Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

12.10.2011 21:23

Lífið er undarlegt

    Lífið er undarlegt! Dyrabjallan á mínu heimili er búin að vera biluð í þó nokkurn tíma og menn hafa þurft að banka upp á til að ná sambandi við heimilisfólk. Á fimmtudagskvöldið fyrir næstum því viku  hringdi dyrabjallan og við hjónin litum upp síðan hvort á annað upptekin við að hlusta og horfa á ekki nokkurn skapaðan hlut í sjónvarpinu og mátti lesa úr svip okkar beggja að hér hefði líkast til gerst kraftaverk. Konan fór til dyra til að sjá manninn (Ég er trúr þeirri skoðun að konur séu líka menn) sem kunni á dyrabjölluna og um leið og hún opnaði útidyrnar stóð á dyrapallinum heyrnalaus karlmaður að selja happdrættismiða. Heyrnarlaus maður sem  hringir bilaðri dyrabjöllu með árangri, selur að sjálfsögðu happdrættismiða. Ég er ekki kröfuharður maður og krefst ekki að fá vinning út á þetta en ég get ekki leynt því að déskoti væri það nú gaman bara svona til að hleypa lífi í drauminn um kraftaverkið. Ég er ekki sú manngerð sem trúir á kraftaverk í tíma og ótíma en innst inni blundar alltaf vonin. Hún bara blundar og ég sem er svona karlmaður á áliðnum sextugsaldri og hef kynnst ýmsu á lífsleiðnni viðurkenni seint kraftaverk, en svona í trúnaði þá er ég bara ósköp venjulegur meðalJón.


Þrútið var loft og þungur sjór við botn Húnafjarðar í gær   

     Jónas Skafta hringdi í mig í gær úr höfuðborginni til að leita frétta og svona minna á tilveru sína. Hann hvarf sporlaust úr bænum um helgina án þess að kveðja kóng né prest og hafði Himmi Snorra orð á þessu við mig í gær. Við Himmi vorum sammála um að brotthvarf Jónasar hafi borið brátt að og spurði ég því Jónas sjálfan hvað hafi valdið þessu skyndilega hrotthvarfi. Jónas sagði sem svo að yfir litlu væri að hanga á Vesturbakkanum og því væri bara best að drífa sig suður í harkið. Reyndar sagði Jónas í aðspurðum fréttum að lítið væri að gera í leigubílabransanum og fáir túrar í boði. Ef þið sjáið góðlegan grásíðhærðan eldri mann á Bens bifreið fyrir utan Kringluna þá er það hinn eini og sanni Jónas og efa ég ekki að hann mun koma ykkur á leiðarenda.

     Rúnar er kominn Glugga vikunnar. Eins og venjulega þá lék hann harmonikkutónlist fyrir mig og kannsi einhverja fleiri. Rúnar kom ekkert sérstaklega á óvart í tónlistarvali í dag því hann lék enn og aftur polka af Strákabands disk sínum. Hressilegt en ekki mjög frumlegt. Sem sagt íhaldsamt og gott og utan dyra leika ferskir vindar með 7 gráður í farteskinu.

     Styrktarsjóðsballið er í augsýn og Lionsmenn eru að leggja af stað með ljósaperurnar sínar. Maggi fasteignasali stefnir að því að selja ofan af mér á Aðalgötunni því Domusgengið er að reyna selja báðar íbúðirnar fyrir ofan mig.

     Á sunnudaginn stendur til að opna Þórsstofu í kvennaskólanum á Blönduósi. Þessi Þór sem um ræðir er enginn annar en Þór Jakobsson veðurfræðingur en hann hefur verið okkur hér á Blönduósi innan handar um ýmis málefni og nægir að nefna Hafíssetrið.

  Haustlitirnir í Fagrahvammi (kvenfélagsgarðinum) áður en rokið kom

     Þessi dagur í dag er svona í andlausari kantinum og helgast það meðal annars af því að konan hefur yfirgefið mig um stundarsakir til að bregðast við vetrarfrí í grunnskólum höfuðborgarinnar. Þ.e.a.s. hún fór suður til að vera með barnabörnum sínum þar sem foreldrar geta ekki tekið sér frí þessa daga.

     En samhengið verður að vera til staðar og kannski er því best lýst svona:

          Í október miðjum við andlausir erum,

          ekkert er við því að segja.

          Við lítið vitum og lítið gerum

          og lang best er því að þegja.

 


 


    

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 35
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 88
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 64781
Samtals gestir: 11503
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 06:50:06