Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

28.10.2009 15:29

Rugl og lausatök

    Það er hverjum manni mikilvægt að velta vöngum, fram og til baka, upp og niður eða í hverja þá átt sem hugurinn leitar. Það er ágætt að stunda vangaveltur á rölti meðfram Blöndu á fallegum haustdegi þegar
 
stokkendurnar dóla sér á lygnu fljótinu. Einn og einn mávur flýgur með jöfnum vængjaslætti í átt til sjávar og hrafnarnir rjúfa haustkyrrðina með einu og einu krunki. Hvað skyldu þau öll vera að hugsa, hugsa ég með mér en svo er svosum ekkert meira um það að segja.

    Ég sá þá ekki þegar ég gekk heim seinni partinn í gær þá Stefán Pálsson og Jónas Skafta. Þeir voru á bak við Blönduból þegar ég var á ferðinni. En ég sá þá þegar ég var kominn yfir á austurbakkann. Þeir voru eitthvað að bauka kapparnir, annar vopnaður skóflu en hinn dráttarvél. Þegar maður veltir vöngum þá dettur manni ýmislegt í hug og það sem kom upp í huga minn bara svona á "augabragði" var að þeir væru að gera skotgröf.

Af hverju datt mér það í hug. Jú, Jónas ætlar í mál við bæjarfélagið eða það las ég á huni.is "Ég undirritaður, Jónas Skaftason er orðinn langþreyttur á lausatökum og rugli hjá Blönduósbæ og hef því ráðið mér lögmann til að sækja rétt minn", stóð skrifað skýrum stöfum.

    "Hvernig er það Jón minn. Er ekkert stríð á vesturbakkanum núna?" spurði Bóthildur mig á dögunum þegar ég hafði engar stríðsfréttir að segja en núna sjá allir að stríð er skella á.

    Ég fór að velta vöngum yfir réttmætri spurningu Bóthildar og komst þá að því að friðurinn á vesturbakkanum var bundinn við norðuhlutann en stríðið væri að færast suður eftir bænum. Hvern sá ég ekki í sjónvarpinu fyrir skömmu aðra en hana Bóthildi þar sem hún nánast lýsti yfir stríði við stjórnvöld vegna niðurskurðar á fjármagni til Héraðshælisins. Bóthildur sá til þess að stríðið hélt áfram. Það er frábært hvernig henni og hennar samherjum tókst að þvæla sjónvarpinu út fyrir höfuðstað Norðurlands núna á þessum síðustu og verstu tímum og alla leið til Blönduóss. Það er rétt sem ég hef alltaf sagt að Bóta er til bóta, áfram Bóthildur.

    Á vangaveltugöngu minni í gær þar sem hugurinn reikaði um allt litróf sálarinnar og hverjum steini velt við, til þess að gera áreynslulaust áttaði ég mig allt í einu á því að ég hafði gengið fram hjá heimili mínu og fór því af göngustígnum á móts við kvennaskólann.

    Áður en ég segi frá því hverja ég hitti á leið frá skólanum var ég að hugsa um það hvernig Jónas myndi líta út ef hann gerði eins og Jóna Fanney og litaði dökkt á sér hárið. Hann ætlar í málaferli við bæinn líkt og hún Jóna þannig að væri svolítið "kúl" ef þau hefðu svona dulítið dökkt yfirbragð meðan á þessu öllu saman stæði. Þetta væri hægt að kalla " nú er það svart" línan og ég efa ekki að þetta myndi "lúkka" nokkuð vel.

    En aftur að þeim sem ég hitti á leiðinni frá kvennaskólanum. Þar voru á ferðinni sómakonurnar Elísabet Finnsdóttir (Bebe), Ástdís Guðmundsdóttir, Jósefína Ásgeirsdóttir og Ásdís Friðgeirsdóttir.

Þær voru að koma frá því að skoða handverk á Textílsetrinu og léku við hvern sinn fingur þegar ég hitti þær. Bebe sagði si svona "Veistu það Jón að það eru 60 ár síðan ég var í þessum skóla". Svona líður tíminn.

    Rúnar er kominn með Gluggann og það er logn á þessum haustdegi og sænsku víkingarnir sungu hástöfum "Anna og Rúnar" eða svo sagði Rúnar a.m.k. og Aðalgatan titraði af gleði. Takturinn í laginu var svo þéttur og fínn að mann langaði helst til að hlaupa út í haustið og dansa Aðalgötuna á enda.

    Það er greinilegt á Glugganum að rjúnavertíðin er að hefjast því nokkrar auglýsingar eru um að allar veiðar séu bannaðar á hinum og þessum stöðum innan sýslunnar.

    Við Rúnar veltum því fyrir okkur hvaða hlutverki þessi eldspúandi hestur sem skilur eftir sig sviðna jörð eigi að gegna undir auglýsingu um stofnfund verkalýðsfélaga sem haldinn verður á Staðarflöt. Getur það verið að hesturinn eigi að tákna bálför stöðugleikasáttmálans.

    Hvöt er á sínum stað með WC pappírinn og og sama gildir um Domus gengið, það er á sínum stað með hinn fljúgandi umboðsmann fasteigna hann gsm Magnús.

    Búgreinafélögin ætla að halda uppskeruhátíð í næsta mánuði og Rúnar á Skagaströnd yrkir um inngöngu okkar í ESB.

    Svo má geta þess að kvenfélagið Vaka er að hefja vetrarstarfið og gleður það okkur Rúnar mikið því þá getum við farið að hlakka til þorrablótsins.

Þá er bara eftir ljóðræna samhengið sem við Rúnar vitum að margir bíða spenntir eftir.

Vökukonur vaskar nú
vetrarstarfið byrja.
Maddama, kerling, fröken frú,
flatkökurnar smyrja

    Í framhaldi af því að Jónas er að fara í mál gegn Blönduósbæ vegna lausataka og rugls hjá Blönduósbæ þá datt okkur þetta í hug. Orðið Gráni er skáldamál eða líking og þýðir í þessu tilfelli Jónas.

Langþreyttur á lausatökum
leggur hann í stríð.
Geysist fram með gildum rökum
Gráni alla tíð.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 24
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 211
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 64329
Samtals gestir: 11449
Tölur uppfærðar: 29.4.2024 04:12:06