Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

24.11.2009 17:24

Óskiljanleg tilboð á Katrínarmessu

    Messa til minningar um Katrínu píslarvott frá Alexandríu er haldin í dag þó ekki hér á Blönduósi. Margar sögur eru til um hana, en engar áreiðanlegar og óvíst hvort hún hefur verið til en það skiptir í sjálfu sér engu máli heldur það að sögur eru til um hana. Sem sagt Katrínarmessa er í dag 25 nóvember. Katrín þessi  var frá Alexandríu. Sagt er að Katrín hafði neitað að giftast Rómarkeisara því hún væri brúður Krists. Hún lagði svo fjörutíu heimsspekinga að velli í rökræðum um kristindóminn. Katrín var síðan sett í fangelsi eða dýflissu eins og það er stundum kallað. Dúfa kom á hverjum degi og færði henni mat. Katrín var síðan líflátin á hroðalegan hátt sem ég segi ekki frá því þetta er síða fyrir alla fjölskylduna. Svona geta miðvikudagar byrjað án þess að nokkuð sérstakt hafi gerst annað en maður vaknar les Moggann og rýnir örlítið í almanak Háskóla Íslands.
    Það væri hægt að leggja út frá þessari sögu á svo marga vegu að það væri að æra óstöðugan að byrja einhversstaðar, þess vegna leyfi ég ykkur að hefja ykkur til flugs og spinna ykkar eigin sögu. 
    Í dag nær sólin að gægjast um 3,3 gráður yfir sjóndeildarhringinn og er enn á niðurleið. Skammdegið er í algleymingi og ræður sér vart fyrir kæti því menn keppast hver sem betur getur til að lýsa það upp. Rétt er þó að benda skammdeginu á að brátt fer langdegið að að ná yfirhöndinni.
    Núna get ég með góðri samvisku sagt upp áskriftinni að Stöð 2 sport því Liverpool hefur lokið þátttöku í Meistaradeidinni í knattspyrnu. Það er eins og ég segi alltaf "fátt er svo með öllu illt að eigi boði nokkuð gott". Þarna gafst okkur hjónum fágætt tækifæri til að spara svolítið í kreppunni. Núna getur maður einbeitt sér meira að Mogganum og skemmt sér konunglega yfir Staksteinaskrifum og flett hratt yfir íþróttasíðurnar. 
    Um daginn þá bað ég vini mína á "feisbókinni" að hjálpa mér svolítið við örlitla ritsmíð og spurði Ef þið þyrftuð að skrifa eitthvað um Blönduós og nágrenni (helst jákvætt), hvað kæmi fyrst upp í hugann? Svörin voru af ýmsum toga en við skulum sjá nokkur: "Á Blönduósi býr mamma !!"  "Mér finnst gott fólk búa þar, góður leikskóli, góður skóli svona ef ég nefni eitthvað." " Gott veður, gott fólk, og bara besti staður í heimi :)."  "Þaðan er gerð út langbezta löggæzla landsins."  "Fallegt svæði, einstaklega fallegur bær Blönduós í alfaraleið og yndælis fólk sem þar býr." " Fagrihvammur og Bakkastígur - vel geymd leyndarmál - en allir velkomnir;o)."  "Nafli alheimsins. Stutt í allar áttir. Góð, nauðsynleg þjónusta, heilsugæsla og sjúkrahús á staðnum. Hafið innan seilingar með fiski sem má veiða, veiðiár margar og gjöfular. Mörg söfn. Góður styrkur að hafa grösugar sveitir allt um kring. Slatti af furðulegu fólki sem litar bæjarlífið sínum litum."  "Tölum líka um stressleysið sem maður tekur eftir eftir að hafa búið í "stórborginni" og keyrt síðan norður. Öll þjónusta og mannleg samskipti miklu betri." Þegar maður les þetta þá lyftist á manni brúnin og maður segir við sjálfan sig. "Ja hver andskotinn er þetta virkilega svona gott".
Núna kemur Glugginn inn úr dyrunum en í höndum Óla. "Hvar er Rúnar spyr ég" og lái mér hver sem vill. "Hann liggur útaf eftir flensusprautu sem hann fékk í gær" sagði Óli með hluttekningu í röddinni. Ég veit ekki hvort það hafi verið vegna þess að Rúnar var veikur eða að ég þyrfti að standa einn í því að kryfja Gluggann en látum það liggja milli hluta. Rúnar er fjarri og það er sú staðreynd sem við mér blasir. Enginn polki, enginn ískrandi hlátur aðeins einn maður með einn Glugga og stórmerkilega auglýsingu á baksíðu sem verður vikið að síðar.
Það er byrjað að auglýsa þorrablótin og er ég afar sáttur við það því fátt veit ég skemmtilegra en gott þorrablót.
Það kennir ýmissa grasa í Glugga dagsins og má þar nefna jólabasar, ljóðakaffi, kerrunámskeið og stefnt er að markaði í Ósbæ. Vísa vikunnar er á sínum stað  sem og Hrafnhildur í blómabúðinni og Domusgengið.
    En það er síðasta auglýsingin í Glugganum sem toppar allt og þarf að glugga í marga Glugga til að finna eitthvað sambærilegt. "Nú árið er liðið" er fyrirsögnin á auglýsingunni og svo er haldið áfram. Ljón norðursins eins árs 1. desember nk. Svo kemur setning sem er torræð svo ekki sé meira sagt. Í tilefni þessara tímamóta verða "óskiljanleg tilboð á barnum föstudag og laugardag" og "lifandi tónlist báða dagana" og undir þetta er skrifað "kveðja Vertinn". Það eru þessi óskiljanlegu tilboð sem í boði verða sem ég skil ekki enda segja sumir að ég skilji stundum ekki sjálfur það sem ég segi eða geri. En maður getur látið hugann reika og velt því fyrir sér hvernig hin óskiljanlegu tilboð líta út. Til dæmis gæti verið boðið upp á tvöfaldann vodka úr flösku sem er óopnuð. Einnig gætu verið skilaboð á barnum sem segðu að Vertinn væri enn í Reykjavík og hægt væri að fá ódýt far með Norðurleið til að hitta hann þar. Ekki kæmi heldur á óvart að boðið verði upp á skemmtiatriði í þjónustuhúsinusem nú er staðsett  á hlutlausa beltinu á vesturbakkanum en sjón er sögu ríkari
    Samhengi hlutanna án Rúnars er harðsótt en  maður verður að reyna

Nú árið er liðið hjá öldurhús þjóni
og ófáir drykkir runnu um tregt
Þetta er  þraut að verða hjá Jóni
þetta er með öllu óskiljanlegt.
                                              

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 42
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 211
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 64347
Samtals gestir: 11452
Tölur uppfærðar: 29.4.2024 07:54:09