Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

15.03.2012 18:29

Miðdepill heimsins ert þú

Stundum ganga hlutirnir þannig fyrir sig að maður getur ekki gert það sem maður er vanur að gera á tilteknum tíma. Og svo undarlega er maður samansettur  að  halda að maður sé að svíkja heiminn bara við það eitt að skila ekki stílæfingu sem í rauninni er bara mín aðferð til að láta hugann reika út fyrir hið hversdagslega .  Hvað sem öðru líður þá ætla ég að þessu sinni að færa minn hefðbundna miðvikudag yfir á fimmtudag og sjá hvort veröldin haldi ekki bara áfram að snúast.
 

Gæfumenn á Laxárbökkum; Sigurður Smári, Pétur Arnar og Kári Kára

        Í gærkvöldi varð ég þeirrar hamingju aðnjótandi að hitta menn sem tókust á við dauðann og höfðu sigur. Þarna á ég að sjálfsögðu við gæfumennina Kára Kára, son hans Pétur Arnar og Sigurð Smára sem lenti í bíl sínum á hvolfi ofan í Laxá á Ásum á þriðjudaginn. Frásögn þeirra félaga er hægt að lesa á mbl.is eða í Morgunblaðinu í dag og því ekki farið nánar í lýsingu á atburðum. Það sem ég vildi sagt hafa var bara sú upplifun að vera með fólki sem hafði barist fyrir sínu lífi og annara. Skynja þessa hárfínu línu milli lífs og dauða, gleði og sorgar. Það jafnast ekkert á við það sem er ótækt í excel (Fyrir þá sem ekki vita hvað excel er þá er það reikniforrit sem byggt er á svo fyrirsjánlegum stærðum að hið mannlega hverfur í skuggann)
    

Hrafnarnir eru farnir að huga að hreiðurgerð. Þetta eru hyggnir  fuglar og yfirleitt búnir að koma upp ungum þegar aðrir fuglar hefja varp

        Ég er til þess að gera jarðbundinn maður og hefði seint talið mig hjátrúarfullann. Nú er ég farinn að efast stórlega og er þar um að kenna afmælisgjöf Árbakkabræðra (félagar sem setja saman getraunaseðil á föstudögum). Þessir bræður mínir gáfu mér forláta rauða treyju sem leikmenn  knattspyrnuliðsins Liverpool klæðast í kappleikjum á heimavelli sínum Anfield. Ég ákvað daginn eftir afmælið að klæðast þessari treyju meðan ég horfði á liðið leika við andstæðinga sína. Það var ekki sökum að spyrja, mínir lögðu andstæðingana að velli. Ég klæddist treyjunni aftur í næsta leik liðsins og fór á sama veg, mínir menn höfðu sigur. Nú kom að þriðja leik liðsins eftir að ég eignaðast treyjuna góðu. Nú brá svo við að ég kom því ekki við að sjá leikinn né klæðast treyjunni og hið óvænta gerðist, Liverpool tapaði leiknum. Í fjórða leik eftir treyju fór eins hjá mér að ég sá hvorki leik né klæddist treyju og Liverpool tapaði aftur. Ég er þannig settur að ég er ekki áskrifandi að stöðinni sem sýnir leikina í ensku úrvalsdeidinni þannig að ég er upp á aðra kominn til að sjá deildarleikina. Á þriðjudaginn þurfti ég á stuttan fund um kvöldið en kom heim þegar liðið var töluvert á fyrri hálfleik í leik grannaliðana í Liverpoolborg, Liverpool og Everton. Þar sem ég hafði ekki eins og áður greinir ekki möguleika á að horfa á leikinn í sjónvarpinu heima, brá ég á það ráð að klæðast treyjunni og stilla textavarpið á 390. Og viti menn, mínir menn sigruðu sannfærandi. Eftir þessa reynslu er ég farinn að halda að ég sé með örlög Liverpool í mínum höndum og dugar þá bara að klæðast hinni frábæru afmælisgjöf Árbakkabræðra og fylgjast með textavarpinu þegar mínir menn etja kappi við andstæðinga sína. Þetta er ekki einleikið, ég segi það satt.

Ég var ekki til staðar í gær þegar Rúnar kom með Gluggann þannig að ég veit ekkert hvernig  hann var í fasi eða hvaða tónlist var undir geislanum í Súkkunni hans. Ef það var Rúnar sem kom með Gluggann þá hefur hann örugglega látið "strekkbugsepolka" hljóma út yfir Aðalgötuna. Ef Óli Þorsteins hefur verið á ferðinni í bílnum hans Hédda þá hefur örugglega verið stillt á Rás 1 og gáfulegar umræður um allt milli himins og jarðar hafa borist  eyrum  íbúa  gamla bæjarhlutans .  En þar sem ég var ekki til frásagnar þá verður þetta ekki upplýst í þessu pistli


Tryggvi Björnsson er þekktur tamingamaður. Hér er hann með efnilegt unghross í tamningu


Glugginn kom þó svo ég væri ekki til staðar sem þýðir bara það að það er hægt að gera ýmislegt þó ég sé víðs fjarri. Ýmissa grasa kennir í Glugganum  og það kemur til þess að gera fáum á óvart að vísa vikunnar er eftir vísnasmiðinn, hagyrðinginn,  Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd og er aldrei þessu vant um að Þórólfur krafta- kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki getur legið milli hluta. Þetta er góðs viti og getum við samsýslungar hans vænst í framtíðinni að nú verði farið að yrkja um menn og málefni á A-Húnvetnskri grund.

En samhengið á þessum blessaða miðvikudegi sem dregist hefur fram á fimmtudag gæti verið eitthvað á þessa leið svona í ljósi þess að hver er sinnar gæfu smiður og engin veit sína ævina:

                Í lífinu takast  á skúrir og skin,

                skammgóður vermir og trú.

                Í mörkinni miklu er einstaka vin,

                en miðdepill heimsins ert þú.

 

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 163
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 79
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 64077
Samtals gestir: 11393
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 22:53:27