Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

12.01.2011 17:12

Á Morgunblaðsgöngu orti hann Erlendur ljóð

    Við stöndum á hverjum degi frammi fyrir þeirri spurningu hvort það komi lífinu og tilverunni betur að þegja eða segja frá. Veldur hver á heldur og einhvern veginn læðist að mér sá grunur að hver sé sinnar gæfu smiður í þessum efnum sem og svo mörgum öðrum. Að ætla að koma með einhverjar algildar reglur í þessu er líkast því að taka sér alræðisvald og þykjast vita allt. Ég er þeirrar gæfu aðnjótandi að gæfan hefur hreinlega lagt mig í einelti. Þið takið eftir því að þessi síðasta setning er jákvæð lýsing á neikvæðu fyrirbrigði. Ég segi nú eins og Adolf Ingi lýsti á sínum tíma þegar íþróttamaður ársins sýndi frábæra varnartilburði í handboltaleik við Pólverja. " Hvaðan kom hann, hver er hann, hvert er hann að fara?" Þessum spurningum get ég svarað fyrir mig persónulega og "prívat". 
    Ég er alinn upp í Laugarneshverfinu í Reykjavík þar sem ég komst aldrei í tengsl við orðasambandið einelti þó maður yrði fyrir barðinu á hinu og þessu í þeim tilgangi einum að auka þroskann. Ég var svo heppinn að eiga að heimavinnandi móður sem var alltaf til staðar þegar mikið lá við og tiltölulega flókin mál í huga barns voru einföld gerð á örskotsstundu. 
    Þegar þessi ár voru að baki og gelgjan tók við þá hófst tímabil sem var allt öðruvísi en ég átti að venjast. En ég vandist því og þegar ég áttaði mig loks á því  hvert ég ætlaði að fara þá var gamli Jón kvaddur og sá nýji tók við. Hér er ég og get bara ekkert að því gert. Þetta er ævisaga mín í stórum dráttum. 

    Af Vesturbakkanum eru fáar fréttir en góðar en hótelið var opnað fyrir veðurtepptum ferðamönnum á dögunum og jólaljósin loga enn á Kiljunni.  Í nokkra daga hafa logað ljós í trésmíðaverkstæði Kráks sem er til húsa í gamla Krútt bakaríi. Það eru ekki bara ljós sem þar hafa lifað heldur hefur sést til mannaferða þannig að eitthvað er um að vera. Einnig er gaman að segja frá því að Stígandamenn eru byrjaðir að þokast upp á við í Þorsteinshúsi undir stryrkri stjórn Doktorsins (Helgi Braga) og farnir að styrkja burðarvirki á fyrstu hæðinni. Já lífið þokast hér áfram á sínum jafna og góða hraða.

    Núna kemur Rúnar og er með Gluggann eins og venjulega með sér og hittir mig fyrir og frú Sigríði Höskuldsdóttur á Kagaðarhóli í þungum þönkum. Ég heyrði óminn af hinum ómótstæðilega Snevals berast inn um gættina með honum. Nú eins og alltaf áður voru það blessuðu Harmonikdrengene sem fluttu þennan velviðeigandi vals.
    Annað tölublað Gluggans er komið út og hefur það þynnst mikið frá jólum. Þar er helst að frétta að fasteigna Magnús og Stefán hrl eru núna farnir að vinna fyrir Motus sem áður hét Intrum og Jón Bjarna og Ásmundur Einar úr órólegu deild Vg ætla að reyna að sannfæra kjósendur sína að þeir séu enn á móti inngöngu í ESB og að allt sé með kyrrum kjörum á stjórnarheimilinu.
    Fyrir utan auglýsingu kvenfélagsins Vöku á þorrablótinu þann 22. jan þá er einna skemmtilegast að sjá í Glugga að vísa vikunnar er eftir hinn galvaska snilling Erlend G Eysteinsson og er sögð vera drauma vísa ; þ.e.a.s. vísan er ort í draumi og er ég viss um  að hún er ort í vöku á dimmum vetrarmorgni þegar hann ferðast um bæinn og ber Morgunblaðið til lesenda. Það er kannski réttara að segja að vísan sé ort að nóttu því Erlendur er ætíð á ferð með blaðið svo snemma að enginn bæjarbúa er vaknaður þegar blað er komið í hús. Ég er viss um það að íbúar á höfuðborgarsvæðinu fá ekki Morgunblaðið sitt á fyrr en við hér á Blönduósi, slík er þjónustan hjá Erlendi.  
    En samhengislausir getum við ekki verið því fyrir það erum við ekki þekktir. Þessvegna er samhengið eitthvað á þessa leið og fjallar að sjálfsögðu um Jón ráðherra og Erlend:

Jón sagði það, þar sem hann stóð:
"Staðan í flokknum er góð."
Og á  Morgunblaðsgöngu
ei alls fyrir löngu
Orti hann Erlendur ljóð.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 49
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 100
Gestir í gær: 64
Samtals flettingar: 65037
Samtals gestir: 11626
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 09:24:33