Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

26.01.2011 10:03

Á Sölvabakkamel er sælan falin

    

    Það er vor í lofti þessa dagana og gæsirnar 7 sem halda sig á túnunum vestan Hnjúkabyggðar hafa það bara bærilegt. Auðnutitlingarnir (Carduelis flammea) eru afslappaðir og hrafninn er svolítið ruglaður eftir að urðun á sorpi hefur verið hætt í Draugagili. Hann flýgur á milli ljósastaura og húsmæna og skimar eftir æti og gefur frá sér ýmis furðuhljóð.


    Þorrablót kvenfélagsins var haldið síðastliðinn laugardag og tókst mjög vel. Aðalnúmerið í skemmtiatriðunum var Jónas nokkur Skaftason kenndur við Ljón norðursins. Ekki var hann þarna í raun heldur í anda og var greinilegt á öllu að hann var með undirtökin í samskiftum við bæjaryfirvöld og sýslumannsemmbættið eins og svo margoft hefur komið fram í pistlum hér. Það er ekki ætlunin að segja meira frá þorrablóti annað en það að maturinn var að þessu sinni mjög góður og var súrmetið súrt í alvöru og þeir sem þess nutu, himinsælir eins og komið hefur fram.
    Þegar ég lít svona í fljótheitum yfir liðna viku þá kemur það mér svolítið á óvart að Jónas hefur ekkert haft samband við mig þó ekki væri til annars en spyrja hvernig til hefði tekist á þorrablótinu. Sem sagt, ég hef ekkert heyrt í Jónasi en vil bara ítreka það að hann ætlar að opna Ljónið fyrir alþýðunni þann 1. apríl. 
    Þar sem heldur fátt er að frétta af Vesturbakkanum þessa síðustu daga er freistandi að gægjast svolítið yfir á Austurbakkann. Fyrir utan það að hún Bóta (Bóthildur Halldórsdóttir) var  valin af lesendum Húnahornsins, maður ársins í Húnaþingi 2010 er einnig heldur fátt af þeim bakka að frétta. En það er langt síðan ég skrifaði á þessum vettvangi að Bóta væri til bóta og það hefur svo sannarlega sannað sig.
Þetta er samt allt svo skrýtið þegar maður fer virkilega að hugsa um hlutina. Getur verið að það sé lítið að frétta eða getur skýringin verið sú að undirritaður sé svona utanveltu í samfélaginu að allt hið fréttnæma skondrist framhjá án þes að ég veiti því eftirtekt. Það skyldi þó aldrei vera að það sé ég sem er aðal vandamálið í þessu öllu saman en hvort er þá er þetta bara svona.
    Mikið væri nú gaman að frétta eitthvað af gagnaveri og stöðu þess á ákvarðanatökuborði þeirra sem um véla. Er gagnaverið á leiðinni út af borðinu á framkvæmdastig eða í ruslakörfuna eða er enn verið að bíða og hvað veldur þeirri bið?
Fyrst maður hefur ekkert fréttnæmt að segja þá er alveg tilvalið að varpa fram annari spurningu út í loftið. Skiltið við Norðurlandsveg vestan Blöndubrúar sem vísar á tjaldsvæði sem ekkert er; verður það enn til staðar í sumar til þess eins að rugla saklausa ferðamenn? En núna fer Rúnar bráðum að koma með Gluggann þannig að best er að hætta þessum heimskulegu spurningum og fara að huga að innihaldi Gluggans.

    Og viti menn; Rúnar er bara mættur og bíður eftir mér fyrir utan Aðalgötu 8 þegar ég kem úr hádegismat.
 

    Veðrið er gott og valsinn "Við fjörðinn" eftir Bjarna Halldór Bjarnason, einkar viðeigandi, hljómði undur vel út yfir Aðalgötuna og nánast umhverfi. Nonni hundur á hæðinni fyrir ofan og hrafnarnir í gamla bænum steinþögðu.
    Glugginn er þorrablót í bak og fyrir. Annarsvegar er minnt á Hreppablótið og hinsvegar á þorrblót þeirra Bólhlíðinga og Svínvetninga í Húnaveri. 
    Vísa vikunnar er á sínum stað og er líkast til eftir Óskar skáld í Meðalheimi þar sem hann veltir vöngum yfir því hversvegna þjóð sem skapar svona mikil verðmæti virðist samt sem áður alltaf vera að tapa. Kannski að skýringin felist í þeim fleygu orðum Steingríms heitins Davíðssonar skólastóra sem hann lét falla á á sínum tíma. "Það þýðir ekkert að spara og spara og spara svo aldrei neitt".

    En nú er komið að hinni sjálfskipuðu píslargöngu okkar félaganna að finna hið óborganlega samhengi hlutanna sem allsstaðar leynist og á sér margar birtingarmyndir.

        Auðnutittlingarnir eru spakir
        ekkert getur truflað þeirra frið.
        Og yfir hverjum bita hrafninn vakir.
        Hverfult reynist stundum lífsins svið.

        Á Sölvabakkamel er sælan  falin
        sækja þangað bráðum hrafnar þeir
        Í lífsbjörgina leitar sá er kvalinn
        og líður ekki hungurverki meir.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 12
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 100
Gestir í gær: 64
Samtals flettingar: 65000
Samtals gestir: 11601
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 02:46:28