Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

19.01.2011 13:22

Sviðasulta og súrir pungar

    Handboltinn hefur heltekið þjóðina og þar sem ég er víst hluti af henni fell ég undir þessa skilgreiningu. Leikurinn í gærkvöldi á móti Austurríki var vægast sagt taugatrekkjandi og ef ég segi satt þá hafði ég alltaf trú á Okkar mönnum en mín kona var í mun meiri vafa. Það var ekki fyrr en ég var búinn að veita henni nokkrar tveggja mínútna brottvísnir úr stofunni að eitthvað fór að ganga og að lokum lönduðum við sigri eins og efni stóðu til og þjóðin veit. Það skaust svona upp í huga mér eftir leikinn hve það er ljúft fyrir þjóðina að eiga eitthvað sem hún getur sameinast um.

    Jónas Skaftason húsbóndi á Ljóninu kom til mín í byrjun viku til að greina mér frá gangi mála á samskiptum hans og helstu embættismanna í héraði. Var á Jónasi að  heyra að hann hefði nú orðið nokkuð góð undirtök í þeim leik og sagði mér í óspurðum fréttum að hann ætlaði að hefja starfsemi á Ljóninu þann 1. apríl, mánuði fyrr en í fyrra. "Er þetta bara ekki aprílgabb hjá þér" sagði ég si svona og fékk skýrt andsvar: "Nei! Jón, hér er ekki um aprígabb að ræða". "Jæja" sagði ég og bætti við: "Það verður þá um svipað leiti í vor sem þú og grágæsirnar fara að gleðja bæjarbúa". "Já, það má segja að nokkuð sé til í því", samsinnti Jónas.
Annars er það eina sem kemst að í mínu fábreytta höfði þessa dagana fyrir utan handboltann er að það styttist í þorrann og á föstudaginn hef ég fullt leyfi til að veiða upp úr súrtunnunni minni ýmislegt góðgæti og  snæða það með rófustöppu, ísköldu brennivíni og þorrabjór. Er ekki tilveran dásamleg

Í framhaldi af þessu síðastnefnda er tilvalið að birta þessa mynd
  
    
    Þetta er hún Jóhanna Bjarnadóttir frá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal að sinna hannyrðum með vinum sínum í félagsaðstöðu aldraðra í Hnitbjörgum. Hún sagði þegar ég tók myndina: "'Ég myndast alltaf svo illa." Ég læt öðrum eftir að dæma hvort hún hafi rétt fyrir sér.
    
    Rúnar er kominn með Gluggann og það lekur af honum lífsgleðin umvafin eldfjörugum Plazapolka í flutningi skoskra listamanna. Það er allt í lagi að leika fjörugan polka í dag því nú er hægt að dansa á gangstéttum eftir hlákuna sem kom í nótt.
    Forsíðu auglýsingin er eitthvað svo upplífgandi, gefandi, hjartastyrkjandi og alltumgleðjanleg. Þorrablót kvenfélagsins Vöku verður á laugardaginn. Góður matur, góðir félagar og vinir, gott skemmtiefni og vonandi góð tónlist. Það þarf bara ekki að hafa um þetta fleiri orð því þetta er spennandi og tilhlökkunarvert.
    Það kennir ýmissa grasa í Glugganum eins og gefur að skilja. Sölufélagið minnir á þorramatinn, sýnikennsla verður fyrir reiðmenn og ritnefnd Húnavöku er farin að minna á sig.
    Vísa vikunnar er á sínum stað og er um hvað margir skagfirskir stórólfar hafa horfið af sjónarsviðinu og nú sitja þeir eingöngu uppi með einn Þórólf eða það segir Rúnar Kristjánsson frá Skagaströnd að minnsta kosti

Rúnar vinur minn hinn Blönduóski er ekki eins upptendraður og ég af handboltanum og íþróttagjálfri almennt og það hrökk út úr honum þessi staka svona til þess að leggja létta áherslu á tilfinningar sínar:

Hjá flestum fer hér allt í sport
handbolta og fleira
Enga vísu ég hef ort
er bara úti að keyra.

    Þá er bara eftir að finna samhengi hlutanna sem svo oft eru samhengislausir og ósamræmanlegir að það er ekki á færi annara en einstakra manna að koma böndum á hið óræða samhengi þeirra.

Hamingjustuðull er nú með hæsta móti.
Hækkandi sól og óveiddur byggðakvóti.
Og á laugardagskvöld
eignar gleðin sér völd
á geggjuðu þorrablóti.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 70
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 100
Gestir í gær: 64
Samtals flettingar: 65058
Samtals gestir: 11640
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 11:31:37