Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

08.07.2009 11:16

Af kjóum, kríum og hlaupara

    Fyrir utan gluggann minn hafa undanfarna daga sveimað ungmenni með ýmis verkfæri til að vinna á fíflum og öðru illgresi. Það er gaman að fylgjast með þessu unga fólki. Það hangir ekki fram á hrífusköftin eða hangir í gemsunum. Þetta unga fólk sinnir sínu hlutverki af kostgæfni og alúð. Þegar ég horfi á þetta fallega dugmikla fólk sem á að erfa landið þá fer um mig ónota hrollur því, ...... já því þau þurfa ef allt fer á versta veg að borga skuldir örfárra óreiðumanna. Mikið déskoti er erfitt að tæma hugann af þessu leiðinda máli sem hangir yfir þjóðininni. Þetta er mara sem svo auðveldlega verður ekki flúinn en ég hef lofað mér því að flækja ekki þessum andskota mikið inn á mína síðu. Það eru nógu margir sem skrifa út og suður um þetta allt saman og enn fleiri sem tala í sömu áttir.

    Aftur að krökkunum og afrekum þeirra. Þau eru búinn að slá Sýslumannsbrekkuna, gömlu kirkjulóðina og fíflabeðið fyrir utan hjá Siggu Gríms. Þau eru búin að uppræta alla spillingu sem er að finna milli kantasteina og gangstéttar í gamla bænum. Geri aðrir betur.

    Það eru litlar fréttir af skúramálum og svo er eins og ég sjá minna og minna af nafna mínum Jón Sigurðssyni hundi. Ekki veit ég hvað veldur en það gæti verið að hann sé orðin prúðari í allri framkomu eftir að hann hitti forkunarfagra og velættaða hefðartík fyrir utan hótelið um helgina.



    Baráttan fyrir tilverunni er óvægin úti í hinni óspilltu náttúru þar sem lög og reglur samfélagsins hafa engin áhrif. Kjóinn hagar sér eins og versti útrásarvíkingur. Hann stelur síli af kríunni sem hefur haft fyrir að veiða það til þess að bera það í svanga unga sem heima bíða í hreiðri.. Í fyrstu lítur þetta út fyrir að þarna sé rænt frá hinum vinnandi stéttum, því getur kjóinn ekki bara veitt sjálfur alveg eins og krían? En munurinn á kjóanum og útrásarvíkingnum er sá að kjóinn kemur hreint fram og liggur fyrir hvað hann ætlar að gera. Afleiðingarnar koma strax fram en ekki löngu seinna og með ófyrirsjánlegum afleiðingum. Á meðan ein kría er rænd þá eru margar aðrar að veiðum með ágætum árangri. Svo er ekki hægt að segja að kjóinn hafi ekkert fyrir hlutunum því flughæfni hans og kríunnar er með hreinum ólíkindum. Þetta heitir sérhæfing en ekki er því að neita að manni finnst samt hegðun kjóans svolítið fantaleg og ósanngjörn en svona er lífið í hinni frjálsu náttúru.

    Ég hitti rétt áðan einn gamlan skólabróðir frá Hvanneyri en hann er á hlaupum frá Reykjavík til Akureyrar. Tilgangurinn með hlaupinu er að styðja við bakið á Grensásdeildinni sem og að minnast Jóns H Sigurðssonar frá Úthlíð. Það var gaman að hitta Gulla og tjáði hann mér að hann hefði meðal annars rekist á Steina á Reykjum í Hrútafirði og sagði Gulli að Steini hefði verið kátur.


Gulli djéskoti flottur fyrir utan kirkjuna á Blönduósi. Það er hvergi fitututlu á honum að finna enda hleypur hann og hleypur. Það hefur eitthvað hlaupið í hann.

    Hvernig væri að skella í eina vísu þó ekki væri nema til að gera eitthvað sem fær mann til að gleyma hversdags dægurþrasi.

Sólin skín á lofti hátt
syngja fuglar títt og dátt.
virðum bæði stórt sem smátt
í sálarkytru verður kátt.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 104
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 79
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 64018
Samtals gestir: 11366
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 15:53:29