Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

04.01.2012 15:00

"Jæja"

Gott tel ég vera að byrja þennan pistil á því að óska öllum sem hér líta við, gleðilegs árs með von um að þetta ár verði okkur öllum bærilegt.

Á tímamótum  sest maður niður með sjálfum sér,  horfir inná við og hlífir sér við áleitnustu spurningunum en gefur sér lausan tauminn í málum sem litlu sem engu skipta í veraldlegu tilliti. Niðurstaðan verður fegruð ímynd  því hver er sjálfum sér næstur. Í þessu sem öðru þarf samt að gæta hófs því óþarfi er að vera eins og skagfirskur búhöldur sem ekki getur verið úti við í rigningu.

Jæja ! sagði maðurinn þegar hann horfði fram á veginn og hið sama sagði hann þegar hann leit um öxl. Þetta orð "jæja" hefur margar merkingar. Það hefur leyst ýmis mál, hreyft við öðrum og saltað sum. Ég man eftir því að eldri maður í sjónvarpsleikriti fyrir margt löngu var ásakaður um að rífa kjaft af konu sinni bara fyrir það eitt að segja "jæja". "Jæja, það er líkast til kominn tími að litast um í nærumhverfinu (þoli ekki þetta orð) og athuga hvort þar sé eitthvað bitastætt.

Frá síðasta pistli hefur það helst gerst að haldið var eitt áramótaball við misjafna hrifningu eins og gengur. Einnig var ekki haldið jólaball fyrir börnin í sveitarfélaginu. Eftir svona fréttir af skemmtanalífi bæjarbúa er nærtækast að grípa til hins umfangsmikla orðs "jæja!"


Vesturbakki Blöndu síðasta kvöld ársins 2011

Friður og kyrrð ríkir á Vesturbakkanum og var til þess tekið hve lítið var skotið þar upp af flugeldum um áramótin. Þetta var öðruvísi þegar Óskar Húnfjörð hélt utan um sprengiefnið þá komu oft upp í hugann þessar ljóðlínur eftir Friðrik Hansen "Logar heimur loga fagur". En annars þá voru áramótin okkur sem byggjum þetta samfélag við jökulánna Blöndu bara ljúf og ánægjuleg.

Talandi áfram um Vesturbakkann, þá yrði það svolítið stílbrot að minnast ekki á Jónas Skaftason vertinn á Ljóninu. Skemmst er frá því að segja að af honum er ekkert að frétta og ekki heldur, læðunni hans henni Bellu. Það eina sem við vitum að hann hyggur á heimkomu með farfuglunum í vor og þá aðallega grágæsunum. Hugsanlega hefur hann með sér í för Ömma frænda (Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, frændi Jóhannesar á Torfalæk) til að berja á bæjarapparatinu, sýslumanni og lögreglunni en þetta á allt saman eftir að skýrast með hækkandi sól.

Rúnar er mættur  og klukkan farin að ganga þrjú á á þessum bjarta en frostkalda fyrsta miðvikudegi ársins. Rúnar leit vel út og ég heyrði Strákabandið rjúfa kyrrðina í Aðalgötunni með hinum eldfjöruga polka  "vertu sæt við mig". Ég lýg því ekki að þessir hljómar kölluðu fram minningar um þorrablót liðinna ára. Þetta er svona lag sem tilheyrir alþýðutónlist sem sunginn er af öldnum sem ungum á  þjóðlegum hátíðum. Ég er strax farinn að hlakka til þorrablótsins 21. janúar.

En mikið skelfingar ósköp er Glugginn þunnur í dag en allt sem í honum stendur eru nauðsynleg skilaboð út í samfélagið. Við tókum eftir auglýsingu sem ekki var í Glugganum en það er þrettándabrennan. Hvað hefur orðið af henni. Skilaboðin frá leikfélaginu eru skýr: komið til okkar því ykkar er þörf og ritnefnd Húnavöku óskar eftir efni í næsta Húnavökurit.

Vísa vikunnar er á sínum stað og endar á þennan veg. "Drukkið gall af stjórnarstút,/Steingrímur henti Jóni út." Vísan  er að sjálfsögðu eftir Skagastrandarskáldið Rúnar Kristjánsson.


Sigurður Ingþórsson að gefa hrossunum hans Guðmundar Eyþórssonar eftir hádegi í dag

Mál er að linni í þessum fyrsta pistli ársins og tími til kominn að koma auga á samhengi hlutanna:

Við sögu vildum  segja létta,

sem fjalla átti um hitt og þetta.

Svo er vert að geta þess

áður en við segjum bless,

af vertinum Jónasi  er ekkert að frétta.

 

 



Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 69
Flettingar í gær: 100
Gestir í gær: 64
Samtals flettingar: 65087
Samtals gestir: 11660
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 20:06:46