Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

03.08.2011 14:08

Ferðamaður í fæðingarborginni

    Nú er ég fjarri góðu gamni á Vesturbakkanum. Ég gerðist svo djarfur að leggja leið mína í höfuðstaðinn og upplifa mig sem "túrista" í eigin föðurlandi. Fyrsta daginn lagði ég leið mína með minni konu um Laugarneshverfið, hverfið sem ég sleit barnsskónum í og grunnurinn að mér eins og ég er var lagður.
  Æskuheimili mitt, Laugarnesvegur 43. Það er erfitt að taka mynd af húsinu því tré sem varla voru til í minni æsku skyggja svolítið á

    Það var svolítið sérstakt að standa fyrir framan æskuheimilið með myndavélina um hálsinn og konuna mér við hlið og leyfa berskunni að líða gegnum hugann. 
    Það hefur ýmislegt breyst á 50 árum og ýmislegt máðst út úr huganum. En samt þegar maður rölti um hverfið komu hin og þessi myndbrot úr fortíðinn upp í hugann. Allt í einu stóð hann Þorsteinn glímumaður ljóslifandi fyrir hugskotsjónum mínum og rakk okkur krakkana af "stakkettinu" og sagði að við gætum bara staðið á "fortóvinu", Elías Mar rithöfundur kom líka upp í hugann en hann átti heima í sama húsi og Þorsteinn. Okkur þótti hann dálítið sérstakur og það fór að kvissast út að hann væri "sódó" og það voru sko menn sem maður ætti að vara sig á. Ég mundi eftir Ása á verkstæðinu og Torfa sem síðar varð bóndi á Mánaskál en hann vann um tíma hjá Ása. Valdimar Leifsson bjó út á Laugarnesvegi 50 og ég mundi allt í einu eftir því  þegar við tveir vopnaðir hvannarrörum og reyniberjum og skutum úr háaloftsglugganum á fólk sem beið eftir strætó á Sundlaugarveginum. 
    Ég rifjaði upp ófáar ferðirnar í í mjólkurbúðina við hliðina á KRON þegar mjólkin var afgreidd í brúsa. Oft var maður sendur í fiskbúðina á Gullteignum og beðinn um að kaupa ýsu sporðmeginn. Ég mundi að einu sinni sagði fiskkaupmaðurinn mér að ýsu ætti hann ekki til en til ætti hann þorsk með ýsubragði. 
    En Hrísateigurinn liggur fyrir ofan Laugarnesveginn og þar voru meðal annars Elísbúð og blómabúð. Hraunteigurinn byrjar í Hrísateignum miðjum og þar átti Árni Helgason heima með öllum gullfiskunum og kanarífuglunum. Á horninu á Gullteig og Hraunteig átti Artúr Löve heima og man ég að við gerðum allskonar vísindatilraunir í kjallaranum undir tröppunum heima hjá honum. 
   Hraunteigur 3. Mikið hefur þetta hús breyst en fyrir ofan er hús nr 5 við Hraunteig og þar bjó Árni Helga með öllum kanarífuglunum 

    Þegar Hraunteigur var á enda genginn þá lá leiðin upp Kirkjuteiginn og gamli skólinn minn, Laugarnesskólinn blasti við á vinstri hönd. Rétt er samt að geta þess áður en lengra er haldið að minnast á samkomur KFUM í kjallaranum á að mig minnir, Kirkjuteigi 33. Þar sungum við  "Áfram kristmenn krossmenn" og fengum að sjá Gög og Gokke kvikmyndir. Það var alltaf stuð á fundum með Jesú á Kirkjuteignum. 
    En Laugarnesskólinn á alltaf ljúfan sess í hjarta mínu og þar leið mér vel. Það er afar líklegt að því megi þakka Jóni Frey Þórarinssyni sem kenndi mér lengst af fyrir utan fyrsta árið sem Anna Jeppesen kenndi okkur. Þegar maður stóð á planinu fyrir framan aðalinnganginn rifjaðist upp að allir þurftu að fara í röð áður en gengið var til skólastofu. Söngur á sal, ferðir í Katlagil og svo ótal margt annað þaut í gegnum hugann. Þegar ég renndi augum yfir skólalóðina og rifjast upp fyrir mér atburður þegar við Axel heitinn Amendrup vorum að leik með bolta við eina körfuna á leikvsvæðinu komu nokkrir eldri strákar og tóku boltann af okkur, bolta sem Axel átti. Þeir hentu boltanum á milli sín þannig að við fengum ekki að halda leik áfram. Nú voru góð ráð dýr og ég gerði nokkuð sem gerði höfuðpaurinn í þessum leik gegn okkur Axel, óvirkan um stund. Þess gjörð mín varð þess valdandi að allt varð vitlaust og átti ég hjóli mínu, Kirkjuteignum og mömmu líf mitt að launa. Það upphófst mikill eltingaleikur sem endaði heima í bílskúr á Laugarnesvegi 43. Það var mér til happs að mamma stóð úti á tröppum og kom í veg fyrir að herskarinn sem elti mig kæmi fram hefndum.
    Það er svo margt sem kom upp í hugann að ómögulegt er að koma því öllu fyrir í litlum miðvikudagspistli. Það er ákaflega hollt að rölta um berskustöðvarnar og dusta rykið af fortíðinni. Maður kemst að því að það er svo ótal margt sem maður man en man þó ekki en ætti að muna. T.d Laugarneskirkjuna og stundirnar í safnaðarheimili. Þegar séra Svavar Garðarson gerði sig ítrekað sekan um að halda frekar með okkur krökkunum úr Laugarnesskólanum þegar við öttum kappi í allskyns leikjum við jafnaldra okkar í Laugalækjarskóla. En einhversstaðar verður að hætta . Ónefndur er bardaginn mikli sem byrjaði á strætóplaninu og barst yfir Borgartúnið þannig að öll umferð stöðvaðist um tíma og Aage Lorange hringdi á lögregluna. En ferðin um æskustöðvarnar var gefandi og skemmtileg.

Til Reykjavíkur leið mín lá
og lallaði  þar um torg og stræti.
Í æsku sjálfan mig ég sá
standa á bak við ys og læti
.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 95
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 75
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 64983
Samtals gestir: 11587
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 23:38:46