Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

16.06.2010 09:37

Stóri sundlaugardagurinn

    Dagurinn í dag er dagurinn sem margir hér um slóðir hafa beðið eftir. Í dag mun sundlaugin verða tekin í notkun og er næsta víst að ég fæ ekki að stinga mér til sunds fyrstur manna um það hef ég traustar heimildir. Stjörnuspáin sagði líka "  Einhver reynir að gera þér lífið leitt svo nú reynir verulega á þolinmæðina. Reyndu að skipuleggja þig betur. Passaðu þig á að láta minnimáttarkennd ekki ná tökum á þér. " Það skal engum takast að gera mér lífið leitt en þetta með skipulagninguna má alveg ræða og verður sú umræða aðeins einræða. Þetta með minnimáttarkenndina getur verið snúið en ég reyni að bera mig vel á nýju sundskýlunni minni í nýju lauginni.



Ég get bara ekki orðið bjánalegri heldur en Mummi meiriháttar yfir baðstjóri á Blönduósi þó ég sé ekki eins góður í skriðsundi og hann. Að minnsta kosti segir hann að hann sé betri án þess að hafa nokkurn tíma séð mig synda skriðsund. Ég er viss um að ég slæ honum við  í bringusundinu þó svo Mummi segi að það sé nú bara sund fyrir kellingar. Baksundið ætti ekki að há mér nema að Mummi standi á sundlaugarbakkanum og segi að ég syndi eins og dautt hornsíli sem hrekst undan straumi í litlum læk. Nei minnimáttarkenndin verður sko tekin í nefið því ég og nýja sundskýlan látum ekki slá okkur út af laginu.

    Núna kemur Rúnar við undirleik Grettirs Björnssonar og er Kænupolki undir geislanum. Hörku innkoma hjá Rúnari og með þessum orðum er ég rokinn í sundlaugina til að taka myndir af krökkunum sem fyrstir fá að stinga sér til sunds.



    Rúnar elti mig í laugina og gaukaði að mér þessari vísu í tilefni af því að á morgun verður enn og aftur haldið upp á þjóðhátíðardaginn, daginn sem hann nafni minn frá Hrafnseyri á svo stóran þátt í. 

    Á morgun ekkert miður fer
    meðal Íslendinga.
    Þá hátíð verður haldin hér
    að hætti Blönduósinga.

     Hef þetta ekki mikið lengra en leyfi myndum frá opnun sundlaugar að tala (sjá myndaalbúm) um leið og við Rúnar óskum öllum gleðilegar þjóðhátíðar. 

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 135
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 180
Gestir í gær: 54
Samtals flettingar: 64229
Samtals gestir: 11413
Tölur uppfærðar: 28.4.2024 07:22:55