Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

07.12.2011 13:55

"How are you today"

Ambrósíusmessa er í dag og er haldin í minningu eins merkasta manns í kristninni, Ambrosius biskups í Milano. Jafnframt er þetta 341. dagur ársins í 7. viku vetrar og 49. vika ársins. Fullt tugl verður á laugardag og sólin nær svona  um það bil 2 gráður yfir sjóndeildarhringinn. Þetta er nú það helsta um þennan frostkalda dag.

Það var fyrir viku að Lárus B. Jónsson hringdi í mig og sagði mér frá ferðamanni sem tjaldað hafði í 10 gráðu frosti á tjaldstæðinu. Símtalið var eitthvað á þessa leið. "Heyrðu Jón, það er ferðamaður á tjaldsvæðinu og hann svaf hér í nótt. Þú verður að koma og taka mynd af honum"  Í fyrstu ætlaði ég ekki að trúa þessu en lét mig þó. "Er hann íslenskur" spurði ég. "Nei" sagði Lárus; "hann er frá Tansaníu eða eitthvað svoleiðis". "Er hann svartur" sagði ég. "Ég sé það ekki" sagði Lárus. Þetta fór að verða spennandi og ég rauk út í bíl með myndavélina því það væri nú svolítið flott að ná mynd af þeldökkum manni í tjaldi í hvítum snjónum. Ég ók eins og leið lá upp á tjaldsvæði og hitti Lárus í þjónustumiðstöðinni. Saman fórum til móts við ferðamanninn sem við vorum vissir um að væri frá Tansaníu. Þegar við nálguðumst manninn kom í ljós að þetta var hvítur maður sem þess vegna gat verið ættaður úr Svínadalnum.  En þegar hann ávarpaði okkur með þessum orðum "how are you today" hvarf  hið Svíndælska yfirbragð og eftir frekari samræður við manninn kom í ljós að hann var frá Tasmaníu í Ástralíu en ekki Tansaníu.


En að allt öðru. Jónas var með opið á Ljóninu þann 1. des síðastliðinn og bauð upp á kaffi, kleinur og ýmislegt annað góðgæti. Bella heimilsköttur á Ljóninu tók einnig á móti gestum með sínu hlýlega viðmóti. Reyndar var ekki opið nema þennan eina dag hjá Jónasi því hann dreif sig strax daginn eftir suður í leigubílaharkið. En það var opið og meira að segja tóku menn lagið og lék Jónas undir á gítar. Framganga yngstu dóttur Ívars Snorra og Jóhönnu Atla í söngnum um Nínu og Geira vakti hrifningu. Sú stutta söng af mikilli innlifun og kunni textan upp á 10.


Svo maður haldi áfram að segja frá menningunni á Vesturbakkanum, þá er í vændum menningarkvöld í gömlu kirkjunni. Verður boðið upp á upplestur, bókakynningu, tónlistaratriði og kvikmyndasýningu.  Mér er efst í huga þegar síðast var kvikmyndasýning í gömlu kirkjunni þá var sýnd mynd frá Kúbu með rússneskum texta. Mér skilst að fáir hafi skilið myndina en framtakið þótti lofsvert  og var lengi í minnum haft. Ólíklegt má telja að þessi Kúbumynd verði endursýnd, heldur má búast við mynd frá kirkjueigandanum Sveini +Film, verði sýnd almenningi.

Þá er Rúnar kominn inn úr frostinu og suðvestan áttinni með Gluggann og ekki gleymdi hann polkanum. Reyndar voru þau Therése og Peter enn undir geislanum í Súkkunni og voru enn og aftur að spila Raggies polka. Held reyndar að diskurinn sé frosinn í spilaranum en það gerir ekkert til. Þau eru hreint ágæt,  Therése og Peter, sæt og gæðaleg í útliti og polkinn bara hinn hressilegasti. Rúnar var kappklæddur enda full ástæða til og hefði hann sómt sér vel með Tasmaníu Wayne, þessum á tjaldstæðinu.

Það kennir margra grasa í Glugganum. Tónleikar, upplestur, og svona jóla ýmislegt. Þetta eru svona auglýsingar sem eru dálítið "kósýlegar", notalegar með súkkulaði og piparkökubragði.

Vísa vikunnar er á sínum stað og er eftir Ingibjörgu á Beinakeldu.  Vísan er um veðrið sem var um miðjum nóvember og það þýðir bara eitt. Það er verið að yrkja um gott veður. En það er eins og kellingin sagði á sínum tíma í blíðunni: "Þetta á eftir að hefna sín" og það hefur nú komið í ljós

En núna verðum við Rúnar að þefa uppi samhengið í hlutunum og koma því óbrjáluðu til skila:

Utan dyra naprir vindar næða,

nóttin tekur til sín meiri völd.

Um annað er víst æskilegra´ að ræða

því upplestur úr bókum er í kvöld.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 218
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 1028
Gestir í gær: 145
Samtals flettingar: 67060
Samtals gestir: 12225
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 04:02:43