Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

20.04.2011 13:19

AVP komin í bæinn

    Nú verður lítið skrifað en stiklað á stóru í lýsingu á vorkomunni. Helsta fréttin er sú að gæs sem fædd er á Blönduósi árið 2000 og ber einkennisstafina AVP á fótum er kominn og það sem meira er hún kom fyrst í heimsókn til Jónasar á Ljóninu. Jónas segir að þessi gæs sé feit og pattaraleg og sómi sér vel sem eðalgæs bæjarins. Ég er mikið búin að skima eftir aðal eðalgæsininni SLN sem hefur komið hér árlega síðan árið 2000. Það er kominn smá kvíði í sálina um að hún hafi nú orðið fyrir einhverju því sem óhollt er hverju lífi en ég vona enn hið besta.


Gæsirnar streyma núna í stórum hópum til heimahaganna en svona var tekið á móti þessum gæsum í gær
    Jónas sagði mér í óspurðum fréttum um leið og hann sagði mér frá merktu gæsinni að hann ætlaði að hafa opið um helgina eins og engin væri til sýslumaðurinn eða bæjaryfirvöld. 

    Rúnar vinur minn skildi Gluggann eftir á hurðarhúninum og hringdi svo skömmu seinna og sagðist vera upptekinn. Mér leið svona eins og munaðarlausum páskaunga sem ekkert á sér eggið við þessi tíðindi. Engir harmonikkutónar, engin polki eða vals eða andlegur stuðningur við vísnagerðina. Þó svo nokkur snjókorn hafi fallið í morgun þá er komin þvílík himnablíða núna eftir hádegið og Húnaflóinn svo stilltur að það er líkast því að skaparinn haldi niðri í sér andanum
.


        Bragginn á Sólvangi er á sínum stað líkt og vorið sem leynist undir snjónum
   
     En Glugginn er kominn með sín tíðindi og upplýsingar. Þar rek ég augun í það að Ólafur Reimar ætlar að opna ljósmyndasýningu á Pottinum á laugardaginn. Frábært framtak hjá Ólafi og er næsta víst að ég komi einhvern daginn til að fara á þá sýningu.
    Árni Jóns, Páll Þórðar, Einar Kolbeins og Þórður Pálsson ætla að kveðast á í kvöld í harmonikkuhöllinni. Reyndar er þetta kynnt þannig að þeir ætli að takast á með kviðlingum og kvikindisskap og gæti ég best trúað því að það væri nálægt sannleikanum.
    Þar sem páskarnir eru að bresta á og í mörgu að snúast er rétt að hafa þetta ekki mikið lengra að þessu sinni. Samhengið verður því að vera eitthvað á þessa leið.


            Erfitt er að yrkja ljóð
            ef andans hverfur kraftur.
            En ekki skal ég  missa móð
            og mun því reyna aftur.
 

    Rétt áður en ég ýtti á entar og sendi þennan pistil út í loftið ók hér fram hjá Rúnar nokkur og lék líka þennan fína polka svona rétt til að senda ykkur hugheilar óskir um gæfuríka páska.

                                                                                GLEÐILEGA PÁSKA

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 57
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 88
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 64803
Samtals gestir: 11509
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 19:00:38