Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

25.01.2012 14:42

Ef heiðríkt er og himinn klár

Í dag er Pálsmessa þar sem veður skiptir  miklu máli , jafnt hér á landi sem annarsstaðar.

Ef heiðríkt er og himinn klár
á helga Pálus messu,
mun þá verða mjög gott ár
maður upp frá þessu.

(Höf. ókunnur)

         Á Blönduósi byrjaði dagurinn með snjókomu og hægum vindi frá suðaustri. Löngum var reynt að ráða í veðurlag þennan dag og nema af því lærdóm um framhald vetrar eða komandi sumar. Hið sama gildir um marga forna messudaga, eins og til dæmis Kyndilmessu (2.febrúar), Höfuðdag (29.ágúst) og Egedius (1.september). Þannig að ef þessi dagur klikkar í veðurfarslegu tilliti þá er bara að bíða fram á annan dag febrúarmánaðar. Þjóðsögur benda til þes að víða hafi verið venja að gefa hröfnunum eitthvað gott í gogginn á Pálsmessu, en bændur töldu að hrafnar minntust þeirra sem gerðu þeim vel til og létu því lömb þeirra í friði þótt veikbyggð væru. Sunnar í álfunni merkir Pálsmessa að veturinn sé hálfnaður


Húsið hans Halls og Elínar séð frá Bakkastíg

Þorrablót Vöku var haldið um síðustu helgi. Þar fór allt hið besta fram. Matur góður og skemmtiatriði þóttu takast vel.  Það fór sem mig grunaði  að Vesturbakkabúar þar með talinn Jónas á Ljóninu fengu sinn skammt. Það var félagi hans og nágrani Ívar Snorri sem fór með hlutverk Jónasar. Ívari tókst vel upp í hlutverkinu, skilaði allri hegðun hið besta þannig að aldrei var vafi að um Jónas væri að ræða. En þar sem Ívar er örlítið smávaxnari maður en Jónas og auk þess holdskarpari í vöngum þá fannst mér hárið og skeggið taka helst til of mikið pláss á andlitinu. Þetta var svona líkast því að simpansi væri að gægjast út út þykku skógarrjóðri.  Kiljumenn fengu líka sitt og leikarar þóttu skila þeim Friðriki og Jóni vel til áhorfenda.

Þá er Rúnar blessaður mættur og með honum á tónlistarsviðinu í för eru hin geðþekku Therése og Peter harmonikkuleikarar með sinn "Marsch pannkaka" disk. Tónlistin sem blandaðist hríðargarginu í Aðalgötunni  og ber nafnið "polka variata" var ef satt skal segja mun hlýlegri en veðrið . Já, Pálsmessuveðrið er ekki það sem óskað var eftir en við því er lítið að gera og við Rúnar verðum víst að taka því líkt og aðrir.  

En Glugginn er kominn og þar er ýmsan fróðleik að finna eins og venjulega. Kynningarfundir og því um líkt er nokkuð fyrirferðamikið  í auglýsingablaðinu að þessu sinni. Sú auglýsing sem ég staldraði lengst við var "Köttur í óskilum ! Lítill köttur, dökkbröndótturmeð hvítt nef er í óskilum á Fornastöðum." Hvað er verra en vera týndur um miðjan vetur en það er þó huggun harmi gegn að kötturinn er ekki týndari en það að hann er fundinn en umsjónamenn kattarins vita það ekki. Vonandi lesa þeir Gluggann svo kötturinn komist til sín heima og færi gleði í hjörtu þeirra sem sakna.

          Vísa vikunnar er enn og aftur á sínum stað og er að þessu sinn eftir Rúnar stórskáld á Skagaströnd  og fjallar um sérstakar matarvenjur landans á þorranum.

Mikill fögnuður var á Vesturbakkanum eftir frækilega framgöngu Ívars Snorra í hlutverki Jónasar á Ljóninu  og Friðriks á Kiljunni

Þorrinn er genginn í garð og Ívar Snorri ásamt öðum félögum úr Leikfélaginu "brilleruðu á Þorrablótinu. En hvar var liggur samhengið í dag, það er okkur Rúnari í Lindarbrekku 1 ætlað að finna.

 

Upplit var mikið á Ívari Snorra,

eldhress, brattur, var ekkert að korra

Nema´ er Frikka hann tók

og Ljónið svo skók.

Svona er lífið hjá okkur á þorra.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 93
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 100
Gestir í gær: 64
Samtals flettingar: 65081
Samtals gestir: 11656
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 17:45:39