Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

30.03.2010 15:30

Vorboðinn ljúfi og lille sommerfuglen

    Fréttir úr gamla bænum eru af skornum skammti að þessu sinni, einfaldlega vegna þess að lítið er að frétta. Jónas vert er reyndar nýkominn norður sem og Erlendur Magg  þannig að nú fara hlutirnir að gerast.
 

    Ívar Snorri útgerðarmaður er enn bátlaus eða eins og segir í vísunni okkar, kænusnauður. Þessi margreyndi sægreifi er kominn í hundana eins og glöggt má sjá á þessari mynd sem hér fylgir. Þeir félagar hafa ekki enn náð að smala gráa kettinum hans Einars Ara og má ólíklegt teljast að það takist í bráð því varðhundur sægreifans þarf að stækka tölvert svo af því geti orðið

    Lille sommerfugl með harmonikka drengene var það eina sem ég heyrði þegar ég tók beygjuna af Hnjúkabyggðinni inn á Aðalgötuna. Var ekki Rúnar mættur með Gluggann á þriðjudegi og ég gersamlega óundirbúinn með ritningu vikunnar. En spila lille sommerfugl og jörð alhvít og og vetur í kortunum. Það er enginn nema Rúnar sem lætur sér svona lagað til hugar koma og það er einmitt þessvegna sem hann getur umborið mig. Aðspurður um þessa hegðun þá sagðist hann hafa heyrt að lóan væri komin til landsins og örfáar gæsir eru farnar að sjást.

    En hvað segir Glugginn sem er degi fyrr á ferðinni en venjulega. "dagur húnvetnskrar náttúru" er kynntur til sögunnar og er ekki vafi á að margir muna þar hafa af bæði gagn og gaman því fátt er leiðinlegra en náttúrulaus húnvetningur.

    Sonur minn og nokkrir piltar í svörtum fötum ætla að leika fyrir dansi í félagsheimilinu á laugardaginn og efumst við Rúnar ekki um að þeir félagar munu taka eitthvað af uppáhalslögunum okkar með Harmonikka drengene og Familien Brix.

    Maggi á Hnjúki ætlar að leggja í enn eina ferðina með kúabændur út fyrir sýslumörkin. Nú er ferðinni heitið í Dalina og er engin efi í okkar Rúnars huga að lagið undir dalanna sól verður sungið að minnsta kosti tvisvar og mjög líklegt að Magnús muni að minnsta kosti einu sinni syngja einsöng í laginu með sinni hreinu og björtu fjallatenórsrödd.  Ekki er ólíklegt að hann muni ennfremur segja eina til tuttugu sögur af bændum og búaliði sem búa við veginn sem rútan fer um.

    "Á svið" verður sýnt um páskana og er enginn svikin af því verki og hvetjum við alla sem vettlingi geta valdið til að sjá krakkana skila prýðisgóðum farsa til áhorfenda.


    Vísa vikunnar er á sínum stað og núna er það einhver E.A. sem yrkir. Við Rúnar gengum á Bebbí sem reyndar ber skammstöfunina E.Á. og spurðum hana. "Nei, ég vil ekki eiga hana" sagði hún og er hér með úr sögunni. Kannski er þessi vísa eftir Einar Arason í Aðalgötunni  en hann ber millinafnið Sigurbergur en látum það liggja milli hluta í bili. En E.A.  leggur fyrir hönd þjóðarinnar brauð í greipar lýðsins. Okkur datt nú bara Einar í hug því í vísunni er lagt út frá fiskum og brauði og um þetta er fjallað þegar Jesú mettaði 5.000.

    Og sjá! Þegar við lítum yfir baksíðuna þá trónir ljónið þar efst á síðu undir sæmdarheitinu "Vorboðinn ljúfi" . Um Jónas á Ljóninu er endalaust hægt að fjalla og datt okkur Rúnari í hug þegar við sáum að Blönduósbær auglýsir eftir starfsmanni til sumarafleysinga hvort  ekki væri tilvalið fyrir Jónas vert að sækja um. Þetta mundi hafa í för með sér mikið hagræði að minnsta kosti fyrir Jónas því stutt væri í bæjarstjórann og byggingafulltrúann og hann gæti þar að auki  skrifað bréf til bæjarins og vistað þau innan húss.

    En nú skal á að ósi stemma og koma böndum á samhengið sem að þessu sinni gæti orðið nokkuð snúið.  Kemur þar margt til og geta þeir sem nenna að lesa þetta skilið það og þann mikla vanda sem við stöndum frammi fyrir. En kjarkmenn eins og við Rúnar erum, ríðum á vaðið alls óhræddir.

    Við Rúnar horfum fram á veginn  en tökum mjög alvarlegt tillit til vísu vikunnar þegar við yrkjum þetta í limruformi :

        Landið  er skorið af sænum,
        og sægreifinn snauður af kænum.
        En frið fær í sál
        og það leysast  öll mál
        er Jónas fær vinnu hjá bænum

    Gleðilega páskahátíð óskum við ykkur öllum.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 117
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 79
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 64031
Samtals gestir: 11374
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 16:50:11