitleysa í mér. "Það er orðið dúnkraftur sem þú áttir að nota í skrifum þínum" sagði hún. "En, Oddný! Á sænsku og dönsku er talað um dumkraft" sagði ég mér til varnar og vildi ekki gefa mig í fyrstu tilraun. "Þetta fyrirbrigði heitir nú samt dúnkraftur" sagði konan á Brekkunni  með enn meir þunga og bað mig vel að lifa. Ég get svo svarið það að ég "gúgglaði" orðið dúmmkraftur áður en ég skrifaði umrædda grein og niðurstaða leitar var sú að ekkert orð fannst. Ég "gúgglaði" orðið dúnkraftur þegar konan á Brekkunni var farin og mér til, æ þið vitið, ekki beint vonbrigða, en stoltið svolítið sært kom í ljós að konan á Brekkunni hafði rétt fyrir sér. En ég fer ekki ofan af því að dúmmkraftur er miklu kröftugra og trúverðugra orð yfir þetta öfluga verkfæri sem í daglegu tali er nefnt tjakkur.

     Við skulum núna hverfa aftur um 20, 30 ár og skoða svona eins og tvær myndir frá þessum góðu gömlu dögum þegar allt var svo miklu einfaldara í sniðum.
Fyrst er hér mynd af tveimur heiðursmönnum í ferð skógræktarfólks um A-Hún fyrir nokkrum árum í tengslum við skógræktarþing.

Þetta eru að sjálfsögðu Árni Sigurðsson fyrrv. sóknarprestur og Sveinbjörn Beinteinsson Allsherjargoði


Mátti til með að koma hér með eina mynd af hinum landsþekkta Birni Pálssyni fyrrv alþingismanni frá Ytri -Löngumýri. Björn var með skemmtilegri mönnum á þingi a.m.k. sagði hann það sjálfur

     Núna í þessum töluðu orðum skoppar Rúnar inn úr sumarblíðunni með sjö dægra tíðindin falin í Glugganum. "Ég kem ekki næsta miðvikudag því nú ætla ég í frí" riður Rúnar út úr sér án þess að anda. "Hvað er þetta! Þú getur nú skrölt yfir til mín með svona eins og einn Glugga og við rýnt í hann" segi ég svona með smá trega í röddinni. "Ég kem nú ekki bara frá Finnlandi til þess eins að bulla með þér" svaraði Rúnar um hæl. "Alveg rétt" segi ég og rifjast allt í einu upp fyrir mér að þeir karlakórsmenn í Bólstaðarhlíðarhrepp hinum forna ætla að fara og syngja fyrir finna í næstu viku.
 http://www.huni.is/files/3/20090604094058870.pdf

     Margra grasa kennir í Glugga vikunnar. Sjómannadagur, sumargaman hjá börnunum. Skagfirskar konur ætla að syngja og framhaldsskólarnir berjast um blessuð börnin sem nú eru nýútskrifuð úr 10. bekk.

     Anna Árna er komin í bjórinn í vísu vikunnar og telur að hann kunni að bæta hag bænda. Í því sambandi bendir hún á það að nautin á Hundastapa eru hífuð dag og nótt. Eitthvað rámar okkur Rúnar í það að rannsóknir í Skotlandi hafi leitt það í ljós að  hífðaður karlpeningur sé ekki til neinna afreka en einhversstaðar höfum við heyrt það að hóflega drukkin kona gleðji mannsins hjarta. Þetta seljum við ekki dýrara en við keyptum.

     Elli kom meðan við vorum að sjóða þetta saman (þið vitið Kobbi og Elli). Ég sagði si svona. "Var þetta ekki ábyggilega Elli? "Jú" svaraði Rúnar að bragði og bætti við" Ef þetta hefði verið Kobbi þá hefði verið meiri fyrirferð á honum. Ég held að það sé meira vítamín í honum." Þá vitið þið það, Rúnar veit hvað hann syngur.  Ef þið hittið tvíburabræðurna Kobba og Ella og vitið ekki hvor er hvað þá er meira vítamín í Kobba.

     Við Rúnar ákváðum að enda þennan pistil í dag á sérstæðu limruformi sem við erum ekki vissir að sé til. Sé svo ekki þá höfum við fundið það upp. Rétt er að koma með smá ljóðaskýringar fyrir þá sem ekki þekkja til þeirra persóna sem að getið er í "extra large" limrunni og kemur hún á eftir

Konan hans Hauks heitir Tobba.
Hunda má finna hjá Robba.
Því er ekki að leyna
að vítamín greina
í sundur þá sveina,
tvíburabræður þá Ella og Kobba

   Haukur þessi er hitaveitustjóri RARIK og kona hans heitir Þorbjörg er kölluð Tobba. Róbert Daníel Jónsson er hundamaður og vinnur í íþróttahúsinu. Þetta ágæta fólk hefur ekkert annað til saka unnið en ríma á móti Kobba.  Kobbi og Elli eru áður kynntir til sögu.


Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 26
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 78
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 68601
Samtals gestir: 12456
Tölur uppfærðar: 17.5.2024 04:07:05