Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

16.09.2009 18:02

Samhengi hlutanna

    "Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt" segir í Einræðum Starkaðar eftir Einar Benediktsson. En er það svo? Ég hitti á dögunum eina fróma frú sem hafði orðið fyrir því að til hennar var  brosað svona til þess að gera að tilefnislausu . Samkvæmt öllu þá hefði þetta bros átt að breyta öllu í dagsljós fyrir frúnna en svo varð ekki. Sá sem til frúarinnar brosti var karlmaður á óræðum aldri. grásprengdur og ekki ómyndarlegur. Þetta bros varð til þess að hin sómakæra frú fór að hugsa með sér: "Á ég að þekkja þennan mann?, hvar hef ég séð hann áður?" Allskonar svona hugsanir fóru að hrúgast upp í höfði blessaðarar konunnar og tóku að trufla hana. Sem sagt þetta eina bros minnkaði annars mjög gott birtustig konunnar og var hún að hugsa um þetta í nokkra daga. Þegar hún svo var búin að gleyma þessu og ná upp fyrra birtustigi í sálinni varð þessi ágæti maður aftur á vegi hennar og tók upp á því að brosa til hennar svona eins og áður segir, að tilefnislitlu. Mín ágæta vinkona sem varð fyrir brosinu er kona á miðjum aldri, rifjaði nú aftur upp fyrri hugsanir um hvort hún ætti að þekkja manninn og svo framvegis. Það var sama hvert hún leitaði í minningasjóði hugans þá fann hún ekkert um þennan mann. Það er nú oft þannig þegar öll sund virðast vera að lokast þá rakst þessi kona á mig og lýsti fyrir mér þessum manni. Með hjálp minni og fleirri góðra manna (konur eru líka menn) komumst við að því hver þetta var. Þetta var maður á miðjum aldri sem bar lesgleraugun ávallt á andliti sínu og staðsetti þau mjög framarlega á nefbroddinum. Til þess að sjá lengra þá þarf hann að lúta höfðinu töluvert og við það slaknar á kjálkavöðvunum og myndast við það örlítill sorgarsvipur. Málið var leyst. Hér var ekki um eiginlegt bros að ræða heldur ranga notkun á lesgleraugum á almannafæri. Því þegar hann sér einhvern nærri sér þarf hann að lyfta höfði og rýna í gegn um lesgleraugun til að sjá viðkomandi. Við þetta strekkist á kjálkavöðvunum sem er þess valdandi að það er líkt að maðurinn brosi. Ég efast ekki um að sett verði fljótlega í lög að menn megi ekki bera lesgleraugu á almannafæri ef það veldur strekkingu á kjálkavöðvum sem aftur leiðir til þess að alþýðan sem á vegi verður getur skilið þessa strekkingu sem áreitni. Eftir þessar vangaveltur stendur enn fast í mínum huga að vel útfært bros með lesgleraugun staðsett á réttum stað á andlitinu, eigi ennþá fullkomlega rétt á sér.

    Af vesturbakkanum er það helst að frétta að kirkjueigandinn Atli Arason og hundeigandinn Stefán sinna viðhaldi hvor á sinni lóð. Atli mokar út morknuðum gluggum í gömlu kirkjunni en Stefán málar bílskurshurðina hjá sér hvíta eftir



 ákveðnu mynstri sem ég ekki alveg skil. Þó svo ég skilji það ekki, þá efast ég ekki um að Stefán meinar eitthvað með þessu. Vissulega, þegar menn hafa farið niður á fjörukambinn og horft yfir til Stranda og dáðst að fegurð þeirra geta þeir staldrað við og velt vöngum yfir bílskúrshurðinni hjá Stefáni, þegar þeir snúa höfðinu aftur í sömu átt og þeir komu úr.
    
    Ég hef lítið séð til Erlendar Magg, Jónasar Skafta og Ívars Snorra hina síðustu daga en þó hef ég séð til ferða Dagbjartar Ingu á siglingu fyrir neðan höfuðból Erlendar eigi langt frá þeim stað sem hafið verður kannski leitt í pípum upp á land til að kæla hið margumrædda gagnaver.

    Set hér inn eina mynd af Bjössa stórsmið þar sem hann gaf sér tíma til að líta upp frá verki á trésmíðaverkstæði Kráks núna í morgun.



    Hver röndóttur hrökk upp úr mér þegar ég stöðvaði bílinn fyrir utan Aðalgötu 8 eftir hádegismat. Var ekki búið að troða Glugganum á bak við hurðarhún og enginn Rúnar sjáanlegur. Þetta er ekki líkt kalli og bara hundfúllt. Það er miklu minna gaman að sitja einn með Gluggaskjattann fyrir framan sig og reyna að vinna úr honum eitthvað fóður. En úti er grenjandi rigning og svolítil súld í sálu minni en eigi þýðir að vola heldur hefjast handa og bögglast í gegnum Gluggann.

    Stóðgöngur á Laxárdal verða á laugardaginn og réttað í Skrapatungu á sunnudag segir í forsíðuauglýsingu en eitt vekur athygli í henni en það er setningin " Barinn opinn, 18 ára aldurstakmark. Valli Fremsti verður að vanda ferðamannafjallkóngur.

    Enn og aftur stendur kúagirðingin hestamönnum opin á haustdögum en nú er vakin á því athygli að menn þyrftu e.t.v að taka hross sín fyrr en ella. Þetta þýðir bara það að ef gagnaverið (netþjónabúið) verður sett á koppin þá er tíma hrossa í kúagirðingu lokið.

    Mikið er um að vera á Textílsetri Íslands og Guðmundur Valtýsson rúllar upp vísu vikunnar eins og ekkert sé og fjallar um þá sem elska að fara árum saman upp á heiðina.

    En Rúnarslaus Gluggayfirferð er ekki eins gefandi og yfirferð með Rúnari harmonikkuleikara.

    En berja verður saman vísu því hvað er lífið án hins ljóðræna hamhengi hlutanna og þessa eina prósents þjóðarinnar sem unnir forsetanum
.
Hvernig væri að byrja svona :

Ei verður í þankanum þurrð
þrotlaust menn brýna kutana.
Og blettótt bílskúrshurð
er brothætt í samhengi hlutanna.


Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 95
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 75
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 64983
Samtals gestir: 11587
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 23:38:46