Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

13.04.2010 16:27

Hress og kátur á þriðjudegi

    Það er ótrúlegt hvað mannskepnan er íhaldsöm og vanaföst. Þessu hef ég komist að með því að fara í ferðalag með kúabændum síðastliðinn miðvikudag. Þessi bændaferð sem tókst í alla staði mjög vel varð þess valdandi að ég skrifaði ekki minn vikulega miðvikudagspistil.  Og það að skila ekki því andlega fóðri til minna traustu 100 lesenda á miðvikudegi leiðir til þess að þeir fara að draga ályktanir. Þeir hugsa með sér: " Jón skrifar ekki á miðvikudegi, þá er eitthvað að".  Farið er að kanna hvað sé að og fær maður senda tölvupósta og þá sem maður hittir á förnum vegi spyrja hvað valdi þessu . Fyrst í stað fór ég að velta því fyrir mér hversu merkilegur og ómissandi ég væri en hef verið að komast að því að þetta snýst ekkert um mína persónu heldur það að fiktað hefur verið við  fastan  punkt í tilverunni hjá traustum lesendum  og það hreyfir við kjölfestunni. Vænt þykir mér um þá umhyggju sem mér er sýnd og ég get fullvissað mína eitthundrað lesendur um að þetta er fyrst og fremst kúabændum í A-Húnavatnssýslu að kenna og þá einkum og sér í lagi Magga á Hnjúki og Jóhannesi á Torfalæk.

    Nú vill svo til að á morgun verð ég ekki heldur heima og missi fyrir bragðið af harmonikkutónum frá Famelien Brix eða Harmonikadrengene úr geislaspilaranum í Súkkunni hans Rúnars. Ég gæti best trúað því að hann muni spila  Snevalsen á morgun því hann er slíkt ólíkindatól að vart verður orðum að því komið.  En því get ég lofað, svo framarlega sem Guð lofar, að síðasta vetrardag munum við Rúnar skoppa um í pistli í takt við Snevalsinn því sumarið er handan við hornið og bíður í allri sinn dýrð  eftir því að komast að.

    Það verður að játast að það var nokkur ábyrgðarhluti að skrifa ekki pistil síðasta miðvikudag því mikið var um að vera á Vesturbakkanum yfir páskana. Nægir að nefna að Jónas á Ljóninu kom heim og blés til sóknar í útvarpi og héraðaðsupplýsingamiðlum. Ekki stóð á viðbrögðum þó svo "Ekkertmálbandið"  kæmist ekki samkvæmt auglýstri dagskrá því hljómsveitarstjórinn Árni Þorgilsson var víst vestur á fjörðum þegar hann átti að vera að leika létta dansmúsik á Ljóninu. Samkvæmt áræðanlegum heimildum kom þetta ekki að sök því Viðar oft kallaður kjölfestufjárfestir, lék af mikilli innlifun við  undirleik frá Jónasi sjálfum. Mér er sagt að þessi tónlistarflutningur hafi vakið mikla hrifningu þannig að viðkvæmustu sálir fundu fyrir nettum hrolli niður eftir hryggsúlunni. Sömu heimildir segja að Ívar Snorri útgerðarmaður hafi ekki sést á Ljóninu þessa síðustu daga Dymbilviku því hann hafi verið við söng og hljóðfæraslátt eigi víðsfjarri og herma sögur að þar hafi takturinn verið sleginn með miklum  þunga svo eftir var tekið.

    En hvað sem öðru líður þá er það staðreynd að ég verð ekki heima á morgun því ég legg upp í bítið í fyrramálið til Reykjavíkur til að sitja þar fund með fólki sem sýslar við svipaða hluti og ég. Í Hvalfjarðargöngin mun ég greiða sem og minn hlut í bensíngjaldinu og hugsa hlýlega til Steingríms Joð fyrir að innheimta ekki fleiri vegagjöld að sinni. Það er hugsanlegt að ég stoppi smástund í Borgarnesi og greiði minn 25,5% virðisaukaskatt  fyrir kaffi og rúnstykki með osti en að öðru leyti mun ég ekki trufla vístölu neysluverðs umfram þetta.

    Sendi ykkur smá skammt af vorinu sem farið er að laumast inn í sálina og umhverfið hér á Ósnum. Svanirnir stefna fram í heiðanna ró og og straumandarsteggirnir eru gríðarlega spenntir fyrir kollunum og lái þeim hver sem vill.





    En ég verð ekki heima á morgun og þegar þetta er skrifað er ég við góða heilsu. En lifið heil og hittumst að viku liðinni, þá verður kannski 100.000. gesturinn búinn að líta inn á síðuna til mín.

Álitinn dauður ef aðeins ég þegi,
og ekkert  gaspra  á miðvikudegi.
En ég tóri þó samt
og sendi smá skammt
til ykkar sem verða á mínum vegi.

 

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 57
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 78
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 68632
Samtals gestir: 12466
Tölur uppfærðar: 17.5.2024 06:31:50