Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

02.09.2009 17:49

Sjálfbær miðvikudagur

    Þriðjudagurinn líður samkvæmt venju og miðvikudagur tekur við. Svona hefur þetta gengið ansi lengi án þess að maður sé sérstaklega að velta því fyrir sér. Þegar ég rölti heim eftir vinnu á þriðjudögum svona um 1.700 metra velti ég ýmsu fyrir mér. Reyndar geri ég það aðra dag líka og safna í sarpinn en enginn getur neitað þeirri staðreynd að dagarnir líða hver á fætur öðrum og í réttri röð. Fyrst hugsa ég si svona; vinnudagur að baki og leiðin liggur heim. En það er svo margt sem verður á vegi manns þessa 1.700 metra þannig að lífið getur tekið breytingum fyrirvaralaust.

    Það fyrsta sem kemur upp í hugann er þegar maður heyrir dyrnar á Aðalgötu 8 skellast á eftir sér er, "nú er ég frjáls". Samt rennir maður huganum yfir daginn og spyr sig í laumi: Hvað hef ég eigilega gert eða ekki gert? Stundum verður fátt um svör og maður yptir bara öxlum en suma daga er maður bara svo déskoti ánægður með sig að maður gengur heim í einum sæluhrolli og tekur ekki eftir einu né neinu nema sjálfum sér. 
    
    Dagurinn í gær líkt og hinir dagarnir var merkilegir. Í gær rakst ég á hinn 24 ára Fúsa hund
á röltinu um gamla bæinn

   
með reynslusvipinn, svipinn sem fær mann til að hugsa um þjáningar heimsins. Því næst sá ég á sandeyrinni í Blöndu nokkrar gæsir æfa flugtökin og tveir dílaskarfar þurkuðu vængi sína í félagi við þær.  
    
    Gústi P er farinn til Akureyrar, Jónas Skafta til Reykjavíkur, skúrlaus og Erlendur Magg sker hvönn á Blöndubökkum. Gústi P sem er afar merkilegur bátur fór sömu leið og Húni II, eins og áður sagði til Akureyrar. Sibbi á Skagaströnd hýfði Gústa svo lúin bifreið frá Akureyri með tengivagn gæti flutt Gústa á áfangastað sem tókt samkvæmt áræðanlegum heimildum þ.e. Ívari Snorra.
 


    Fúsi hundur og Nonni hundur una hag sínum vel á Aðalgötunni og  míga reglubundið nokkurn veginn ætíð á sömu staðina, hvor yfir annars bunu.

    En skyndilega eins og hendi væri veifað birtist í gær heill her af kvikmyndatökufólki fyrir utan gluggann minn.



Þetta er svolítil árás inn í hversdaginn en kemur ekki á á óvart fyrir "stríðsfréttaritara" á Vesturbakkanum. Ég spurði í sakleysi mínu "hver eruð þið" "Við erum Pegasus að taka upp Rokland" "Hvað er þetta Pegasus" spurði ég og dæmdi mig á augbragði úr leik í hinu menningarlega upplýsta samfélagi. 
    
    "Sjálfbær ræktun á kannabis sem fólk er orðið vant en finnst samt óþægilegt að sé í nágrenninu" sagði okkar ágæti lögregluforingi Kristján Þorbjörnsson í fréttunum í gær. Það er mikið talað um sjálfbærni á öllum sviðum og heldur talið af hinu góða en í þessu tilfelli er sjálfbærnin illa séð og þá sérstaklega af lagabókstöfum landsins  og því voru fengnir til þess bærir menn til að uppræta þessa sjálbæru ræktun.

    Nú stormar Rúnar inn með Gluggann í höndunum en sleppur við að leggja bílnum aðeins lengra frá aðaldyrum vegna bifreiðar sem var gersamlega sprunginn vinstra meginn þ.e.a.s á á báðum og dvaldi við aðaldyr Aðalgötu 8 fram að háhegi. http://www.huni.is/files/3/20090901221953687.pdf

    Það sem fyrst vekur athygli er að það er enginn vísa vikunnar. Hvað er eiginlega að húnvetningum? Það hafa sko verið mörg yrkisefnin  sl. 7 daga svo ekki getur það verið afsökun. Það kemur örlítill tómleiki í sál okkar Rúnars. Það getur ekki verið að það sé búið að ræna okkur andanum þó svo gengið hafi verið á ýmsa höfuðstóla.

    En Glugginn ber líka með sé birtu og gleði því nú fer að færast fjör í leikinn hjá eldri borgurum því félagsstarfið fer að bresta á. Sextíu ára og eldri hafa að þessu starfi aðgengi. Sextíu ára hugsa ég með mér því Rúnar þarf þess ekki því hann er orðinn sextugur. Sextíu ára, það er nefnilega það.

    Við höldum að engu sé logið að það sé nýbreytni hjá þeim í Svínavatnshreppi hinum forna að halda réttardansleik í Dalsmynni að kveldi réttardags í Auðkúlurétt. Ef svo er ekki eru örugglega einhverjir til að reka þetta ofan í okkur.

    Nú og svo má ekki gleyma aðalfundi kirkjugarðs Blönduóss sem verður haldinn eftir tæpa viku. Við Rúnar létum hugann reika en bara örskotsstund og það sem út úr því kom var dagskrá aðalfundar: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Hávarður Sigurjónsson legsnyrtir greinir frá legnámi hvít-rússa í kirkjugarðinum fyrr í sumar. Ekki orð um þetta meir enda óvarlegt að hafa svona mál í flymtingum.

    Þá er bara eftir að leggja loka hönd á skrifin og þefa uppi hið ómótstæðilega ljóðræna samhengi hlutanna. Við vitum að Nonni hundur og Fúsi er glúrnir að þefa hlutina uppi en nú reynir á okkur:

Við lúkur höfum í hárinu á föntum
sem hald' uppi sjálfbærri ræktun á plöntum.
Við líðum það ekki
að lögguna blekki,
lúðar með gras í nösum og tröntum.


Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 92
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 75
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 64980
Samtals gestir: 11584
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 23:16:41