Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

08.12.2010 13:54

Samhengislausir á aðventunni

Ef ég kíki undir jólatréð
þá get ég ekki inn í pakkann séð.
Það er allt of mikið streð
að missa ekki þetta góða geð.

það er gott að eiga einhvern að
og ég er þakklátur fyrir það.
Að eiga bjartan og hlýjan stað,
en eða hvað?
(Baldur Einarsson 2010)

    Þessi dagur er ansi sögulegur bæði hvað mig og mína varðar sem og heimssöguna alla. Þennan dag fyrir 35 árum fæddist okkur hjónum okkar fyrsta barn sem var vatni ausinn og skírður Einar Örn. Hann hefur síðan skilað af sér 4 heilbrigðum börnum og er ljóðið hér að ofan eftir næst elsta barn hans sem heitir Baldur og er 8 ára. Ég ætla ekki að hafa mikið fleiri orð um þessar vísur því þær skýra sig alveg sjálfar. Þessi átta ára drengur er mjög virkur og hreyfanlegur með gullhjarta og auk þess alls óhræddur við heiminn. Hann á það til að gleyma einföldum hlutum en þeir mikilvægustu eins og heiðarleiki, einlægni og samúð  eru inngrónir sál hans eins og ofanritað ljóð sýnir. 
    Annar atburður í sögunni er að sjálfsögðu morðið á John Lennon fyrir nákvæmlega þrjátíu árum. Þennan atburð man afmælisbarnið í minni fjölskyldu vel þó svo að hann hafi aðeins verið 5 ára þegar þessir hörmulegu atburðir áttu sér stað.

    Af Vesturbakkanum er svona heldur fátt að frétta. Það er svolítið líf á Kiljunni og lögreglan er flutt í Aðalgötuna. Þetta merki ég á því að lögreglubíll er hér allan sólahringinn og má fullyrða að aldrei hafa jafn fáir á eins litlu svæði haft eins mikla löggæslu. 
    Jónas enn í ógnarbasli á við sýslumann líkt og pabbinn forðum með flibbahnappinn. Mér fannst svona á Jónasi fyrir skömmu að hann vonaðist eftir leyfi til veitingareksturs á Ljóninu áður en mjög langt um liði og ætlaði að hafa kránna opna á Þorláksmessu.

Að öðru leyti er hér lítið að gerst. Hrafnar flögra þó á milli ljósastaura og húsmæna og krúnka og þegar vel liggur á þeim gefa þeir frá sér kostuleg kokhljóð sem gera mig kátan en nafna minn hund snælduvitlausan. 


    
    Rúnar er kominn með Gluggann og lét sig ekki hverfa eins og síðasta miðvikudag. Og þegar Rúnar kemur án þess að hvefa strax, skilur hann ætíð eftir sig harmonikkutóna og að þessu sinni var hann með skoska listamenn með sér í eftirdragi. Ekki veit ég hver var flytjandi Plaza Polkans sem hvarf út í dánardægur John Lennons en takturinn var góður og lagið skemmtilegt.


    Héðinn Sigurðsson, (Silla) Sigurlaug Markúsdóttir og Sædís Gunnarsdóttir að skreyta biðstofu heilsugæslunnar á niðurskurðartímum. Nota þau í skrautið trjáafklippur sem Einar Óli hefur nagað af hríslum umhverfis Hælið. Gott framtak hjá starfsfólkinu.

    Glugginn er svona eins og Jólagluggar eiga að vera, fullur af jólaauglýsingum hverskonar. En það sem vekur sérstaka athygli er að vísur vikunnar eru tvær að þessu sinni og eru að öllum líkindum eftir Laufeyju Dís listamann á Brekkunni. Vísurnar eru jólalegar og fjalla um börn sem að geisla og neista sem skreyta sæinn. Gaman þegar nýjar raddir kveða sér hljóð í vísnahorni Gluggans.
    Okkur Rúnari finnst líka fengur í því að nýtt fyrirtæki sé að hasla sér völl í bænum og búið að opna verslun á Efstubrautinni. Seigur maður Hans Vilberg og óskum við honum og hans liði, velfarnaðar.
    Það eru reyndar fleiri sem eru að seiglast áfram í lífinu eins og Hrefna Ara með alla trékarlanna sína og líklega eru fleiri sem þokast áfram í lífsins amstri og láta hvergi bugast.

    En það er með okkur líkt og flesta sem enn eru óbugaðir að við verðum að koma auga á hið gullvæga samhengi sem límir saman alla hluti og gerir veröldina svona eins og hún er, samhengislausa í öllu sínu samhengi.

Spilverkið í okkar stórbrotna haus
starfaði vel þar til allt saman fraus.
Það er út af þessu
sem allt er í klessu, 
þessvegna er vísan hér samhengislaus.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 73
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 246
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 64731
Samtals gestir: 11495
Tölur uppfærðar: 2.5.2024 15:02:37