Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

07.09.2011 15:07

Ég er kominn heim

Það er gott að fara í frí og það er gott að koma úr fríi. Þetta hef ég reynt sl. hálfa mánuðinn. Hér sit ég og get ekki annað, sólbrúnn og sætur en með kvef sem er við það að yfirgefa mig. Við hjóninn brugðum okkur suður á bóginn í sólina í þeim eina tilgangi að gera sem minnst. Þetta tókst ágætlega og ég held að ég hafi bara haft gott af þessu því ég fékk frí frá ryksugunni og því að búa um rúmið í heilmarga daga og er ég ekki frá því að konan hafi líka haft eitthvað gott af þessu fríi.


Loksins hitti Magga einhvern sem vildi hlusta á hana og var skemmtilegri en eiginmaðurinn. Ef myndin er skoðuð nánar þá er þessi stytta ekki ólík Steingrími Joð með betlidisk rétt hjá ESB torginu í Torremolinos

Við vorum á hóteli og í hálfu fæði. Þetta þýðir að við komum tvisvar á dag í stóran matsal þar sem saman voru komir mörg hundruð gestir og flestir á stuttbuxum. Það var svolítið sérstakt að vera í þessu samfélagi a.m.k. 30 mínútur tvisvar á dag. Ekki verður hjá því komist að maður fer að velta fólkinu fyrir sér og setja það í samhengi við samferðamenn sína hér uppi á Fróni. Það væri gaman að segja frá þessum tengingum en þar sem ég er friðelskandi og tillitsamur maður þá læt ég það vera en mikið andskoti væri það nú samt skemmtilegt.

Það er með hreinum ólíkindum hvað maður fer að velta vöngum yfir þegar maður er umvafin svona mörgu fólki í sömu stellingum í stórum matsal. "Hefurðu tekið eftir því hve margir draga fætur undir stólinn og tylla vinstri fæti aftur fyrir þann hægri meðan þeir snæða" spurði ég konu mína um leið og ég áttaði mig á því að minn vinstri fótur var fyrir aftan þann hægri undir stólnum. Mér fannst þetta merkileg uppgötvun og fór að leiða hugann að því hvort þeir sem þetta gerðu væru hamingjusamari en þeir sem krosslögðu fætur, sem sagt settu hægri fót upp á þann vinstri (eða öfugt) eða þeir sem höfðu fæturna samhliða á gólfinu. Hvað sem öðru leið þá uppgötvaði ég líka að kynjamunur í þessari fótavinnu við matarborðið var enginn og eins fannst mér þessi hegðun óháð þjóðerni. Sem sagt hér er um fjölþjóða, kynlausa atferlishegðun að ræða.  Aftur á móti fannst mér mikill kynjamunur í krossleggingu fóta og einnig hjá þeim sem höfðu báða fætur samsíða á gólfinu. Konur voru í miklum meirihluta hvað varðaði krosslegginguna en karlarnir mun fleiri í samsíða tengingu við gólfið. Engin varð niðurstaðan í þessum "pælingum" nema sú að ég tilheyri meirihluta hópi fólks sem er með sömu fótahegðun á veitingahúsum og túlka ég það þannig að ég er veitingahúsum hæfur. Það er rétt að skjóta því inn hér áður en ég læt lokið umfjöllum um sumafríið að það var alltaf veitt freyðivín með morgunmatnum og þá minnist ég þess að þegar ég bergði á því steingleymdi ég öllum fótaburði í matsalnum.

Mig langar að skjóta þeirri ánægjulegu frétt inn í þennan pistil að það sást til Stefáns og Nonna hunds á gangi í Fellunum í Reykjavík á mánudaginn var. Eins og þeir vita sem þessa pistla lesa þá fluttu þeir Stefán og Nonni hundur suður til Reykjavíkur í lok ágúst og hafði ekkert til þeirra spurst í lengri tíma og voru sumir satt best að segja farnir að hafa áhyggjur. Þetta er gleðifrétt fyrir okkur sem höfum taugar til þeirra feðga og eins er þetta gleðifrétt fyrir íbúa í efri byggðum Reykjavíkur að vera búnir að fá þessa sérstöku öðlinga í nágrennið.

Loksins hittumst við Rúnar á miðvikudegi eftir langan aðskilnað. Veðrið hefði mátt vera betra við þessa endurfundi. Grenjandi rigning og 5 gráðu hiti lögðust yfir " Bel Viso" eldfjörugan polka sem þeir Kristian og Jens Peter ásamt Czardas tríóinu fluttu í Súkkunni hans Rúnars. Til að leggja áherslu á tónlistarlegt gildi komu sinnar og yfirgnæfa byljandi regnið lagðist Rúnar á flautu bifreiðarinnar þannig að bæði regnið og tónlistin gleymdust augnabliksstund. Sem sagt Rúnar er kominn með Gluggann og það er skemmtilegt. Einu tók ég eftir þegar Rúnar settist í hornið hjá mér með Gluggann að hann krosslagði fæturna líkt og konur á veitingahúsi úti á Spáni en reyndar borðaði hann ekki neitt. Rúnar greindi mér frá því að farið hefði fram rannsókn fyrir mörgum árum hvaða persónu fólk hefði að geyma eftir því hvernig það væri í kyrrstöðu. Minnti Rúnar að þeir sem tylltu tá hægri fótar vinstra megin og framan við vinstri fót væru skemmtilegt fólk, meira mundi hann ekki.

Glugginn í dag er ekki þykkur en innihaldsríkur. Stóðsmölun og stóðrétt í Skarapatungurétt er forsíðuauglýsingin að þessu sinni og Domusgengið er á sínum stað. Ég segi nú bara "hvar væri Glugginn staddur ef ekki nyti við þeirra Stebba hrl, Sveinstaða-Magga og Ólöfu Pálma" ég segi nú ekki annað.

Vísa vikunnar er á sínum stað og er að þessu sinni eins og nánast alltaf eftir Rúnar á Skagaströnd og segir frá höfuðborgar hrokagikkjum sem við hér á landsbyggðinni eigum að hafa séð. Ég er nokkuð viss um að hrokagikki sé að finna allstaðar í samfélaginu og hef ég á tilfinningunni að hlutfallið sé nokkuð svipað því og hjá þeim sem krækja vinstri fót aftur fyrir þann hægri meðan þeir matast.                                   

Hér segir af ferð okkar hjóna, þó nokkuð frægri.

Sem heim komust aftur létttekin flensu vægri.

En ég verð allur betri

eins og sést hér á letri

Ef kræki ég vinstri fæti aftur fyrir þann hægri

 

Á mygluðum miðvikudegi,

mættumst við Rúnar á ný.

Ég muldra það hér með og segi,

mikið var gaman af því.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 62
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 211
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 64367
Samtals gestir: 11456
Tölur uppfærðar: 29.4.2024 20:29:55