Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

14.09.2011 14:28

Sláturtíð

Haustið er handan við hornið og vetur í nánd. Um það vitna mörg atriði í daglega lífinu. Garg kríunnar er þagnað, lóurnar eru að hópa sig, gæsirnar gagga óvenju mikið og síðast en en ekki síst þá styttist sólargangur og sauðfé og hrossum er smalað til réttar. Annað sem ótvírætt vitnar um haustkomuna er að húsflugum fjölgar til mikilla muna innanhúss og geta truflað mann við lestur góðrar bókar svo eitthvað sé nefnt.

Kartöflurnar eru líka fyrirbrigði sem minna á haustið og til þess að halda því til haga var uppskeran hjá mínu fólki 88 kassar sem er einum kassa færra en  í fyrra og eru menn bara nokkuð sáttir miðað við hversu sumarið átti erfitt uppdráttar. En kartöflurnar eru komnar í hús og er verið að herða þær fyrir vetrargeymsluna.

Jónas Skaftason vertinn á Ljóninu sagði mér eins og svo oft áður í óspurðum fréttum að hann hyggði á suðurferð upp úr næstu mánaðarmótum og fylgir hann eins og venjulega ferðum grágæsanna. Kemur norður um mánaðarmót mars- apríl og fer suður í októberbyrjun. Annað sem Jónas sagði mér var það að næsta sumar ætlar hann að vera með matsölu á Ljóninu og síðast en ekki síst þá ætlar Jónas að vera með kvöldvöku á Ljóninu laugardaginn 24. sept. Þar munu koma fram snillingarnir í Málbandinu en óvíst er hvort Ívar Snorri fái að vera með því trommusettið hans tekur svo mikið pláss þó svo hann geri það ekki.


Friðrik á Kiljunni að viðra hundinn sinn í haustblíðunni

Rúnar rennir í hlað í dásemdar himinblíðu með "Suðurbæjarminni" undir geislanum í "Súkkunni" sinni. Þetta er harmonikkulag eftir Norðfirðinginn Bjarna Halldór Bjarnason. Þetta er notalegur ræll sem skemmir ekki sólskinsstundina í Aðalgötunni. Rúnar er rólegur og prúður í fasi líkt og veðrið utan dyra. Þetta flokkast undir notalega innkomu hjá Rúnari og rennir stoðum undir góðan dag.  Sem sagt Rúnar er kominn með Gluggann sem er fullur af sláturvörum, matvælum sem flestir ættu að huga að bæði heilsunnar og buddunnar vegna.

Glugginn er kominn en og aftur og kennir þar ýmissa grasa. Blóðbíllinn verður á ferðinni og ætti að vera óþarfi að benda þeim á sem teljast hæfir blóðgjafar á að gefa blóð.

Sölufélagið (SAH) er eins og venjulega með slátursölu í haust. Allir sem eru sæmilega læsir eiga að sjá að hægt er að gera hagstæð matarinnkaup hjá SAH og til dæmis hægt að fá 1 kg af lambslifur fyrir 170 kr kílóið. Steikt lifur í brúnni sósu og með nýjum kartöflum úr Selvík (mega vera annarsstaðar frá) og sultu er herramannsmatur.   Að taka slátur er góð búbót og ætti að vera bundið í stjórnarskrá. Hef reyndar ekki séð að hin þingkosna stjórnarskrárnefnd hafi sett þetta inn því fátt veit ég þjóðlegra, já eða jafn þjóðhagslega hagkvæmt og kæmu hinum margumtöluðu fjölskyldum í landinu eins vel og að taka slátur. Það er hægt að borða það nýtt, frysta það, steikja eða súrsa. Að taka slátur er ekki bara matargerð heldur má nánast flokka þessa athöfn undir félagslega samhjálp en ég fer ekki nánar út í það.

Í sláturtíðinni falla líka til afurðir sem nefnast hrútspungar og þegar þeir eru búnir að liggja í súr fram að þorra þá eru þeir orðnir slíkt sælgæti að ég á hreinlega erfitt meða að skrifa meira um þessa lostafullu afurð sem aðeins fellur til af karldýrum sauðfjárins. Bara við þessa tilhugsun eina er ég farinn að hlakka til þorrans og blótanna sem honum fylgja.

Öllu sauðfé fylgir haus og þarf ekki að fara í kyngreinaálit með það. Þegar búið er að svíða þessa hausa, breytast þeir í sælkerafæðu sem bragðast einkar vel ýmist heitir eða kaldir með rófustöppu. Reyndar er það smekksatriði og getur kartöflumús komið í staðinn fyrir rófustöppuna, nú eða þessar stöppur geta farið saman með sviðunum.  Nei! Neytendur góðir, látið ekki sláturtíðina fram hjá ykkur fara því þar gefst ykkur einstakt tækifæri að verða ykkur úti um ódýra, holla og síðast en ekki síst góða fæðu, fæðu sem hægt er og gott er að grípa til hvenær sem er yfir veturinn.  Látið ekki slátrið fram hjá ykkur fara.

Vísa vikunnar er á sínum stað og er að þessu sinni eftir Önnu Árnadóttur. Anna horfir eins og við fram á það að haustið er á næstu grösum og vefur hugrenningum sínum í ljóðrænt form.

En nú liggur það fyrir að koma þessum fræðilega matreiðsluþætti í samhengi við lífið og tilveruna og eins og flestir vita klikkum við Rúnar ekki á því.


Úr eldhúsum mæðranna kveður við hlátur

Kátína ríkir og langt er í grátur

Þar mörinn er skorinn

Í sælu fram borin

sviðakjammi og nýsoðið slátur

 

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 65
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 211
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 64370
Samtals gestir: 11457
Tölur uppfærðar: 29.4.2024 21:11:37