Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

19.05.2010 16:11

Það segir fátt af einum

    Dagarnir eru misjafnir, mennirnir eru misjafnir og þegar saman fer misjafn dagur og misjafn maður er ómögulegt að átta sig á því hver útkoman verður. Það er ekki sama hvað sagt er við hvern og á hvaða tíma. Það sem einum þykir  græskulaust gaman, örlítítið gáleysis hjal út í loftið getur öðrum þótt þungbært að lesa og umbera. Það fylgir því mikil ábyrgð að skrifa orð á blað sem fer víða. Það gildir hið fornkveðna að aðgát skal höfð í nærveru sálar. En það er nú samt svoleiðis að það er sama hvað reynt er í þessu tilliti því það er alltaf ein og ein sál sem finnst hún hafa fengið einhvern þann skammt sem ekki sé sæmandi eða  sanngjarn.   Það skal fúslega játað að ég hef gert töluvert af því að byggja mín skrif upp á lífinu í gamla bæjarhlutanum hér á Blönduósi og hef í gamni kallað mig stríðsfréttaritara á V(v)esturbakkanum.  En lífið er einfallt í flóknum heimi. Við fæðumst og deyjum og það gerist eitthvað þarna á milli og við ráðum ekki öllu hvað það er en alltaf komum við þar við sögu og ráðum pínulitlu hvað  það verður.

    Eftir þessa hugleiðingu sem að sjálfsögðu á sér ástæðu fór ég að velta því fyrir mér hvort ég ætti ekki bara að skrifa um fuglana, hunangsflugurnar , blómin, trén  og hið þjóðlega umræðuefni, tíðarfarið. Eftir mikla umhugsun taldi ég það vera besta kostinn en það varð mér til happs að ég er einn af þessum "örfáu" sem fæ Moggann flesta morgna og les hann og það réð úrslitum . Ég ætla að halda áfram á sömu braut og skrifa um alla þá sem ég hef skrifað um og bæta fleirum í safnið en einum mun ég algjörlega sleppa.     
    Það sem réði úrslitum að ég held mínu striki er stjörnuspáin mín fyrir daginn í dag:  VATNSBERI  Vertu ekki með stöðugar áhyggjur af því hvað öðrum kann að finnast um þig. Með góðri skipulagningu tekst þér að komast yfir verkefnin. Af litlu verður Vöggur feginn myndi einhver segja en það gleðilega er að mér er alveg sama.

    Það segir fátt af einum en núna breytist þetta hjá mér og verður einfaldlega "það segir "ekkert" af einum"  en allir hinir eru bara nokkuð  hressir það best ég veit og halda áfram sinni lífsins göngu. Stærsta fréttin héðan af Vesturbakkanum er sú að Nonni hundur er ekki lengur eini hundurinn á Aðalgötu 8 því kominn er til hans í fóstur um einhvern tíma, hvolpur svartskjöldóttur sem gálausir menn eru farnir að kalla Margréti. Þeir segja að það hljómi svo fallega þegar fólk segir hvert við annað á góðviðrisdegi þegar Stefán fer út að ganga með hundana sína. " Þarna er er hann Stefán að viðra hundana sína þau Margréti og Jón."

    Það er eitt sem er farið að bögglast svolítið fyrir brjóstinu á mér, að Rúnar er farinn að þvælast um með Gluggann undir glaðværri harmonikkutónlist sem leikin er af diski sem enginn veit hvaða nafn hefur eða hver það er sem leikur þessa léttu tónlist. Hann skondrast um með stolin lög og er bara góður með sig. Þetta leiðir bara til þess að Harmonikkadrengene, Arnt Haugen og og Familien Brix falla í gleymsku. 
    
    En Rúnar er mættur með stolnu harmonikkutónana og Gluggann og þar eru sem fyrr meindýraeyðarnir sem engu smálífi eira og vilja flugurnar feigar. Þeir hefðu átt að heyra í henni Guðríði á ÍNN í gær þar sem hún sagði frá mikilvægi flugna í þroskun jarðarberja.

    Kartöflugarðarnir í Selvík eru að verða klárir líkt og Heimilisiðnaðarsafnið. Þetta tengjum við saman því þarna fer fram mikil ræktun, annarsvegar hins veraldlega fóðurs og hinsvegar hinnar skapandi hönnunar og ræktun og alúð við hinn gamla þjóðararf.

    Golfararnir eru að hefja sumarstarfið og er það vinsamleg ábending til þeirra sem leið eiga framhjá  golfvellinum að hafa framrúðutrygginguna í lagi því stundum eiga menn það til að slá kúlurnar sínar út á Skagastrandarveg á nokkrum brautum .

    Vísa vikunnar er eins og oftast áður á sínum stað og nokkuð ljóst að Guðmundur Valtýsson löngum kenndur við sína föðurarfleið Bröttuhlíð er höfundur hennar.  Hann líkur vísu sinni á rómantískan hátt en það finnst okkur Rúnari svo sætt: "Ef ég mætti höfði halla/ hjartaslætti þínum að"  Gvendur Bratti klikkar ekki í sínum angurværa "vorfíling".

    Hestamenn og frambjóðendur láta líka til sín heyra og ekki má lengur gleyma Domusgenginu sem auglýsir að þessu sinni húseignina Austurhlíð II ásamt 7 hektara lóð.

    Það skemmtilega við þessi skrif er að stundum koma einhverjir í hornið til okkar meðan við veltum vöngum og setja jafnvel svip sinn á þau. Það eiga nefnilega ýmsir erindi í Aðalgötu 8. Að þessu sinni var tekin ein passamynd og Gerður Hallgríms heilsaði upp á okkur Rúnar og kastaði þessu út í loftið:

Rúnar er að rembast við
að rétta Jóni Gluggann

Við sátum yfir þessu smá stund og böggluðum þessu frá okkur ekkert allt of ánægðir með okkur.

Þennan hafa þróað sið,
þráfellt sama tuggan.

    En nú er komið að því sem ekki verður flúið og engin sér betur en við Rúnar en það er einmitt samengi hlutanna. Einn hefur óskað eftir því að vera ekki með þannig að hann verður ekki í samhenginu

Rúnar vildi yrkja öfugmælavísu

Margt er það sem miður fer,
mörgu er breytt með trega.
Engin vísa ort nú er
eins og venjulega.

    En þar sem ég er nú seinþreyttur til vandræða og þekktur þverhaus vildi ég ekki láta hér staðar numið því samengið er svolítið samhengislaust í þessari vísu. Þess vegna yrkjum við saknaðarljóð þar sem ein af persónum okkar hefur sjálfviljug og af fúsum og frjálsum vilja óskað eftir því að koma hvergi nærri þessum skrifum.

Fuglar himins syngja á grænum greinum.
Geltir hundur, ástin er í meinum.
En við segjum það satt
við einn höfum kvatt,
það segir fátt að einum.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 687
Gestir í dag: 371
Flettingar í gær: 107
Gestir í gær: 73
Samtals flettingar: 65782
Samtals gestir: 12035
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 20:41:49