Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

21.12.2011 16:15

Við opinn glugga

Nú styttist í það að dag taki að lengja. Í nótt um fimm leitið breytist möndulhreyf ing jarðar og norðuhvelið fer að halla sér að sólu. Þetta þýðir í stuttu máli að allt er eðlilegt og maður fer að hugsa um sólina, vorið, land sitt og þjóð.


Aðalgata 8, Langadalsfjall og Þorsteinshús

Misjafnt hafast mennirnir að á lífsleiðinni  en eitt eigum við sameiginlegt með öllu því sem andan dregur, að hætta að anda. Hér á Vesturbakkanum hefur yfir svartasta skammdegið dvalið Indverji sem hefur fylgst með síðustu andartökum stórgripa  í sláturhúsi  Sölufélags A-Húnvetninga (SAH). Það síðasta sem dýrin sjá fyrir utan Guðmund Eyþórsson er Indverjinn. Hann hefur vakað yfir lífi dýranna með hitamæli þar til þau lenda í höndum Guðmundar  og mælt í þeim hitann rétt fyrir aftöku. Um tilgang þennan veit ég harla lítið en fyrst eftir að hann kom hér var hitinn í  kjallara Þorsteinshúss þar sem hann hefur athvarf, nokkuð hár og allir gluggar lokaðir. Má með sanni segja að húsið hafi grátið að innan af þeim sökum. Eftir stutta leiðsögn um að gott væri að hleypa inn lofti að utan, mætti ráða bót á þessu vandamáli. Indverjinn gerði meira en opna gluggann örlítið, hann galopnaði hann. Glugginn var svo opinn að íbúar á Vesturbakkanum hafa ekki orðið varir við mýs í langan tíma og telja sumir að hlýrra sé í Aðalgötunni en annarsstaðar í bænum. Steinn Steinarr sendi á sínum tíma frá sér smásagnasafn sem hét " Við opinn glugga"  en ég efa  að Indverjinn hafi lesið það.  Maðurinn sem áður lokaði hitann inni hleypti honum nánast öllum út. Um daginn kom þessi ágæti maður frá hinu fjölmenna ríki Indlandi inn um dyrnar á Aðalgötu 8 og sagði farir sínar ekki sléttar. "Ég hef lokað mig úti, getið þið fundið fyrir mig símnúmerið hjá  Sölufélags -Sigurði". Auðvitað fann Vignir í Vínbúðinni það fyrir hann og samband tókst milli þeirra. Ég komu örlítið seinna inn í þetta ferli og þá  kom sér vel að hafa verið ráðunautur bænda  í A-Hún í 25 ár. Ég sagði um leið og ég tók mér stöðu hjá Indverjanum við gluggann vitandi um vandræðin "Þú ferð bara inn um gluggann sem stendur upp á gátt og þá ertu hólpinn"  og bætti við " ef þú festist í glugganum þá munum við hringja eftir hjálp" Indverjinn hló og snaraði sér út og inn um gluggann á Þorsteinshúsi. Indverjinn komst inn en skömmu seinna kom Sölufélags-Siggi og hitti fyrir útilokaðan mann innandyra í Þorsteinshúsi. Hvað þeim fór a milli veit ég ekki en allt getur gerst á Vesturbakkanum


Fyrir tæpri viku var haldið fyrsta eiginlega menningarkvöldsamkoma í gömlu kirkjunni. Reyndar var ekkert jólatré frá bæjaryfirvöldum í næsta nágreni en það má skrifast á það að gamli bærinn er jaðarbyggð eða í besta falli úthverfi svo vitnað sé í gamla kosningaræðu.  En dagskráin var fjölbreytt og og mæting mjög góð að sögn Sveins M. Sveinssonar.  Jóhanna Atladóttir las upp úr bók sinni "Í nýjum heimi" (þetta er bókin með dónalegu kápumyndinni sagði einn ágætur íbúi á Vesturbakkanum), Guðríður Helgadóttir frá Austurhlíð las einnig úr bók sinni. Birgitta Hrönn skáldkona frá Syðri Löngumýri mun haf lesið úr smásagnasafninu "Lauf að norðan" og hið sama gerði víst Ívar Snorri en hann las smásögu sína um höfrungana. Það var sungið og spilað og sýnd kvikmynd um æðarvarpið á Hrauni. Sem sagt fjölbreytt dagskrá og hef ég heyrt að fólk hafi skemmt sér hið besta.

         Ég hef bara ekkert heyrt í Jónasi Skafta í meira en viku eða síðan hann fékk áheyrn hjá Ömma frænda í Innanríkisráðuneytinu.  Ég hef heldur ekki hitt hana Bellu, heimilisköttinn á Ljóninu þannig að það segir fátt af þessum einstaklingum í þessum síðasta pistli fyrir jól.

          Rúnar er kominn með Gluggann og hafði hann í frammi hávaða utan dyra þegar hann kom. Lá á flautunni og vildi reka í burtu bifreið sem lagt var fyrir framan dyrnar á Aðalgötu 8. Þetta var bifreið Kristjáns á Húnsstöðum sem hjá mér var í heimsókn og þegar þeir sáu hvern annan höfðu þeir í frammi viðeigandi orðbragð sem hentar þeim sem þekkja hvorn annan. Ég hefði aldrei fyrir mitt litla líf þorað að segja það sem þeim fór í milli en Rúnar og Kristján kvöddust sem kórdrengir væru. Rúnar varð að koma með Strákabandið inn til mín svo ég gæti heyrt hvað var undir geislanum hjá honum þegar hann kom. "Höfuð, herðar, hné og tær" hét lagið og var það útsett í polkatakti.

          Glugginn er þykkur í dag enda uppfullur af jólakveðjum og er bara slatti til mín. Ég þakka auðmjúkur fyrir þess kveðjur, gríp þær á lofti og sendi til baka með sama hlýhug og mér var sýndur.  Rúnar var ekki frá því að einhverjar kveðjur væru til hans. Jólamessur, skötuhlaðborð og úrvals hangilæri voru líka innan um jólakveðjurnar og björgunarfélagið Blanda minnir á flugeldasöluna og sýninguna sem haldin verður á gamlárskvöld.


          Vísa vikunnar er að þessu sinni eftir Rúnar Kristjánsson skáld á Skagaströnd og er dýrt kveðin. Fjallar hún um hjal barnsins og hversu mikil blessun það sé.

          Samhengið er einfallt að þessu sinni enda eigum við Rúnar erfitt með að yrkja í myrkri. Þessvegna segjum við bara:

 

               Á  dimmasta ársins degi,

               auðmjúkir yrkjum ljóð.

               Megi´ ykkar  mildast tregi,

               megi´ ykkur jól verða góð.


Gleðileg jól

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 266
Gestir í dag: 68
Flettingar í gær: 719
Gestir í gær: 392
Samtals flettingar: 66080
Samtals gestir: 12124
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 07:24:15