Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

18.01.2012 14:50

Á milli nýárs og þorrablóta

Það var dimmt og það var hvasst í byrjun þessa miðvikudags. Hitinn hangir núna rétt fyrir ofan núllið og gerir sig ekki líklegan að komast neitt hærra. Gærdagurinn var fallegur og sólin náði að baða öll húsin á austubakkanum og húsmæna í gamla bænum. Smátt og smátt gægist sólin lengra og lengra ofan í gamla bæjarhlutann og skyldi engan undra því hún er á uppleið.

Dagarnir á milli nýárs og þorrablóta eru svona dagar sem lítið láta yfir sér nema hjá þeim sem strengdu áramótaheit. En núna fer að styttast í fyrsta þorrablótið og Jónas Skafta hringdi í mig í gær og hafði fyrir því áræðanlegar heimildir að hann yrði tekinn fyrir þá blótinu. "Þó það nú væri" varð mér á orði "annað væri bara stílbrot eða í versta falli klúður" . Leikfélagið á svo gott "Jónasaroutfit" (á góðri íslensku Jónasargerfi); gerfi sem saman stendur af yndislega neonljógrænum íþróttagalla , ljógrárri síðhærðri hárkollu og yfirskeggi í sama lit. Þessi persónugjörningur er svo trúverðugur að margir halda að þarna fari Jónas sjálfur.   Jónas sagði mér að Ívar Snorri (sægreifinn) gengdi stóru hlutverki í skemmtinefndinni. Þessi uppljóstrun Jónasar segir mér bara eitt að persónugreining á Jónasi verður góð því fáir þekkja betur til Jónasar en Ívar Snorri, hann er hreinlega sérfræðingur í honum.

Ég er að velta því fyrir mér hverjum fleiri verði sýnd virðing af leikfélaginu á þorrablótinu. Ég sé fyrir mér Lárus Björgvin á á tali við ætlaðan Tansaníubúa í niðamyrkri á tjaldsvæðinu í brunagaddi í nóvember. Reyndar var maðurinn frá Tasmaníu en það er erfitt að greina í frosti og niðamyrkri. Ég sé fyrir mér Mumma Haralds standa í strandvarðarbúrinu með gjallarhorn og kenna Húnvetningum og gestum einfaldar umgengnisvenjur á baðstað. Reyndar læra mun fleiri en sundlaugargestir þessar reglur því þær berast yfir bæinn og fer þá svolítið eftir vindátt hverjir læra hverju sinni. Ég sé fyrir mér fleiri en suma hef ég lofað að nefna ekki á nafn og gerir það mér svolítið erfitt fyrir í atburðalýsingum á Vesturbakkanum. En leikfélaginu ætti að vera í lófa lagið að afgreiða málið því ekki veit ég til þess að það sé bundið neinum trúnaði við einn eða neinn nema þá þorrablótsgesti.


Grágæsirnar á Buddutúni. Myndin er dálítið óskýr svona eins og myndasmiðurinn en gæsirnar eru þrjár

Ég heyrði í útvarpinu áðan að sjaldan eða aldrei hefði verið eins blómlegt fuglalíf á Breiðafirði á þessum árstíma. Hér norður við botn Húnafjarðar finnast líka ýmsir fuglar í svartasta skammdeginu. Á túninu fyrir sunnan við hann Ragnar Þórarinsson má stundum sjá tvær grágæsir en þær voru lengi vel þrjár framan af vetri. Reyndar fór ég í smá bíltúr eftir hádegið og rakst þá á 3 grágæsir í kvosinni sunnan við Buddutún og voru þær bara bragglegar.


Hrafninn er að allt árið og er ótrúlega seigur að bjarga sér

Aldrei þessu vant þurfti Rúnar að bíða eftir mér. Skýringin var einföld því ég var að leita að gæsum sunnan við Héraðshælið eins og fyrr greinir. En ég náði í tæka tíð og líkt og fyrir viku þá var Gylfi Ægison undir geislanum í Súkkunni og hljómaði "Gústi Guðsmaður" um alla Aðalgötuna og lýsti upp skammdegið. Já Rúnar er kominn með Gluggann sem segir frá þorrablótum í bak og í fyrir.

Nýja hársnyrtistofan sem áður hét Flix heitir núna "gæjar og píur". Klósettpappírinn frá Hvöt hefur aldri skipað jafn háann sess hjá Glugganum og í dag. Opna Gluganns er lögð undir rúllurnar og lakkrísinn  og er auglýsingin þó aðeins ein síða en staðsett á miðri opnunni. Algjör nýjung hjá þeim Óla og Hédda og alveg hreint "brilliant".

Vísa vikunnar er eftir einhvern sem kallar sig E.L. Við Rúnar lágum lengi yfir þessari skammstöfun og datt okkur helst í hug að þetta væri Eysteinn Lárusson íþróttagúru bæjarins.  Fjallar vísan um brjóstafyllinu og þar sem knattspyrnumönnum er mikilvægt að taka boltann á brjóstið til að hafa gott vald á honum finnst okkur Eysteinn líklegur höfundur. Eins er það hversu gott pláss auglýsingin frá Hvöt fékk þá getur ekki annað verið en vísan sé eftir Eystein.

En hætta ber hverjum leik þá hæst hann stendur og nú er ekkert annað eftir en að höndla hið ómótstæðilega samhengi.

Á blótinu Ljónið mun burðarverk leika,

baráttujaxl með alvöruþunga.

Um sviðið á eftir, svipminni reika,

snæðum í lokin súra hrútspunga.  

 

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 22
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 107
Gestir í gær: 73
Samtals flettingar: 65117
Samtals gestir: 11683
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 01:30:01