Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

22.12.2009 15:04

Kátt nú verður brátt í hverjum hól

    Þegar jólin eru við það að ganga í garð er vel við hæfi að geyma stríðsfréttir af vesturbakkanum því af nógu öðru er að taka.

    Síðustu dagar hafa verið afar viðburðaríkir í lífi mínu og minna nánustu. Á laugardaginn var yngsta barnabarnið mitt, sonur Einars Arnar og Huldu Birnu skírður og fékk hann nafnið Gabríel. Séra Hjálmar Jónsson leysti þetta verkefni með gleði og hlýju og stóra systir hans Gabríels hún Margrét hélt á barninu undir skírn og Baldur stóri bróðir sagði hátt og skírt hvað barnið ætti að heita.

Þessi atburður átti sér stað um hádegið og um kl 14 vorum við mætt í Borgarholtsskóla til að vera viðstödd þegar yngsta barnið mitt hún Ásta Berglind útskrifaðist sem stúdent.

    Meðan á öllu þessu stóð fjaraði líf móður minnar aldraðrar hægt og hljótt út og hún fékk hægt andlát að morgni sunnudags á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Það má segja að síðustu dagar hafi spannað stórt bil á mælikvarða tilfinninganna. Hugurinn hefur reikað um allt ævisviðið og minningarnar streyma inn í hugann. Maður getur á svona stundu sagt með sanni. "Svona er lífið"

    En lífið heldur áfram för og allt í einu er Rúnar kominn inn úr kuldanum með síðasta Glugga ársins. Ég náði ekki að heyra hvaða harmonikkutónar hljómuðu úr Súkkunni hans en ég trúi ekki öðru en að það hafi verið Snevalsen með Haugen gamla. Reyndar þegar ég gekk á Rúnar með þetta þá sagði hann að það hefði verið einhver vals undir geislanum hjá sér.

    Glugginn er undirlagður af jóla- og nýjárskveðjum frá hinum og þessum til hinna og þessa og tökum við Rúnar þó nokkuð af kveðjum til okkar. Meira að segja Blönduóslöggan sendir kveðjur og þakkar fyrir ánægjuleg samskipti á árinu. Það er líklegt að einhverjir hafi ekki átt ánægjuleg samskipti við lögguna en við Rúnar vitum að þeir eru margfallt fleiri sem hafa haft hin bestu samskipti við þessa kappa.

    Vísa vikunnar er á sínum stað og þar óskar Rúnar á Skagaströnd þess að bræðra og systra bönd megi búa að styrk um heilög jól.

    Á baksíðu Gluggans eru auglýstir dansleikir í Félagsheimilinu og mun Von verða á annan í jólum og Geiri um áramótin.

    Þessi síðustu skrif fyrir jól verða í styttri kantinum en gerir bara ekkert til. En við þurfum að koma frá okkur sæmilegri jólakveðju til ykkar sem lesið þessar línur. Hvernig væri að hafa kveðjuna eitthvað á þessa leið:

Kristilegu kærleiksblómin spretta,
kátt nú verður brátt í hverjum hól.
Við hæverskir úr horni segjum þetta.
Hafið það gott og eigið gleðileg jól.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 38
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 88
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 64784
Samtals gestir: 11506
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 07:47:34