Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

28.03.2012 14:32

Ljón á miðvikudegi

Þeir koma miðvikudagarnir reglulega með jöfnu millibili allt árið um kring og hafa skapað sér sess í mínum huga sem fastur punktur tilverunnar. Miðvikudagar eru á margan hátt svolítið merkilegir. Til dæmis eru  þeir staðsettir nákvæmlega í miðri vinnuvikunni þannig að það er sama hvernig á þá er litið þá hefur maður lokið við tvo vinnudaga og tveir eru eftir.  Ég tel ekki miðvikudaginn með því hann er jafnvægispunkturinn sem allt miðast við. Miðvikudagur er svona dagur sem maður getur bæði litið um öxl og fram á við án þess að raska jafnvæginu. Miðvikudagar eru þessvegna gráupplagðir til að koma jafnvægi á líf sitt. Það er misjafnt hvernig menn horfa á hlutina og hvernig þeir vega þá og meta. Sumir eru glaðir yfir því að hafa komist í gegn um tvo fyrstu daga vinnuvikunnar og sjá glitta í helgina þar sem allt á að gerast t.d. eins og að slappa af, taka til í garðinum, þrífa húsið, taka á móti gestum, fara á "djammið" og vera í rosalegu stuði. Danir eru sérfræðingar í því að höndla dagana og vinna sig út úr vinnuvikunni. Sem dæmi má nefna að þeir kalla fimmtudaginn  " litla föstudag" af þeirri einföldu ástæðu að daginn eftir rennur upp föstudagur sem er síðasti dagur vinnuvikunnar og laugardagurinn með öllum sínum tækifærum, er næstur á eftir. Lífið er einfalt kjósi menn svo og nægir að vitna í hamingjudag Svantes ; "lífið er ekki það versta sem maður hefur".  


Gripahús Gríms Sæmundssen á förukambinum fyrir neðan gömlu kirkjuna lostin regnbogans töfrandi tónum

Það er svolítið merkilegt við þessa vinnuviku sem nú er hálfnuð að þeir bera ekki nein kirkjuleg nöfn eða höfða til einhverra merkilegra atburða í mannkynssögunni að minnsta kosti ef maður lítur yfir  almanak Háskóla Íslands.  Reyndar var mánudagurinn síðasti, þjóhátíðardagur Bangladesh og Lady Gaga og Maxim Gorkí eru fædd þennan 28. dag marsmánaðar. Þennan sama dag dóu m.a tónskáldið Sergej Rakhmanínov, Dwight D. Eisenhower 34. forseti Bandaríkjanna og síðast en ekki síst þá féll frá þennan dag árið 1978 okkar ástsæli söngvari Vilhjálmur Vilhjálmsson.

Rúnar er mættur með Gluggann og dagurinn sem honum fylgir lifnar heilmikið þegar hann hleypti syrpu laga með Strákabandinu út í Aðalgötuna. "Det var brennevin í flasken då vi kom" og "Það var einu sinni kerling" í rífandi polkatakti láta engan sæmilega gerðan mann ósnortinn. Takturinn meitlaðist inn í sálina og var ekki laust við það að gráminn sem fylgdi þessum miðvikudegi með sína stífu suðvestan átt, lýstist nokkuð. Det var brennivin í flasken er einkar viðeigandi lag í Aðalgötu 8, einkum og sér í lagi þegar flaskan er tóm.


Hreiðrar sig blikinn og æðurin fer. Þessar ljóðlínur úr Vorvísu Jóns Thoroddssen þvældust lengi fyrir mér. Ég vissi aldrei hvert æðurinn var að fara.

Já Glugginn er kominn og Jónas Skaftason er kominn heim um það villast þeir ekki sem lesa Glugga vikunnar. "Vorboðin ljúfi" eins og hann kýs að kalla sig býður upp á ýmsar nýjungar í rekstri á Ljóni norðursins. Nægir þar að nefna að nú verður boðið upp á mat og einnig geta þeir sem vilja tekið með sér mat (take it away). Jónas ætlar með öðrum orðum að búa um rúm, sækja sjóinn með gesti, afla fanga úr sjónum til matargerðar og þeytast um í rútunni góðu og sýna gestum, fegurð Húnaþings. Ekki er allt upptalið því tjaldsvæðið Ból mun opna 1. maí og síðast en ekki síst þá verður Jónas á Ljóninu með upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Nú held ég að álagið á Glaðheima - Lárus B. Jónsson ferðamálafrömuð og umsjónamann sumarhúsanna í Brautarhvammi minnki til mikilla muna. Einnig hef ég grun um að ég sjálfur þurfi að segja mun færri ferðamönnum til vegar og fyrir bragðið mun ég líklega tapa niður enskunni. Setning eins og þessi sem ég hef marg oft sagt ferðamönnum á leið um gamla bæinn sem spurt hafa um kaffihúsið Ljón norðursins "You can pass his café on the west bank of Blanda river and if you see an elderly grey man witch could be the grandfather of the Beatles, the café is open. If not, it is closed" (Þið getið farið framhjá kaffihúsinu hans á vesturbakka Blöndu. Ef þið sjáið gráleitan mann á miðjum efri aldri sem hæglega gæti verið afi Bítlanna þá er kaffihúsið opið. Ef hann sést ekki þá er lokað). Það er kraftur í Jónasi og vona ég heitt og innilega að öll leyfi séu í lagi svo ekki skerist í odda milli Jónasar og yfirvalda.

Vísa vikunnar er eftir ókunnan höfund og er efni hennar þarft innleg í umræðu dagsins því stundum leynist flagð undir fögru skinni.

En nú er komið að því sem öllu máli skiptir en það er að koma auga á samhengi hlutanna. Við Rúnar höfum aldrei heykst á því og komið því óbrjáluðu út til alþýðunnar.

 

Aftur hann snýr eftir töluvert hlé,

í atvinnurekstraskyni.

Ég játa það strax að járnkarl sé

í Jónasi Skaftasyni.

 

Rúnar vildi leggja enn frekari áherslu á upprisu Jónasar og kvað af munni fram þessa vísu:

 

Ljónið hefur lifnað við

og lætur í sér heyra.

Nú er úti um allan frið

Ei við segjum fleira

 

 

 

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 159
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 180
Gestir í gær: 54
Samtals flettingar: 64253
Samtals gestir: 11420
Tölur uppfærðar: 28.4.2024 13:25:30